Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

153/2003

Reglugerð um breytingu á reglugerð fyrir talnagetraunir Íslenskrar getspár, nr. 892 10. desember 1999. - Brottfallin

1. gr.

5. gr. liður 5.5.3 a), orðist svo:

5.5.3 Víkingalottó:
a) Fyrsti vinningur er sameiginlegur hjá þátttökuaðilum sbr. 2. grein. Greiðir hvert talnagetraunafyrirtæki 0,040 evrur af andvirði hvers selds leiks til þessa vinnings. Verðmæti hans í íslenskum krónum ákvarðast af kaupgengi evru á útdráttardegi og skiptist jafnt á milli þeirra sem hafa allar 6 tölurnar réttar.


2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt heimild í lögum um talnagetraunir nr. 26 2. maí 1986 öðlast þegar gildi.


Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 24. febrúar 2003.

Sólveig Pétursdóttir.
Björn Friðfinnsson.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica