1. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Til áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar má áfrýja ákvörðunum Einkaleyfastofunnar samkvæmt eftirtöldum lögum eins og þeim hefur verið breytt:
1. | lögum nr. 17/1991 um einkaleyfi; |
2. | lögum nr. 45/1997 um vörumerki; |
3. | lögum nr. 48/1993 um hönnunarvernd; |
4. | lögum nr. 155/2002 um félagamerki og |
5. | öðrum lögum um hugverkaréttindi á sviði iðnaðar sé heimild til slíks að finna í þeim lögum. |
Í stað orðanna "í fjórriti" í 3. gr. reglugerðarinnar kemur: í fimmriti.
Í 4. gr. reglugerðarinnar bætist við nýr tölul., 4. tölul., sem orðast svo: varnaraðila og heimilisfang hans ef unnt er.
20. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Reglugerð þessi er sett með stoð í 69. gr., sbr. 7., 24., 25., 41., 67. og 68. gr., laga nr. 17/1991 um einkaleyfi, með síðari breytingum, 65. gr., sbr. 61. og 63. gr., laga nr. 45/1997 um vörumerki, með síðari breytingum, 53. gr., sbr. 35., 36. og 59. gr., laga nr. 46/2001 um hönnun og 9. gr., sbr. 8. gr., laga nr. 155/2002 um félagamerki.
Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.