Iðnaðarráðuneyti

177/1978

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 264 31. desember 1971 um raforkuvirki. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

Á eftir § 34.3: Raforkuvirki á byggingasvæði í 3. kafla reglugerðarinnar kemur nýtt § 344, svohljóðandi:

§ 344 Raforkuvirki á hafnarsvæðum.

Ákvæðin í þessari grein eiga við raforkuvirki, sem notuð eru á bryggjum og viðleguplássum skipa, svo sem vegna landtengingar skipa eða við vinnu um borð í skipum og við skipshlið.

Jafnframt gilda ákvæði § 343 „Raforkuvirki á byggingarsvæðum" um raforku­virki, sem notuð eru við vinnu á bryggjum, eftir því sem við á.

Hér er m. a. átt við rafbúnað í eigu eða umsjá verkstæða, sem annast vinnu við skip eða bryggjur.

a)   Aðveita fyrir samfellt athafnasvæði á bryggju skal tekin frá aðeins einni aðal­töflu eða aðaldreifitöflu.

b)    Varnir gegn of hárri snertispennu.

1. Á hafnarsvæði skal við hafa einn eða fleiri eftirtalinna varnarráðstafanna: Lekastraumsrofvörn, varnarsmáspennu eða aðskildar smárásir.  Marklekastraumur lekastraumsrofa má ekki vera meiri en 1 A, þar sem lekastraumsrofvörn er beitt, fyrir tenglareinar með 63 A tenglum eða minni, skal marklekastraumur lekastraumsrofa þó ekki vera meiri er 30 mA.

c)    Töflur:

Töflur skulu vera í þar til gerðum húsum eða hlífðarskýlum, sem veita full­nægjandi vörn gegn veðrum, sjógangi og áverkum. Rafbúnaður í slíkum hús­um skal þá vera í samræmi við ákvæði § § 334 og 335 um raka og blauta staði. Töfluhús skulu vera læst. Töflubúnaður, sem verður fyrir beinum áhrifum veðurs á bryggjum, skal vera a. m. k. vatnsþéttur (samsvarandi IP 66),

d)      Rafbúnaður:

Tengidósir og annar búnaður skal vera að minnsta kosti af vatnsþéttri gerð, (samsvarandi IP 66). Æskilegt er að tengidósir, kassar og rofar hafi umgerð úr einangrandi efni.

e)    Strengir:

Strengir í föstum lögnum í bryggjugólfi og uppfyllingu. skulu vera plastjarð­strengir. Strengir skulu vera varðir gegn allri áverkahættu af völdum umferð­ar og vinnu á bryggju, t. d. lagðir í stokk eða pípu undir bryggjugólfi. Sjá einnig § § 334, 335 og 340 um raforkuvirki utanhúss.

f )    Tenglar og fyrirkomulag þeirra.

Tenglar skulu vera skv. CEE staðli, Publication 17 „Specification for plugs and socket-outlets for industrial purposes". Þeir skulu hafa umgerð úr einangrun­arefni og vera a. m. k. vatnsþéttir (hlífðarflokkur IP 66). Tenglum skal komið fyrir þannig að þeir séu varðir gegn öllum áverkum af völdum umferðar eða vinnu, t. d. í nægilega rúmgóðum þróm, sem felldar eru niður í bryggjugólfið eða komið fyrir á annan tryggan hátt. Ekki má nota tengil fyrir annað spennu­kerfi, en hann er gerður fyrir samkvæmt staðlinum. Við tengla skal vera sér­stakur togfestibúnaður þannig að átak á lausataugar reyni ekki á tenglana sjálfa. Taka verður tillit til hugsanlegrar flóðhæðar. Þrær og stokkar skulu hafa afrennsli fyrir vatn, er kynni að leita í þær.

Tengla upp í 32 A málstraum má nota til að rjúfa álag beint. Stærri tengla má ekki nota til að rjúfa álag beint, nema rofgeta þeirra sé við það miðuð. Ella skulu tenglar vera í vélrænum eða rafmagnslegum læsitengslum við rofa.

g)      Lausataugar:

Lausataugar skulu vera að minnsta kosti þolnir gúmstrengir af veður og olíu­varinni gerð (CEE (2) 66 eða samsvarandi gerð). Um lausataugar, vinnutöflur, handverkfæri og þ. h. skal fara eftir ákvæðum § 343.

h)      Lausataugar til tengingar skipa við rafkerfi á landi skulu veru samkvæmt kröfum Siglingamálastofnunarinnar og fylgja rafkerfi skipsins.

Gæta bar þess, að lausataug, sem liggur út f skip, e. t. v. yfir annað skip, sé hæfilega löng og lögð nægilega hátt, til þess að hún skemmist ekki, m. a. vegna hreyfingar skips.

i)     Búnaður, sem framleiðir jafnspennu til notkunar í skipi, skal þannig gerður, að hann tryggi aðskilnað jafnstraumskerfis skipsins og kerfisins f landi.

j)     Umsjón:

Raforkuvirki á bryggjum, svo og tengi skipa eða búnaður við þau, skulu vera f umsjón eins ábyrgs aðila.

Sá maður gæti verið hafnarvörður eða maður tilnefndur af honum.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt orkulögum nr. 58 29. apríl 1967 til að taka gildi 1. júní 1978 og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

 

Iðnaðaráðuneytið, 24. apríl 1978.

 

Gunnar Thoroddsen.

Gísli Einarsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica