Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

792/2017

Reglugerð um breytingu á reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga, nr. 1212/2015.

1. gr.

Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:

Sveitarfélögum er heimilt að færa til eignar sem fyrirframgreiðslur fram­lög við uppgjör A deildar Brúar lífeyrissjóðs á árinu 2017 vegna reiknaðs framtíðarhalla A deildar sjóðsins. Um er að ræða framlög í Lífeyrisaukasjóð og framlög í Varúðarsjóð. Fyrirframgreiðslur í Lífeyrisaukasjóð vegna áætlaðs framtíðarhalla skal gjaldfæra með jöfnum fjárhæðum á 30 árum. Færa skal til gjalda fyrirfram­greiðslur vegna Varúðarsjóðs með jöfnum fjárhæðum á 20 árum.

Gjaldfæra skal á árinu 2017 þann hluta framlags sveitarfélaga til Brúar lífeyrissjóðs sem ætlaður er til að gera upp áfallna skuldbindingu sjóðsins í tengslum við uppgjör A deildar sjóðsins á árinu 2017. Um er að ræða framlag í Jafnvægissjóð.

Skuldabréf gefin út til Brúar lífeyrissjóðs í tengslum við framlög við framangreint uppgjör skal færa til skuldar í efnahag.

Gjaldfærslur vegna uppgjörs skulu flokkast sem launakostnaður og færast á sömu rekstrareiningu og breyting lífeyrisskuldbindingar í reikningsskilum sveitarfélaga.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er á grundvelli 75. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, öðlast þegar gildi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 23. ágúst 2017.

Jón Gunnarsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica