Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

1102/2021

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 944/2014, um öryggi leikfanga og markaðssetningu þeirra á Evrópska efnahagssvæðinu.

1. gr.

Við fyrstu töflu 11. liðar 3. hluta II. viðauka við reglugerðina bætist þrjár nýjar færslur:

56) Atranól (2,6-díhýdroxý-4-metýlbensaldehýð) 526-37-4
57) Klóróatranól (3-klóró-2,6-díhýdroxý-4-metýlbensaldehýð) 57074-21-2
58) Metýlheptínkarbónat 111-12-6

Færsla 10 fyrir Metýlheptínkarbónat í annarri töflu 11. liðar 3. hluta II. viðauka við reglugerðina falli brott.

 

2. gr.

Í stað færslunnar fyrir sítrónellól í annarri töflu 11. liðar 3. hluta II. viðauka við reglugerðina komi eftirfarandi:

4) Sítrónellól 106-22-9, 1117-61-9, 7540-51-4

 

3. gr.

Við aðra töflu 11. liðar 3. hluta II. viðauka við reglugerðina bætist 61 ný færsla:

12) Asetýlsedren 32388-55-9
13) Amýlsalisýlat 2050-08-0
14) trans-anetól 4180-23-8
15) Bensaldehýð 100-52-7
16) Kamfóra 76-22-2, 464-49-3
17) Karvón 99-49-0, 6485-40-1, 2244-16-8
18) β-karýófýllen (oxíð) 87-44-5
19) Rósaketón-4 (Damaskenón) 23696-85-7
20) α-damaskón (TMCHB) 43052-87-5, 23726-94-5
21) cis-β-damaskón 23726-92-3
22) δ-damaskón 57378-68-4
23) Dímetýlbensýlkarbinýlasetat (DMBCA) 151-05-3
24) Hexadekanólaktón 109-29-5
25) Hexametýlindanópýran 1222-05-5
26) (DL)-Límónen 138-86-3
27) Línalýlasetat 115-95-7
28) Mentól 1490-04-6, 89-78-1, 2216-51-5
29) Metýlsalisýlat 119-36-8
30) 3-metýl-5-(2,2,3-trímetýl-3-sýklópenten-1-ýl)-pent-4-en-2-ól 67801-20-1
31) α-pínen 80-56-8
32) β-pínen 127-91-3
33) Própýlídenþalíð 17369-59-4
34) Salisýlaldehýð 90-02-8
35) α-santalól 115-71-9
36) β-santalól 77-42-9
37) Sklareól 515-03-7
38) α-terpíneól 10482-56-1, 98-55-5
39) Terpíneól (blanda hverfna) 8000-41-7
40) Terpínólen 586-62-9
41) Tetrametýlasetýloktahýdrónaftalen 54464-57-2, 54464-59-4, 68155-66-8, 68155-67-9
42) Trímetýlbensenprópanól (Majantol) 103694-68-4
43) Vanillín 121-33-5
44) Ilmberkja (Cananga odorata) og ilmberkjuolía (Ylang-ylang oil) 83863-30-3, 8006-81-3
45) Olía úr berki atlassedrusar (Cedrus atlantica) 92201-55-3, 8000-27-9
46) Olía úr laufi kanilkassíu (Cinnamomum cassia) 8007-80-5
47) Olía úr kanilberki (Cinnamomum zeylanicum) 84649-98-9
48) Olía úr blómi beiskjuappelsínu (Citrus aurantium amara) 8016-38-4
49) Olía úr berki beiskjuappelsínu (Citrus aurantium amara) 72968-50-4
50) Olía úr berki bergamótappelsínu (Citrus bergamia), pressuð 89957-91-5
51) Olía úr berki sítrónu (Citrus limonum), pressuð 84929-31-7
52) Olía úr berki naflaappelsínu (Citrus sinensis (sh. Aurantium dulcis)), pressuð 97766-30-8, 8028-48-6
53) Olía úr sítrónugrasi (Cymbopogon citratus/schoenanthus) 89998-14-1, 8007-02-01, 89998-16-3
54) Olía úr laufum gúmviða (Eucalyptus spp.) 92502-70-0, 8000-48-4
55) Olía úr laufum/blómum negultrés (Eugenia caryophyllus) 8000-34-8
56) Læknajasmína (Jasminum grandiflorum/officinale) 84776-64-7, 90045-94-6, 8022-96-6
57) Blýantseinir (Juniperus virginiana) 8000-27-9, 85085-41-2
58) Olía úr ávexti lárviðar (Laurus nobilis) 8007-48-5
59) Olía úr laufum lárviðar (Laurus nobilis) 8002-41-3
60) Olía úr fræjum lárviðar (Laurus nobilis) 84603-73-6
61) Blendingur ilmvendils (Lavandula hybrida) 91722-69-9
62) Ilmvendill (Lavandula officinalis) 84776-65-8
63) Piparmynta (Mentha piperita) 8006-90-4, 84082-70-2
64) Hrokkinmynta (Mentha spicata) 84696-51-5
65) Föstulilja (Narcissus spp.) Ýmsar tegundir, þ.m.t. 90064-25-8
66) Ilmpelargónía (Pelargonium graveolens) 90082-51-2, 8000-46-2
67) Pinus mugo 90082-72-7
68) Runnafura (Pinus pumila) 97676-05-6
69) Ilmstjarna (Pogostemon cablin) 8014-09-3, 84238-39-1
70) Olía úr rósum (Rosa spp.) Ýmsar tegundir, þ.m.t. 8007-01-0, 93334-48-6, 84696-47-9, 84604-12-6, 90106-38-0, 84604-13-7, 92347-25-6
71) Hvítur sandelviður (Santalum album) 84787-70-2, 8006-87-9
72) Terpentínuolía 8006-64-2, 9005-90-7, 8052-14-0

