1. gr.
Á eftir 4. mgr. 6. gr. kemur ný málsgrein sem verður 5. málsgrein og orðast svo:
Öryggis- og verndarbúnaður barna sem notaður er í ökutækjum skal merktur og ávallt uppfylla þær kröfur sem kveðið er á um í III. viðauka í reglugerð þessari.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 1. mgr. III. viðauka:
3. gr.
7. gr. breytist þannig:
Ákvæði þetta á við um allan innflutning, hvort sem hann er vegna einkanota eða í viðskiptalegum tilgangi.
4. gr.
Á eftir 7. gr. kemur ný grein er verður 7. gr. a, og orðast svo:
Markaðseftirlit með ákvæðum þessarar reglugerðar er hjá Neytendastofu. Um málsmeðferð og úrræði fer nánar eftir ákvæðum laga nr. 134/1995 um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu.
5. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 71. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 og öðlast þegar gildi að undanskilinni 2. gr. sem öðlast gildi 1. júlí 2013.
Innanríkisráðuneytinu, 12. febrúar 2013.
Ögmundur Jónasson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.