Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

823/2018

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 816/2011, um hafnarríkiseftirlit, með síðari breytingum.

1. gr.

23. gr. reglugerðarinnar orðast svo, ásamt fyrirsögn:

Skýrslur frá hafnsögumönnum og hafnaryfirvöldum.

  1. Hafnsögumenn, sem starfa við að leggja skipum að eða frá bryggju eða starfa um borð í skipum á leið til hafnar á Íslandi eða sigla milli hafna innanlands, skulu upplýsa Samgöngu­stofu tafarlaust, eins og við á, ef þeir komast að því við dagleg skyldustörf sín að um sé að ræða greinilegan vanbúnað þannig að það gæti ógnað öryggi skipsins á siglingu eða stefnt sjávar­umhverfi í hættu.
  2. Hafi hafnaryfirvöld eða -aðilar komist að því við dagleg skyldustörf sín að skip í höfn þeirra sé greinilega vanbúið með þeim hætti að það gæti ógnað öryggi skipsins eða stefnt sjávar­umhverfi í ótilhlýðilega hættu skulu þau tafarlaust tilkynna það til Samgöngustofu.
  3. Hafnsögumenn og hafnaryfirvöld eða -aðilar skulu tilkynna a.m.k. eftirfarandi upplýsingar á rafrænu formi þegar unnt er:
    1. upplýsingar um skipið (nafn, IMO-auðkennisnúmer, kallmerki og fáni),
    2. upplýsingar um siglingu þess (síðasta viðkomuhöfn, ákvörðunarhöfn),
    3. lýsingu á greinilegum vanbúnaði um borð.
  4. Samgöngustofa skal grípa til viðeigandi aðgerða til eftirfylgni ef hafnsögumenn og hafnar­yfirvöld eða -aðilar tilkynna um greinilegan vanbúnað og skal stofnunin skrá upp­lýs­ingar um þær aðgerðir sem gripið var til.

2. gr.

Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 14. gr., sbr. 4. mgr. 1. gr. laga nr. 47/2003, um eftirlit með skipum, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 29. ágúst 2018.

F. h. r.

Sigurbergur Björnsson.

Björn Freyr Björnsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica