Innanríkisráðuneyti

589/2013

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1263/2008 um flutningaflug flugvéla - Brottfallin

1. gr.

Við bætist ný grein, 4. gr. a, sem orðast svo með fyrirsögn:

Flugumsjón.

Flugrekendur, sem eru með sérstaka flugumsjón sem felst í undirbúningi og eftirfylgni á tilteknum þáttum flugs, skulu gera grein fyrir verksviði og ábyrgð starfsfólks sem sinnir flugumsjón í flugrekstrarhandbók.

Starfsfólk í flugumsjón skal fá þjálfun í samræmi við ICAO skjal nr. 7192 D3. Þjálfuninni skal lýst í D-hluta flugrekstrarhandbókar. Ekki er gerð krafa um að starfsfólk sem sinnir flugumsjón sé með skírteini flugumsjónarmanns.

2. gr.

2. mgr. 5. gr. fellur á brott.

3. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 31. gr., 4. mgr. 37. gr., 80. gr., 85. gr. a, sbr. 145. gr. laga nr. 60/1998 um loftferðir, öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 12. júní 2013.

Hanna Birna Kristjánsdóttir.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica