1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 19. gr. reglugerðarinnar:
2. gr.
3. málsl. 31. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Hafi engin tilkynning borist um úrslitin frá þeim aðila sem skipulagði leikinn innan 24 klukkustunda frá því leik lauk, telst honum ekki hafa lokið og getur þátttakandi talið ágiskun sína rétta með vinningsstuðli 1,00.
3. gr.
32. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Ef ágiskun í Lengjunni tekur til leiks sem er frestað vegna veðurs eða annarra orsaka, getur þátttakandi talið ágiskun sína rétta með vinningsstuðli 1,00. Ef giskað er á tvo eða fleiri leiki í samsetningu og einum þeirra er frestað, gilda úrslit þeirra leikja sem eftir standa. Ef öllum leikjum í Lengjunni, sem ágiskunin tekur til, er frestað, fellur getraunin niður og þátttökugjald er endurgreitt.
Íslenskar getraunir hafa heimild til að bíða með að setja úrslit á leik ef fyrirsjáanlegt er að hann verði leikinn innan 48 klukkustunda frá upphaflegum leiktíma. Í þeim tilfellum gildir ágiskun þátttakanda á leikinn.
4. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 5. gr. laga um getraunir nr. 59/1972, öðlast þegar gildi.
Dómsmálaráðuneytinu, 23. desember 2021.
Jón Gunnarsson
innanríkisráðherra.
Berglind Bára Sigurjónsdóttir.