1. gr.
Gildissvið.
Með reglugerð þessari er mælt fyrir um aðferðir sem fylgja skal við sannprófun á þyngd gáma sem hlaðið er í hér á landi og fluttir eru með skipum sem sigla frá íslenskum höfnum.
2. gr.
Skilgreiningar.
Í reglugerð þessari er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:
a) | með því að vigta hlaðna gáminn með viðeigandi vog í samræmi við reglur sem mælt er fyrir um af hálfu lögbærs yfirvalds í því ríki þar sem gámurinn var lestaður (aðferð 1), eða |
b) | með því að vigta alla pakka og farmhluta, þar á meðal bretti, timbur til að skorða farm og önnur sjóbúningstæki sem eru í gámnum og bæta síðan við þyngd gámsins (tara) við summu þunga allra farmhluta með því að beita viðurkenndri aðferð (aðferð 2) sem samþykkt er af lögbæru yfirvaldi ríkisins þar sem lokið var við að hlaða gáminn. |
a) | um ósjálfvirkar vogir (vogir sem stjórnandi þarf að hafa afskipti af meðan á vigtun stendur), nákvæmniflokkur IV eða betri, eða |
b) | um sjálfvirkar vogir (tæki sem ákvarðar þyngd vöru án afskipta stjórnanda), nákvæmniflokkur Y(b) eða betri. |
3. gr.
Staðfestur brúttóþungi gáma.
Samgöngustofu er við eftirlit með skipum heimilt að sannreyna að ákvæðum þessarar reglugerðar sé fullnægt.
Þegar kveðið er á um í þessari reglugerð gögn um sannprófaðan þunga skal einnig samþykkja rafræn skjöl.
4. gr.
Skyldur farmsendanda.
Farmsendendur vöru, sem hlaðið er í gáma á Íslandi í þeim tilgangi að flytja þá sjóleiðina, skulu staðfesta að skráður hafi verið sannprófaður þungi gáms í samræmi við þessa reglugerð.
Koma skal VGM-skráningunni í hendur skipstjóra skipsins eða fulltrúa hans og til fulltrúa gámastöðvar í fyrstu lestunarhöfn með nægilegum fyrirvara til að auðvelda undirbúning lestunaráætlunar skips.
5. gr.
Lestun.
Ef ekki er unnt að leggja fram sannprófaðan brúttóþunga hlaðins gáms hjá skipstjóra, fulltrúa hans eða fulltrúa gámastöðvar skal skipstjóri hafna lestun gámsins um borð í skip.
Skipstjóri skipsins, fulltrúi hans og fulltrúi gámastöðvarinnar geta ákveðið að ganga úr skugga um sannprófaðan þunga hlaðins gáms.
6. gr.
Refsiákvæði.
Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varða sektum samkvæmt VII. kafla laga nr. 47/2003 um eftirlit með skipum, sbr. 2. mgr. 1. gr. laganna.
Ef ekki er um að ræða upptöku ávinnings brots, skal við ákvörðun sektar hafa hliðsjón af stærð eða ætluðum fjárhagslegum ávinningi.
7. gr.
Gildistaka og lagastoð.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild 1. gr. laga nr. 47/2003 um eftirlit með skipum, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi. Frá sama tíma fellur brott reglugerð nr. 1066/2016, um sannprófun á þyngd hlaðinna gáma um borð í skipum.
Reglugerð þessi er sett til samræmis við kröfur 2. reglu VI. kafla alþjóðasamnings um öryggi mannslífa á hafinu (SOLAS) eins og honum var breytt með ályktun MCS.380(94).
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 3. apríl 2018.
Sigurður Ingi Jóhannsson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.
VIÐAUKI
(sjá PDF-skjal)