 

4. gr.

Í stað færslunnar fyrir ál í töflunni í 13. lið 3. hluta II. viðauka við reglugerðina komi eftir­farandi:

 Ál 2250 560 28130

 

5. gr.

Við lista sértækra viðmiðunarmarka í viðbæti C við II. viðauka við reglugerðina bætist:

Efni CAS-númer Viðmiðunarmörk
Formaldehýð 50-00-0 1,5 mg/l (flæðimörk) í fjölliðuefni leikfanga
0,1 ml/m³ (losunarmörk) í viði sem er límdur saman með trjákvoðu og notaður í leikföng
30 mg/kg (viðmiðunarmörk fyrir innihald) í textílefni sem er notað í leikföng
30 mg/kg (viðmiðunarmörk fyrir innihald) í leðri sem er notað í leikföng
30 mg/kg (viðmiðunarmörk fyrir innihald) í pappa sem er notaður í leikföng
10 mg/kg (viðmiðunarmörk fyrir innihald) í leikföngum sem eru að stofni til úr vatni

 

6. gr.

Við 30. gr. reglugerðarinnar bætist fjórir nýir stafliðir, svohljóðandi:

  n. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1922 frá 18. nóvember 2019 um breyt­ingu á 13. lið í III. hluta II. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/48/EB um öryggi leikfanga, að því er varðar ál, í því skyni að laga viðaukann að þróun á sviði tækni og vís­inda, eins og hún var tekin upp í samninginn um Evrópska efna­hags­svæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 209/2021 frá 9. júlí 2021. Tilskipunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57, frá 2. september 2021, bls. 212-214.
  o. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1929 frá 19. nóvember 2019 um breyt­ingu, að því er varðar samþykkt tiltekinna viðmiðunarmarka um íðefni, sem eru notuð í tiltekin leikföng, á viðbæti C við II. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/48/EB að því er varðar formaldehýð, eins og hún var tekin upp í samninginn um Evrópska efnahags­svæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 209/2021 frá 9. júlí 2021. Tilskipunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57, frá 2. sept­ember 2021, bls. 215-218.
  ó. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2088 frá 11. desember 2020 um breyt­ingu á II. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/48/EB að því er varðar merk­ingar ofnæmisvaldandi ilmefna í leikföngum, eins og hún var tekin upp í samn­inginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 210/2021 frá 9. júlí 2021. Tilskipunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57, frá 2. september 2021, bls. 219-223.
  p. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2089 frá 11. desember 2020 um breyt­ingu á II. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/48/EB að því er varðar bann við notkun ofnæmisvaldandi ilmefna í leikföngum, eins og hún var tekin upp í samn­inginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 210/2021 frá 9. júlí 2021. Tilskipunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambands­ins nr. 57, frá 2. september 2021, bls. 224-227.

 

7. gr.

Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 10. gr. og 3. mgr. 13. gr., sbr. 3. mgr. 27. gr. laga um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu nr. 134/1995, með síðari breytingum og öðlast hún þegar gildi.

 

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 17. september 2021.

F. h. ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,

Ingvi Már Pálsson.

Daði Ólafsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica