Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

487/2018

Reglugerð um breytingu á reglugerð um gerð og framleiðslu ósjálfvirks vogarbúnaðar, nr. 877/2016.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 19. gr. reglugerðarinnar:

  1. 1. mgr. orðast svo:
    Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið tilkynnir til Eftirlitsstofnunar EFTA og framkvæmda­stjórnar ESB um þá aðila sem hafa leyfi til að leysa af hendi samræmis­mats­verkefni í samræmi við reglugerð þessa að fenginni umsókn frá samræmis­mats­aðila sem uppfyllir kröfur sem gerðar eru samkvæmt ákvæðum þessarar reglugerðar, laga nr. 91/2006, reglu­gerða og annarra reglna settra samkvæmt þeim og ákvæðum gildandi staðla um faggild­ingu og starfsemi þeirra.
  2. 4., 5. og 6. mgr. orðast svo:
    Faggildingarsvið Einkaleyfastofu, eða faggildingarstofa í öðru ríki EES sem uppfyllir ákvæði reglugerðar (EB) nr. 765/2008, annast mat á hæfni og hæfi samræmismatsstofa sem óska eftir að sjá um samræmismat samkvæmt reglugerð þessari. Samræmismatsstofur skulu upp­fylla þau skilyrði sem fram koma í reglugerð þessari. Faggilding útgefin af faggild­ingar­sviði Einkaleyfastofu felur í sér mat á hæfni og hæfi samræmismatsstofu og staðfest­ingu á því að samræmismatsaðili uppfylli kröfur reglugerðar þessarar. Samræmismats­stofur sem uppfylla skilyrði viðeigandi samhæfðra staðla eða hluta þeirra og tilvísun í þá hefur verið birt í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins teljast ennfremur uppfylla skilyrði 21. gr.
    Faggildingarsvið Einkaleyfastofu annast mat og vöktun á hæfni og hæfi tilkynntra samræmis­mats­stofa sem það hefur faggilt og hvort þær uppfylli á hverjum tíma þær kröfur sem fram koma í reglugerð þessari.
    Uppfylli samræmismatsstofa ekki lengur skilyrði reglugerðar þessarar til samræmismatsstofa afturkallar faggildingarsvið Einkaleyfastofu faggildingu hennar og ber atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti þá að tilkynna Eftirlitsstofnun EFTA og framkvæmdastjórn ESB um afturköllunina án tafar.
  3. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
    Í ákvörðun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um tilkynningu samræmismatsstofu skal tekið fram fyrir hvaða vogir og aðferðareiningar tilkynning samræmismatsstofu tekur til svo og aðrar nánari upplýsingar sem áhrif hafa á starfssvið hins tilkynnta aðila.

2. gr.

2. mgr. 22. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Með umsókn um tilkynningu skal fylgja lýsing á samræmismatsstarfseminni, aðferðareiningu eða ‑einingum samræmismats og þeim vogum sem samræmismatsstofan fullyrðir að hæfi hennar nái til, ásamt afriti af faggildingarvottorði faggildingarsviðs Einkaleyfastofu, eða faggildingarstofu í öðru EES-ríki sem uppfyllir ákvæði reglugerðar (EB) nr. 765/2008, þar sem staðfest er að samræmismatsstofan uppfylli kröfur reglugerðar þessarar.

3. gr.

23. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Einungis er heimilt að tilkynna þær samræmismatsstofur sem uppfylla kröfur reglugerðar þessarar og staðfest hefur verið með faggildingu af faggildingarsviði Einkaleyfastofu, eða faggildingarstofu í öðru EES-ríki sem uppfyllir ákvæði reglugerðar (EB) nr. 765/2008.

Í tilkynningunni skulu vera ítarlegar upplýsingar um starfsemina í tengslum við samræmismatið, samræmismatsaðferðina eða -aðferðirnar og þær vogir sem um ræðir ásamt afriti af faggild­ingar­vottorði þar sem staðfest er að samræmismatsstofan uppfylli kröfur reglugerðar þessarar.

Hlutaðeigandi samræmismatsstofu er einungis heimilt að annast starfsemi tilkynntrar samræmis­mats­stofu hreyfi Eftirlitsstofnun EFTA, framkvæmdastjórn ESB eða önnur aðildarríki Evrópska efna­hagssvæðisins ekki andmælum innan tveggja mánaða frá tilkynningu. Einungis slík stofa telst tilkynnt samræmismatsstofa í skilningi reglugerðar þessarar.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið skal tilkynna Eftirlitsstofnun EFTA, framkvæmdastjórn ESB og öðrum aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins um allar síðari breytingar á tilkynningunni sem máli skipta.

4. gr.

28. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

5. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 10. gr. laga um mælingar, mæligrunna og vigtar­menn, nr. 91/2006, öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 11. maí 2018.

F. h. ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,

Ingvi Már Pálsson.

Heimir Skarphéðinsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica