Samgönguráðuneyti

969/2008

Reglugerð um veitingu flugrekstrarleyfa, markaðsaðgang flugrekenda, fargjöld og farmgjöld í flugþjónustu innan Evrópska efnahagssvæðisins. - Brottfallin

1. gr.

Markmið.

Með þessari reglugerð er kveðið á um veitingu flugrekstrarleyfa til handa flugfélögum, aukinn aðgang flugrekenda innan Evrópska efnahagssvæðisins að markaðssvæðum, aukið sætaframboð fyrir farþega, afnám hafta í farmflugi og samræmdar reglur um fargjöld og farmgjöld í flugþjónustu, með það að markmiði að stuðla að aukinni samkeppni á Evrópska efnahagssvæðinu.

2. gr.

Lögbært yfirvald.

Flugmálastjórn Íslands telst lögbært yfirvald sem fer með framkvæmd, veitingu og endurmat á útgáfu flugrekstrarleyfa, veitir heimildir til nýtingar flugréttinda, sér um tilkynningar, getur synjað flugrekanda um að stunda áætlunarflug innan Evrópska efnahags­svæðisins, getur gripið til nauðsynlegra ráðstafana til lausnar á óvæntum, tíma­bundnum vanda og sér um tilkynningar þar að lútandi, getur ákveðið að flugfélög skuli skrá fargjöld og birta opinberlega, er heimilt að fella úr gildi grunnfargjald sem er óhóflega hátt og notendum óhagstætt og jafnframt stöðva frekari lækkun fargjalda á markaðinum, sér um söfnun og miðlun upplýsinga og hefur eftirlit með framkvæmd þessarar reglugerðar samkvæmt:

  1. 4.-6. gr., 8. gr., 10.-13. gr. reglugerðar (EBE) nr. 2407/92;
  2. 3. gr., 6.-8. gr., 3. og 5. mgr. 9. gr. og 12. gr. reglugerðar (EBE) nr. 2408/92 og
  3. 5.-7. gr. og 10. gr. reglugerðar (EBE) nr. 2409/92.

Flugmálastjórn Íslands getur að höfðu samráði við samgönguráðuneytið sett skilyrði fyrir nýtingu flugréttinda, takmarkað þau eða synjað um þau í samræmi við 9. gr. reglugerðar (EBE) nr. 2408/92.

Samgönguráðuneytið getur kveðið á um skyldu um opinbera þjónustu í áætlunarflugi og skal tilkynna um ákvörðun þess efnis í samræmi við 4. gr. reglugerðar (EBE) nr. 2408/92.

3. gr.

Málskotsréttur.

Ákvarðanir Flugmálastjórnar Íslands sæta kæru samkvæmt almennum reglum stjórn­sýslulaga.

Fyrirtæki sem hefur verið synjað um flugrekstrarleyfi samkvæmt reglum um veitingu flugrekstrarleyfa til handa flugrekendum, getur vísað málinu til Eftirlitsstofnunar EFTA, sbr. 3. mgr. 13. gr. reglugerðar (EBE) nr. 2407/92.

4. gr.

Viðurlög.

Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varða refsingu samkvæmt 141. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum.

5. gr.

Innleiðing gerða.

Með reglugerð þessari öðlast gildi eftirfarandi reglugerðir ráðsins með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:

  1. Reglugerð ráðsins (EBE) nr. 2407/92 um veitingu flugrekstrarleyfa til handa flug­félögum frá 23. júlí 1992, sbr. ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar nr. 7/94, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB nr. 17, bls. 76;
  2. Reglugerð ráðsins (EBE) nr. 2408/92 um aðgang bandalagsflugfélaga að flug­leiðum innan bandalagsins frá 23. júlí 1992, sem vísað er til í 64a lið XIII. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. ákvarðanir sameigin­legu nefndarinnar nr. 7/94 og 43/2005, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB nr. 17, bls. 75;
  3. Reglugerð ráðsins (EBE) nr. 2343/90 frá 24. júlí 1990 um aðgang flugfélaga að áætlunarflugleiðum innan bandalagsins og skiptingu á sætaframboði fyrir farþega milli flugfélaga í áætlunarflugi milli aðildarríkja, sem vísað er til í 62. lið XIII. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, bls. 185-191;
  4. Reglugerð ráðsins (EBE) nr. 294/91 frá 4. febrúar 1991 um rekstur farmflugs milli aðildarríkjanna, sem vísað er til í 64. lið XIII. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, bls. 199-202;
  5. Reglugerð ráðsins (EBE) nr. 2409/92 frá 23. júlí 1992 um fargjöld og farmgjöld í flugþjónustu, sem vísað er til í 65. lið XIII. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar nr. 7/94, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB nr. 17, bls. 75.

6. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 2. mgr. 3. gr., 80. gr., 85. gr. a. og 146. gr. a, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Með reglugerð þessari falla úr gildi 2. liður (64a), 3. liður (65) og 4. liður (66b) auglýsingar nr. 439/1994 um gildistöku ákvæða er leiða af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið vegna flugmála. Jafnframt falla úr gildi 3. og 5. liður auglýsingar nr. 567/1993 sama efnis auk reglugerðar ráðsins (EBE) nr. 2342/90 um fargjöld í áætlunarflugi og að hluta reglugerðir ráðsins nr. 2343/90 um aðgang flugfélaga að áætlunarflugleiðum innan bandalagsins og skiptingu á sætaframboði fyrir farþega milli flugfélaga í áætlunarflugi milli aðildarríkja og nr. 294/91 um rekstur farmflugs milli aðildarríkja samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög nr. 13/1993 um Evrópska efnahagssvæðið.

Samgönguráðuneytinu, 2. október 2008.

Kristján L. Möller.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica