Samgönguráðuneyti

806/2009

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 205/2007 um lofthæfi- og umhverfisvottun loftfara og tilheyrandi framleiðsluvara, hluta og búnaðar og vottun hönnunar- og framleiðslufyrirtækja, ásamt síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Markmið.

Markmiðið með reglugerð þessari er að auka öryggi í flugi með því að innleiða reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1057/2008 frá 27. október 2008 um breytingu á II. viðbæti við viðaukann við reglugerð (EB) nr. 1702/2003 varðandi lofthæfi­stað­festingar­vottorðið (EASA-eyðublað nr. 15a).

2. gr.

4. gr. orðast svo ásamt fyrirsögn:

Innleiðing.

Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi eftirtaldar reglugerðir fram­kvæmda­stjórnar­innar með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka EES-samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1702/2003 um framkvæmdareglur varðandi lofthæfi- og umhverfisvottun loftfara og tilheyrandi framleiðsluvara, hluta og búnaðar og varðandi vottun hönnunar- og framleiðslufyrirtækja, merkt fylgiskjal I, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn nr. 16/2005 frá 8. febrúar 2005, sem birtist í 32. viðauka við EES-samninginn 23. júní 2005, bls. 22;
  2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 381/2005 frá 7. mars 2005 um breytingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1702/2003 um fram­kvæmda­reglur varðandi lofthæfi- og umhverfisvottun loftfara og tilheyrandi fram­leiðslu­vara, hluta og búnaðar og varðandi vottun hönnunar- og fram­leiðslu­fyrirtækja, merkt fylgiskjal II, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn nr. 122/2005 frá 30. september 2005, sem birtist í 66. viðauka við EES-samninginn 22. desember 2005, bls. 17;
  3. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 706/2006 frá 8. maí 2006 um breytingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1702/2003 um framkvæmdareglur varðandi lofthæfi- og umhverfisvottun loftfara og tilheyrandi framleiðsluvara, hluta og búnaðar og varðandi vottun hönnunar- og framleiðslufyrirtækja, merkt fylgiskjal III, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn nr. 132/2006 frá 27. október 2006, sem birtist í 64. viðauka við EES-samninginn 21. desember 2006, bls. 4;
  4. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 335/2007 frá 28. mars 2007 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1702/2003 um lofthæfi- og umhverfisvottun loftfara og tilheyrandi framleiðsluvara, hluta og búnaðar og vottun hönnunar- og fram­leiðslu­fyrirtækja, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 90/2007 frá 6. júlí 2007;
  5. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 287/2008 frá 28. mars 2008 um framlengingu á gildistíma sem vísað er til í 3. mgr. 2. gr. c í reglugerð (EB) nr. 1702/2003, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 119/2008 frá 7. nóvember 2008;
  6. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 375/2007 frá 30. mars 2007 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1702/2003 um framkvæmdareglur varðandi lofthæfi- og umhverfisvottun loftfara og tilheyrandi framleiðsluvara, hluta og búnaðar og varðandi vottun hönnunar- og framleiðslufyrirtækja, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 90/2007 frá 6. júlí 2007, sem birtist í 60. viðauka við EES-samninginn, 13. desember 2007, bls. 26.

Reglugerðirnar eru birtar sem fylgiskjal með reglugerð þessari.

3. gr.

Við 4. gr. bætist nýr töluliður sem orðast svo:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnar (EB) nr. 1057/2008 frá 27. október 2008 um breytingu á II. viðbæti við viðaukann við reglugerð (EB) nr. 1702/2003 varðandi lofthæfistaðfestingarvottorðið (EASA-eyðublað nr. 15a), birt sem fylgiskjal IV við reglugerð þessa, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XIII. viðauka EES-samningsins nr. 70/2009 frá 29. maí 2009.

4. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 7. mgr. 28. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Samgönguráðuneytinu, 23. september 2009.

Kristján L. Möller.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica