Prentað þann 17. apríl 2025
73/2014
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 420/2003, um mönnunarnefnd skipa.
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. reglugerðarinnar:
- Í stað orðsins "samgönguráðherra" í 1. málsl. 1. mgr. kemur: ráðherra.
- Í stað orðanna "19. og 20. gr. laga um atvinnuréttindi skipstjórnarmanna á íslenskum skipum, nr. 112/1984, með síðari breytingum og 6. og 7. gr. laga um atvinnuréttindi vélfræðinga, vélstjóra og vélavarða á íslenskum skipum, nr. 113/1984, með síðari breytingum" í 2. málsl. 1. mgr. kemur: 13. gr. laga um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa, nr. 30/2007, með síðari breytingum.
- Í stað orðsins "Siglingastofnun Íslands" í 2. mgr. kemur: Samgöngustofa.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. reglugerðarinnar:
- 2. málsl. 2. mgr. orðast svo: Formaður sér um að úrskurðir séu kynntir málsaðilum, ráðuneytinu, Samgöngustofu og öðrum þeim sem ástæða þykir til.
- Í stað orðsins "samgönguráðuneytisins" í 3. mgr. kemur: ráðuneytisins.
3. gr.
10. gr. reglugerðarinnar fellur brott.
4. gr. Lagastoð og gildistaka.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt 1. mgr. 19. gr. laga um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa, nr. 30/2007, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.
Innanríkisráðuneytinu, 27. janúar 2014.
Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Ragnhildur Hjaltadóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.