1. gr.
Hvarvetna þar sem heitið "Víkingalottó" kemur fyrir í reglugerðinni kemur í viðeigandi beygingarmynd: Vikinglottó.
2. gr.
Hvarvetna þar sem "innanríkisráðuneyti" kemur fyrir í reglugerðinni kemur í viðeigandi beygingarmynd: dómsmálaráðuneyti.
3. gr.
2. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Félagið starfrækir talnagetraunir (lottó) undir heitunum Lottó 5/40, Jóker, Vikinglottó (Lottó 6/48 + 1/5 og EuroJackpot (5/50 + 2/10).
Vikinglottó er starfrækt í samvinnu við eftirgreind talnagetraunafyrirtæki: AB Svenska Spel, Svíþjóð, Norsk Tipping A/S, Noregi, OY Veikkaus ab, Finnlandi, Danske Spil AS, Danmörku, AS Eesti Loto, Eistlandi, OlifejaLotto, Litháen, Latvia Loto, Lettlandi, Loterija Slovenije, Slóveníu og Loterie Nationale, Belgíu.
EuroJackpot er starfrækt í samvinnu við eftirgreind fyrirtæki:AB Svenska Spel, Svíþjóð, Norsk Tipping A/S, Noregi, OY Veikkaus ab, Finnlandi, Danske Spil AS, Danmörku, AS Eesti Loto, Eistlandi, OlifejaLotto, Litháen, Latvia Loto, Lettlandi, Bremer Toto und Lotto GmbH, Deutsche Klassenlotterie Berlin, Land Brandenburg Lotto GmbH, Lotterie Treuhandgesellschaft mbH Hessen, Lotterie-Treuhandgesellschaft mbH Thüringen, Lotto Hamburg GmbH, Lotto Rheinland-Pfalz GmbH, Lotto-Toto GmbH Sachsen-Anhalt, NordwestLotto Schleswig-Holstein GmbH & Co.KG, Saarland-Sporttoto GmbH, Sächsische Lotto-GmbH, Staatliche Lotterieverwaltung in Bayern, StaatlicheToto-Lotto GmbH Baden-Württemberg, Toto-Lotto Niedersachsen GmbH, Verwaltungsgesellschaft Lotto und Toto in Mecklenburg-Vorpommern mbH, Westdeutsche Lotterie GmbH & Co.OHG, Þýskalandi, De Lotto, Hollandi, Loterija Slovenije, Slóveníu, Sisal, Ítalíu, Tipos National Lottery, Slóvakíu, Sazka Saskova Kancelar a.s., Tékklandi, Szerencsejatec Zrt., Ungverjalandi, Once, Spáni, Totalizator Sportowy, Póllandi og Hrvatska Lutrija, Króatíu.
4. gr.
Í stað "1-8" í 3. mgr. 3. gr., 1. mgr. 4. gr., 2. mgr. 6. gr. og 6. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar kemur: 1-5.
5. gr.
Í stað orðanna "í Víkingalottó kr. 100" í 1. málsl. 1. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar kemur: í Vikinglottó kr. 110.
6. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. reglugerðarinnar:
7. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. reglugerðarinnar:
8. gr.
3. tölul. 13. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Sex réttar aðaltölur og Víkingatala | 1:61.357.560 |
Sex réttar aðaltölur | 1:12.271.512 |
Fimm réttar aðaltölur og Víkingatala | 1:243.482 |
Fimm réttar aðaltölur | 1:48.696 |
Fjórar réttar aðaltölur | 1:950 |
Þrjár réttar aðaltölur | 1:53 |
9. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í lögum um talnagetraunir nr. 26/1986, öðlast gildi 3. júní 2021.
Dómsmálaráðuneytinu, 20. maí 2021.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Bryndís Helgadóttir.