Innanríkisráðuneyti

1257/2014

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 277/2008 um aðgerðir til að tryggja flugöryggi og skrá yfir flugrekendur er ekki uppfylla viðeigandi öryggiskröfur.

1. gr.

Við 3. tl. 4. gr. reglugerðarinnar bætist nýr stafliður ú, sem orðast svo:

 

ú.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 368/2014 frá 10. apríl 2014, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 237/2014 frá 24. október 2014.



2. gr.

Viðaukar A og B við reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1264/2013 frá 3. desember 2013, um breytingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 474/2006 frá 22. mars 2006 um að stofna skrá Bandalagsins yfir flugrekendur sem bannað er að stunda flugrekstur innan Bandalagsins sem um getur í II. kafla reglugerðar Evrópuþingsins og ráðs­ins (EB) nr. 2111/2005 í fylgiskjali IV við reglugerðina, falla niður.

3. gr.

Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 368/2014 frá 10. apríl 2014 um breytingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 474/2006 frá 22. mars 2006 um að stofna skrá Bandalagsins yfir flugrekendur sem bannað er að stunda flugrekstur innan Bandalagsins sem um getur í II. kafla reglugerðar Evrópu­þingsins og ráðsins (EB) nr. 2111/2005 með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka EES-samningsins, bókun 1, um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans. Reglugerðin er óbirt í EES-viðbæti.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 2. mgr. 3. gr., 1. mgr. 4. gr. og 5. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 18. desember 2014.

Ólöf Nordal.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica