1. gr.
Við 2. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein sem verður 4. mgr., svohljóðandi:
Við umferðareftirlit getur lögregla staðfest gildi stafræns ökuskírteinis með til þess gerðum hugbúnaði sem ríkislögreglustjóri gefur út. Hugbúnaðurinn skal tengdur við ökuskírteinaskrá og upplýsingar sóttar þaðan. Ríkislögreglustjóra er heimilt að veita öðrum en lögreglu takmarkaðan aðgang að ökuskírteinaskrá með hugbúnaði og gera þannig sömu upplýsingar og fram koma á hefðbundnu ökuskírteini aðgengilegar í þeim tilgangi að sannreyna þær. Handhafi ökuskírteinis skal í slíkum tilvikum upplýstur um það hvaða miðlun upplýsinga fer fram.
2. gr.
Lagastoð og gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 58. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 26. janúar 2022.
Sigurður Ingi Jóhannsson
innviðaráðherra.
Ragnhildur Hjaltadóttir.