1. gr.
Ákvæði 1. mgr. 8. gr. orðist svo:
Íbúakosningakerfið skal vera í umsjá Þjóðskrár Íslands og skal hún tryggja að það uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til þess samkvæmt reglugerð þessari. Kosningahluti og afkóðunar- og talningarhluti kerfisins skal ávallt hýstur hjá Þjóðskrá Íslands.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt bráðabirgðaákvæði V í sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011, sbr. 1. gr. laga nr. 28/2013, öðlast þegar gildi.
Innanríkisráðuneytinu, 18. desember 2013.
Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Ragnhildur Hjaltadóttir.