Iðnaðarráðuneyti

540/2004

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 916/2001, um gjöld fyrir einkaleyfi, vörumerki, hönnun o.fl., með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

7. tölul. 1. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

7. Umsýslugjald fyrir alþjóðlega umsókn skv. 4. tölul. 2. mgr. 66. gr. reglugerðar nr. 574/1991 varðandi umsóknir um einkaleyfi o.fl. (rg. ell.)  
6.500


2. gr.

10. tölul. 10. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

10. Fyrir móttöku og meðhöndlun á umsókn um alþjóðlega skráningu vörumerkis, sbr. 47. gr. vörumerkjalaga  
6.500


3. gr.

Nýjum tölulið, 6. tölul., er bætt við 15. gr. reglugerðarinnar og orðast svo:

6. Fyrir móttöku og meðhöndlun á umsókn um alþjóðlega skráningu hönnunar, sbr. 55. gr. laga um hönnun  
6.500


4. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 18. gr. reglugerðarinnar:

a. Í stað orðsins "Lausasala" í 2. tölul. kemur: Útprentun.
b. Á eftir 2. tölul. kemur nýr töluliður, 3. tölul., sem orðast svo: Útprentun úr ELS-tíðindum, hver bls.  
10
c. Núverandi 3. tölul. verður 4. tölul.
d. Núverandi 4. tölul. verður 5. tölul.
e. Núverandi 5. tölul. verður 6. tölul.
 
 
5. gr.

Reglugerð þessi, sem er sett samkvæmt heimild í 68. gr. laga nr. 17/1991 um einkaleyfi, 65. gr. laga nr. 45/1997 um vörumerki og 53. gr. laga nr. 46/2001 um hönnun, öðlast þegar gildi.


Iðnaðarráðuneytinu, 14. júní 2004.

Valgerður Sverrisdóttir.
Jón Ögmundur Þormóðsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica