Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

1088/2008

Reglugerð um breytingu á reglugerð fyrir Íslenskar getraunir, nr. 543 13. október 1995 með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

19. gr. breytist þannig:

  1. e-liður orðist svo:
    AB Svenska Spel og Íslenskar getraunir staðfesta endanlegar vinningsupphæðir eins fljótt og auðið er eftir að úrslit leikja og útdráttar liggja fyrir og yfirferð er lokið í báðum löndunum.
  2. k-liður orðist svo:
    Sé ekki unnt að skipta allri vinningsupphæðinni samkvæmt ofansögðu, skal færa afgang vinningsupphæðar yfir til næstu getraunaumferðar og bætist hann þá við fyrsta vinningsflokk. Sé þetta ekki unnt vegna þess að verið sé að leggja getraunaformið niður eða að hlé sé gert á getraunaforminu, færist vinningur yfir á aðra vinningsflokka.

2. gr.

21. gr. orðist svo:

Þegar félög hafa lokið sölu í getraunaviku skulu þau undirrita skjal sem tilgreinir heildarsölu raða í getraunavikunni og senda það á milli félaganna. Ríkistilnefndur eftirlitsmaður skal eigi sjaldnar en mánaðarlega yfirfara ofangreind skjöl og staðfesta þau. Samanlagður fjöldi raða á Íslandi og í Svíþjóð margfaldað með 0,46 sænskum krónum, mynda heildarvinningspottinn sem síðan deilist í fjóra flokka skv. 19. gr. lið b.

3. gr.

22. gr. breytist þannig:

  1. 2. málsl. 2. mgr. orðist svo:
    Vinningsupphæðir fyrir hvern vinningsflokk eru síðan reiknaðar út hjá AB Svenska Spel og sendar til Íslenskra getrauna þar sem Íslenskar getraunir yfirfara útreikningana skv. 19. gr.
  2. 3. mgr. orðist svo:
    Fulltrúi Íslenskra getrauna skal vera viðstaddur þegar innsláttur vinningsraðar fer fram. Úrslit getraunaumferðar og vinningsupphæðir skulu birt almenningi.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum um getraunir nr. 59 29. maí 1972, öðlast gildi 1. desember 2008.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 24. nóvember 2008.

Björn Bjarnason.

Hjalti Zóphóníasson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica