Dómsmálaráðuneyti

1242/2018

Reglugerð um breytingu á reglugerð fyrir Íslenskar getraunir nr. 166/2016 með síðari breytingum.

1. gr.

Hvar sem orðið "innanríkisráðuneyti", í hvers konar beygingarfalli, kemur fyrir í reglugerðinni, kemur í viðeigandi beygingarfalli: dómsmálaráðuneyti.

2. gr.

B-liður 20. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Heildarupphæð vinninga á Enska seðlinum (laugardagsseðlinum) skiptist í fjóra vinningsflokka þannig að 40% fara í fyrsta flokk, 15% í annan flokk, 12% í þriðja flokk og 25% í fjórða flokk. Auk þess fara 8% í tryggingasjóð sem tryggir að þátttakandi sem er einn með 13 rétta fái aldrei lægri vinningsfjárhæð en sem svarar 10 milljónum sænskra króna. Heildarupphæð vinninga á Evrópu­seðlinum (miðvikudags- og sunnudagsseðlinum) skiptist í fjóra vinningsflokka þannig að 39% fara í fyrsta flokk, 22% í annan flokk, 12% í þriðja flokk og 25% í fjórða flokk. Auk þess fara 2% í sjóð sem notaður verður til að hækka vinningsfjárhæð í fyrsta flokki í sérstökum tilvikum. Í fyrsta flokk fara þær raðir sem eru með 13 rétta, í annan flokk þær sem eru með 12 rétta, í þriðja flokk þær sem eru með 11 rétta og í fjórða flokk þær sem eru með 10 rétta. Bætist nýir vinnings­flokkar við getraunaformið skulu þeir vera í réttri röð fyrir raðir með 9 rétta, 8 rétta o.s.frv. Vinnings­upphæð fyrir röð í hverjum vinningsflokki fæst með því að leggja saman fram komnar vinnings­raðir í hverjum vinningsflokki og deila þeim síðan í heildarvinningsupphæð vinnings­flokksins. Þó gildir hámarksupphæð vinnings á röð og að vinningsflokkur geti fallið niður skv. eftirfarandi:

3. gr.

1. mgr. 36. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Þátttökukvittun má ógilda með því að skila henni aftur til sama söluaðila og seldi hana enda sé það gert sama dag áður en fyrsti leikur hefst og það tímanlega að unnt sé að ljúka ógildingu á innfærslu hennar fyrir lokun tölvukerfisins þann dag.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum um getraunir nr. 59/1972, öðlast þegar gildi.

Dómsmálaráðuneytinu, 21. desember 2018.

Sigríður Á. Andersen.

Haukur Guðmundsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica