Í stað orðanna "Íþróttasambands Íslands" í 1. og 3. gr. komi: Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.
Í stað orðsins "októbermánuði" í 1. mgr. 3. gr. komi: aprílmánuði.
Hvarvetna þar sem heitið "AB Tipstjänst" kemur fram komi: AB Svenska Spel.
1. mgr. 18. gr. orðist svo:
Leik, sem er á getraunaseðlinum og er allur leikinn innan getraunaumferðar, telst hafa lokið með þeim úrslitum sem lágu fyrir þegar venjulegum leiktíma lauk. Ef leikur er stöðvaður áður en venjulegum leiktíma lýkur og sá aðili sem skipuleggur leikinn lýsir honum lokið, gilda þau úrslit sem fyrir lágu þegar honum lauk. Úrslit sem fást eftir framlengingu eða kæru gilda ekki.
19. gr. breytist þannig:
a. | d-liður orðist svo: |
Ef væntanlegur vinningur fyrir röð í vinningsflokki nær ekki 10 sænskum krónum, fellur vinningsflokkurinn niður og er þá vinningsupphæð flutt á fyrsta vinningsflokk í næstu getraunaumferð. | |
b. | f-liður orðist svo: |
Finnist engin vinningsröð í einhverjum öðrum vinningsflokki en þeim fyrsta, fellur vinningsflokkurinn niður og vinningsupphæðin skiptist jafnt milli annarra vinningsflokka sömu getraunaumferðar. | |
c. | g-liður orðist svo: |
Finnist engin vinningsröð í fyrsta vinningsflokki, í síðasta lagi þegar staðfesta á endanlegar vinningsupphæðir, fellur vinningsflokkurinn niður og vinningsupphæðin færist yfir á fyrsta vinningsflokk næstu getraunaumferðar. | |
d. | h-liður orðist svo: |
Skipta skal vinningsupphæðum skv. liðum c og f áður en vinningsupphæð er flutt milli getraunaumferða skv. liðum d og g. |