63. gr. orðist svo:
Umsækjandi um viðbótarvottorð, sem hefur ekki heimilisfesti hér á landi, skal hafa umboðsmann, búsettan á EES-svæðinu, sem getur komið fram fyrir hans hönd í öllu því er varðar umsóknina. Nafn og heimilisfang umboðsmanns skal fært í einkaleyfaskrá.
69. gr. orðist svo:
Hafi umsækjandi ekki heimilisfesti hér á landi skal hann hafa umboðsmann, búsettan á EES-svæðinu, sem getur komið fram fyrir hans hönd í öllu því er varðar umsóknina. Nafn og heimilisfang umboðsmanns skal fært í einkaleyfaskrá.
73. gr. orðist svo:
Frestur skv. 34. gr. einkaleyfalaga rennur út samtímis fresti vegna yfirfærslu skv. 1. mgr. 31. gr. sömu laga.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 69. gr. laga nr. 17/1991 um einkaleyfi, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.