1. gr.
Á eftir liðnum 1.2.8 í I. kafla komi nýr undirliður 1.2.9. Númer annarra undirliða breytist í samræmi við þetta. Undirliður 1.2.9 orðist svo:
1.2.9 Undanþágur frá reglum.
Ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi er Löggildingarstofu heimilt að veita undanþágu frá reglum um gerð, tilhögun og starfrækslu virkja og raffanga og með því er ekki vikið frá alþjóðlegum reglum og stöðlum sem miðað er við. Aðeins er heimilt að víkja frá reglum samkvæmt þessari grein að tryggt sé á fullnægjandi hátt öryggi gegn hættu á slysum og tjóni. Undanþágu Löggildingarstofu skal veita skriflega og skal þar koma fram rökstuðningur fyrir henni og skilyrði þau sem Löggildingarstofa telur að uppfylla þurfi. Ráðuneytinu skal samtímis tilkynnt um undanþágu samkvæmt þessari grein.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett skv. heimild í 14. gr. laga um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga nr. 146/1996, 27. desember 1996, til að taka gildi við birtingu.
Viðskiptaráðuneytinu, 9. júlí 1997.
Finnur Ingólfsson.
Páll Gunnar Pálsson.