Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

380/2020

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 830/2011 um ökuskírteini.

1. gr.

Í stað orðsins "löggilding", í hvers konar mynd eða beygingarfalli, í reglugerðinni eða viðauk­um við hana, kemur í viðeigandi mynd og beygingarfalli: starfsleyfi.

 

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 4. tölulið 2. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað "106. gr. a. umferðarlaga" kemur: 106. gr. umferðarlaga.
  2. Þriðji málsl. verður svohljóðandi: Sama gildir, hafi umsækjandi verið sviptur ökuréttindum á gildistíma bráðabirgðaskírteinis skv. 7. mgr. 63. gr. umferðarlaga eða handhafi fullnaðar­skírteinis hafi verið sviptur ökuréttindum skv. 6. mgr. 63. gr. umferðarlaga.

 

3. gr.

Í stað orðsins "æfingaakstur" í 1. mgr. C-liðar 8. gr. reglugerðarinnar kemur: kennsluakstur.

 

4. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðsins "æfingaakstri" í 2. tölul. 2. mgr. kemur: kennsluakstri.
  2. 3. mgr. fellur brott.

 

5. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað "æfingaaksturs" í 2. málsl. 1. mgr. kemur: kennsluaksturs.
  2. Í stað "15" í 2. málsl. 2. mgr. kemur: 18.
  3. Í stað orðsins "æfingaakstur" á eftir orðunum "að öðru leyti reglur um" í 2. málsl. 5. mgr. kemur: kennsluakstur.

 

6. gr.

Á eftir 2. mgr. 13. gr. reglugerðarinnar bætist við ný málsgrein, svohljóðandi:

Nám eftir sviptingu ökuréttar skv. 5.-7. tölul. 4. mgr. 28. gr. skal vera 6 bóklegar kennslustundir en fer að öðru leyti eftir 1. mgr. Að námskeiði loknu fær hver þátttakandi vottorð um þátttöku.

 

7. gr.

Á eftir 2. málsl. 1. mgr. 14. gr. reglugerðarinnar bætist við nýr málsliður, svohljóðandi: Í nám­skrá má kveða nánar á um það hvaða hluti endurmenntunar megi fara fram í fjarnámi.

 

8. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 20. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðanna "þar að lútandi" í 1. tölul. 2. mgr. kemur: um fullnægjandi árangur. Í full­nægjandi árangri felst að umsækjandi hafi ekki sýnt af sér vítaverðan akstur meðan á aksturs­mati stendur,
  2. 3. mgr. verður svohljóðandi:
       Uppfylli byrjandi ekki skilyrði 1. og 2. töluliðar 2. mgr., má endurnýja bráðabirgða­skírteini að loknum gildistíma þess.

 

9. gr.

1. mgr. 26. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Hafi lögregla sérstaka ástæðu til að ætla að skírteinishafi fullnægi ekki lengur skilyrðum varð­andi heilbrigði eiga ákvæði 2.-3. mgr. 63. gr. umferðarlaga við. Að fenginni niðurstöðu athug­unar skal tekin ákvörðun um hvort afturkalla skuli ökuréttindi skv. 4. mgr. 63. gr. umferðarlaga. Sama gildir ef skírteinishafi neitar að taka þátt í slíkri athugun.

 

10. gr.

Á eftir 26. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein, 26. gr. a., svohljóðandi með fyrirsögn:

Trúnaðarlæknir Samgöngustofu.

Trúnaðarlæknir Samgöngustofu skal hafa almennt lækningaleyfi og víðtæka þekkingu og reynslu í læknisfræði, t.d. í heimilislækningum, öldrunarlækningum eða almennum lyflækningum.

Þá skal trúnaðarlæknir Samgöngustofu hafa aðgang að fullnægjandi aðstöðu til að framkvæma matið.

Hver sá sem uppfyllir skilyrði 1. mgr. getur gegnt starfi trúnaðarlæknis.

Framkvæmd mats á aksturshæfni skal taka mið af III. viðauka um lágmarkskröfur um andlega og líkamlega hæfni til að stjórna vélknúnu ökutæki.

Heimilt er að takmarka afturköllun ökuréttinda ef ökumaður telst að mati trúnaðarlæknis upp­fylla kröfur til að aka á ákveðnum tíma dags eða innan ákveðinnar fjarlægðar frá heimili.

Gjald vegna starfs trúnaðarlæknis Samgöngustofu miðast við tímagjald viðkomandi trúnaðar­læknis og skal endurspegla raunkostnað vegna mats á aksturshæfni.

Ef ágreiningur er uppi um hæfi trúnaðarlæknis sker Samgöngustofa úr um hæfi að höfðu samráði við landlækni.

 

11. gr.

1. mgr. 27. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Leiki vafi á því hvort aksturshæfni skírteinishafa sé fullnægjandi, má ákveða að skírteinishafi þreyti próf í aksturshæfni skv. 15. gr., eftir því sem lögregla ákveður, fyrir B-flokk eða tiltekinn rétt­inda­flokk eða -flokka sem skírteinishafi hefur. Neiti skírteinishafi að þreyta próf má afturkalla öku­rétt­indi hans. Sama gildir standist skírteinishafi ekki próf.

 

12. gr.

Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 28. gr. reglugerðarinnar:

  1. 3. mgr. verður svohljóðandi:
       Hafi ökuréttindi verið afturkölluð með akstursbanni skv. 106. gr. umferðarlaga, skal umsækj­andi um ökuskírteini sækja nám skv. 13. gr. Sama gildir um byrjanda sem hefur fengið bráða­birgða­skírteini og sviptur hefur verið ökurétti skv. 7. mgr. 63. gr. umferðarlaga og handhafa fullnaðarskírteinis sem sviptur hefur verið ökurétti skv. 6. mgr. 63. gr. umferðar­laga.
  2. 2. tölul. 4. mgr. orðast svo: ökuréttindi hafa verið afturkölluð skv. 27. gr. vegna þess að skírteinishafa skortir næga aksturshæfni,
  3. Í stað orðsins "sýslumaður" í 3. tölul. 4. mgr. kemur orðið: lögregla.
  4. 4. tölul. 4. mgr. orðast svo: byrjandi, sem hefur fengið bráðabirgðaskírteini, hefur verið sviptur ökurétti,
  5. Á eftir 5. tölul. 4. mgr. bætast við tveir nýir töluliðir, 6. og 7. töluliður, sem orðast svo:
    1. ökumaður hefur verið sviptur ökuréttindum í annað sinn vegna aksturs undir áhrifum áfengis eða vímuefna,
    2. ökumaður hefur verið sviptur ökuréttindum vegna tiltekins fjölda punkta samkvæmt punktakerfi vegna umferðarlagabrota.
  6. Á eftir 4. mgr. bætist við ný málsgrein sem orðast svo:
       Sá sem ekur ökutæki án þess að hafa fengið til þess réttindi skal missa réttinn til að öðlast ökuskírteini í fjóra mánuði. Hafi viðkomandi ekki náð tilskildum aldri þegar brotið var framið skal miða réttindamissinn við þann dag er hann nær tilskildum aldri, en að öðrum kosti gilda almennar reglur um upphaf réttindamissis. Framlengja skal réttindamissinn til að öðlast ökuskírteini um fjóra mánuði fyrir hvert skipti sem ekið er án ökuréttinda.

 

13. gr.

2. málsl. 1. mgr. 29. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

 

14. gr.

Í stað orðsins "löggildir" í 1. málsl. 1. mgr. 32. gr. reglugerðarinnar kemur: gefur út starfsleyfi.

 

15. gr.

Á eftir 1. málsl. 3. mgr. 33. gr. reglugerðarinnar kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Enn fremur er heimilt að synja þeim um starfsleyfi sem hlotið hefur dóm fyrir brot gegn ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga.

 

16. gr.

Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 35. gr. reglugerðarinnar:

  1. Orðin "og að jafnaði stundað ökukennslu á tímabilinu skv. staðfestingu Samgöngustofu" í 2. tölul. 1. mgr. falla brott.
  2. 2. málsl. 2. mgr. fellur brott og 1. málsliður 2. mgr. verður svohljóðandi: Ef meira en ár er liðið frá því að starfsleyfi féll úr gildi skal ökukennari þreyta próf í ökukennslu í bifreið og skal prófið fara fram á vegum skóla, sbr. 36. gr., áður en starfsleyfi er endurnýjað.
  3. 1. töluliður 3. mgr. fellur brott og 2. töluliður verður 1. töluliður.
  4. Við 1. tölul. 3. mgr. bætast orðin: og eftir atvikum staðfesting um bóklegt og verklegt próf skv. 2. mgr.

 

17. gr.

Í stað orðanna "fjöldi kennslustunda skal vera a.m.k. 35 í 7 stunda lotum" í 2. mgr. 36. gr. reglu­gerðarinnar kemur: fjöldi kennslustunda skal vera a.m.k. 16.

 

18. gr.

Í stað orðsins "æfingaakstur" í 1. og 4. mgr. 1. kafla VI. viðauka við reglugerðina kemur: kennslu­akstur.

 

19. gr.

Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 58., 63., 64. og 67. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

 

20. gr.

Við reglugerðina bætist ákvæði til bráðabirgða með fyrirsögn, svohljóðandi:

Ákvæði til bráðabirgða II.

Séu á tímabilinu 24. mars 2020 - 4. maí 2020 liðnir 6 mánuðir eða eftir atvikum 12 mánuðir, sbr. 2. mgr. A-liðar 18. gr., frá því að umsækjandi um ökuskírteini stóðst bóklegt próf, heldur bóklegt próf gildi sínu til 30. júní 2020 þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. A-liðar 18. gr.

Séu á tímabilinu 24. mars 2020 - 4. maí 2020 liðin tvö ár frá því að gildistími ökuskírteinis rann út og umsækjandi uppfyllir enn skilyrði til að fá ökuskírteini útgefið er þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 19. gr. heimilt að endurnýja ökuskírteinið án þess að umsækjandi þreyti próf í aksturshæfni skv. 15. gr., berist umsókn fyrir 31. maí 2020.

Þrátt fyrir 2. tölul. 1. mgr. 35. gr. er heimilt að endurnýja starfsleyfi ökukennara fram til 1. janúar 2021 þó svo að ökukennari hafi ekki sótt endurmenntunarnámskeið skv. 36. gr.

 

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 21. apríl 2020.

 

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica