Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

627/2021

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 830/2011 um ökuskírteini.

1. gr.

Í stað "C- og D-flokki" í 2. tölul. 5. mgr. a-liðar 8. gr. reglugerðarinnar kemur:

C-, C1-, D- og D1-flokki,

 

2. gr.

Við 1. mgr. 52. gr. reglugerðarinnar bætist nýr stafliður, h-liður, svohljóðandi:

  1. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/612 frá 4. maí 2020 um breytingu á til­skipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/126/EB um ökuskírteini sem tekin var upp í samn­inginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 219/2020. Tilskipunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 7 frá 28. janúar 2021, bls. 693-695.

 

3. gr.

Í stað tölunnar "400" í 3. línu í töflu í 2. tölul. IV. viðauka við reglugerðina kemur: 250

 

4. gr.

Með reglugerð þessari er innleidd tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/612 frá 4. maí 2020 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/126/EB um ökuskírteini sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 7 frá 28. janúar 2020, bls. 693-695.

 

5. gr.

Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 58. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

 

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 14. maí 2021.

 

F. h. r.

Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Jónas Birgir Jónasson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica