Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

534/2001

Reglugerð um breytingu á reglugerð fyrir talnagetraunir Íslenskrar getspár, nr. 892 10. desember 1999. - Brottfallin

1. gr.

3. gr. liður 3.1 orðist svo:

3.1. Íslensk getspá gefur út og dreifir leikspjöldum til þátttöku í talnagetraununum.Leikspjöld má einnig nálgast með rafrænum hætti í gegnum tölvu, síma eða gagnvirkt sjónvarp. Á hverju leikspjaldi Lottó 5/38 eru 10 leikir (raðir), sem merktir eru bókstöfunum A, B, C, D, E, F, G, H, I og J, og er hver leikur með tölunum 1-38. Getur hver þátttakandi tekið þátt í einum til tíu leikjum á hverju leikspjaldi. Á leikspjöldum fyrir Lottó 5/38 er sérstakur reitur sem þátttakendur merkja í ef þeir vilja taka þátt í Jóker. Þátttakendur geta valið 5 tölur úr tölunum 0-9 til að mynda Jókertölur sínar.
Á hverju leikspjaldi Víkingalottós eru 10 leikir (raðir), sem merktir eru bókstöfunum A, B, C, D, E, F, G, H, I og J, og er hver leikur með tölunum 1-48. Getur hver þátttakandi tekið þátt í einum til 10 leikjum á hverju leikspjaldi. Á leikspjöldum fyrir Víkingalottó er sérstakur reitur sem þátttakendur merkja í ef þeir vilja taka þátt í Jóker. Þátttakendur geta valið 5 tölur úr tölunum 0 - 9 til að mynda Jókertölur sínar.
Á sölustöðum skulu vera leiðbeiningar um þátttöku í viðkomandi talnagetraun. Þar skal og vera hvatning til þátttakenda að rita nafn sitt á þátttökukvittun í öryggisskyni.


2. gr.

3. gr. liður 3.2. orðist svo:

3.2 Leikir í talnagetraununum Lottó 5/38 og Víkingalottó fara að jafnaði fram einu sinni í viku samkvæmt nánari ákvörðun stjórnar Íslenskrar getspár en í Jóker samtímis útdrætti í Lottó 5/38 og Víkingalottói.


3. gr.
3. gr. liður 3.10, sbr. reglugerð nr. 126 6. febrúar 2001, orðist svo:
3.10 Verð fyrir hvern leik (röð) í Lottó 5/38 er kr. 75, Jóker kr. 100 og í Víkingalottói kr. 35. Aðeins er unnt að gerast þátttakandi hjá söluaðilum Íslenskrar getspár eða með rafrænum hætti, sbr. lið 3.1.


4. gr.

a) 5. gr. liður 5.1.1 nefnist 5.1.
b) 5. gr. liður 5.1.2 nefnist 5.1.1 og orðist svo:

5.1.1 Samtímis útdrætti í Lottó 5/38 fer fram útdráttur í Jóker tengdum þeirri talnagetraun. Útdráttur fer þannig fram að fimm hjól, hvert með tölunum 0-9, eru sett í gang og við stöðvun hjólanna koma fram hinar fimm útdregnu tölur. Tölurnar, í þeirri röð sem þær birtast, mynda Jókertölurnar. Verði bilun í einu eða fleirum af hinum fimm hjólum með tölunum 0-9, skal dregið úr einum eða allt að fimm, eftir því sem við á, þar til gerðum spjaldastokkum þar sem spjöldin eru merkt tölunum 0-9. Áður en slíkur útdráttur fer fram skal gengið úr skugga um að í spjaldastokkunum séu spjöldin merkt tölunum 0-9.


5. gr.

Við 5. gr. lið 5.2. bætist nýr liður 5.2.1 er orðist svo:

5.2.1 Útdráttur í Jóker sem tengdur er Víkingalottói fer fram á miðvikudögum, með Jóker útdráttarvél sem varðveitt er í innsigluðum kassa, með eftirfarandi hætti:
Fimmtán mínútum eftir lokun sölukerfis ræsir starfsmaður Íslenskrar getspár útdrátt í vélinni. Útdrátturinn fer fram með sama hætti og lýst er í lið 5.1.1 og að viðstöddum eftirlitsmanni skv. lið 10.1. Útdrátturinn er tekinn upp á myndbandsspólu og honum síðan bætt aftan við útdrátt í Víkingalottói þegar hann berst um gervihnött. Víkingalottó- og Jókertölurnar eru síðan birtar samdægurs í ljósvakamiðlum.


6. gr.

5. gr. liður 5.5.1 orðist svo:

5.5.1 Lottó 5/38:
a) 56% skiptast jafnt á milli þeirra sem hafa allar 5 aðaltölur réttar. Með vísan til 5. gr., lokamálsliðar 5.6, er heimilt, ef 56% af heildarvinningsfjárhæð nær ekki 3 milljónum króna, bæta við fyrsta vinningsflokk fjárhæð, sem þarf til að vinningsfjárhæðin fari yfir 3 milljónir króna. Viðbót þessi skal hlaupa á 50.000 krónum.
b) 5% skiptast jafnt á milli þeirra sem hafa 4 aðaltölur réttar og auk þess rétta bónustölu. Með vísan til liðar 5.6., 3. mgr., er heimilt, ef 5 % af heildarvinningsfjárhæð nær ekki 300.000 krónum, að bæta við þennan vinningsflokk fjárhæð sem þarf til að vinningsfjárhæðin fari yfir 300.000 krónur. Viðbót þessi skal hlaupa á 10.000 krónum.
c) 8 % skiptast jafnt á milli þeirra sem hafa 4 aðaltölur réttar.
d) 19 % skiptast jafnt á milli þeirra sem hafa 3 aðaltölur réttar.
e) 12 % skiptast jafnt á milli þeirra sem hafa 2 aðaltölur réttar og auk þess rétta bónustölu


7. gr.

5. gr. liður 5.5.3, sbr. reglugerð nr. 126 6. febrúar 2001, orðist svo:

5.5.3 Víkingalottó:
a) Fyrsti vinningur er sameiginlegur hjá þátttökuaðilum sbr. 2. gr. Greiðir hvert talnagetraunafyrirtæki 0,035 Evrur af andvirði hvers selds leiks til þessa vinnings. Verðmæti hans í íslenskum krónum ákvarðast af kaupgengi Evru á útdráttardegi og skiptist jafnt á milli þeirra sem hafa allar 6 tölurnar réttar.
b) Til annarra vinninga renna 40% af heildarsölu hverrar leikviku hér á landi að frádreginni greiðslu Íslenskrar getspár til fyrsta vinnings sbr. a) lið og skiptast í vinningsflokka í eftirgreindum hlutföllum:
1. 40% skiptast jafnt á milli þeirra sem hafa 5 aðaltölur réttar og auk þess rétta eina af tveimur bónustölum.
2. 18% skiptast jafnt á milli þeirra sem hafa 5 aðaltölur réttar.
3. 31% skiptast jafnt á milli þeirra sem hafa 4 aðaltölur réttar.
4. 11% skiptast jafnt á milli þeirra sem hafa 3 aðaltölur réttar og auk þess rétta eina af tveimur bónustölum.


8. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í lögum um talnagetraunir nr. 26 2. maí 1986, öðlast þegar gildi.


Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 26. júní 2001.

Sólveig Pétursdóttir.
Ólafur W. Stefánsson.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica