I. KAFLI
Gildissvið, markaðssetning og frelsi til flutninga.
1. gr.
Reglugerð þessi gildir um búnað og verndarkerfi sem eru ætluð til notkunar á sprengihættustöðum.
Öryggis-, eftirlits- og stjórntæki sem eru ætluð til notkunar utan við sprengihættustaði en sem eru nauðsynleg eða stuðla að því að búnaðurinn og verndarkerfin virki rétt hvað varðar sprengihættu falla einnig undir gildissvið þessarar tilskipunar.
Undanskilin ákvæðum reglugerðar þessarar eru:
1. lækningatæki sem á að nota við læknisfræðilegar aðstæður;
2. búnaður og verndarkerfi þar sem sprengihætta stafar einvörðungu of tilvist sprengiefna eða óstöðugra kemískra efna;
3. búnaður sem er ætlaður til notkunar á heimilum og annars staðar þar sem ekki er um viðskiptaumhverfi að ræða þar sem lítil sprengihætta er, og einungis vegna gas- eða olíuleka of slysni;
4. persónuhlífar sem falla undir tilskipun 89/686/EBE;
5. hafskip og hreyfanlegar haffærar einingar, (t.d. borpallar á sjó), ásamt búnaði um borð í slíkum skipum eða einingum;
6. flutningatæki, þ.e. ökutæki og eftirvagnar þeirra sem eru einungis ætlaðir til flutninga á farþegum í lofti eða á vegum, eftir járnbrautum eða vatnaleiðum og flutningatæki að svo miklu leyti sem þau eru hönnuð fyrir flutninga á vörum í lofti eða á vegum, eftir járnbrautum eða vatnaleiðum. Okutæki sem eru ætluð til notkunar á sprengihættustöðum eru ekki undanskilin;
7. búnaður sem fellur undir b-1ið 1. mgr. 223. gr. Rómarsáttmálans.
2. gr.
Í reglugerð þessari er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:
Búnaður: Vélar, tæki, fastur eða hreyfanlegur búnaður, stýribúnaður og tæki tengd honum, greiningar- eða varnarkerfi sem, hvert um sig eða sameiginlega, eiga að framleiða, flytja, geyma, mæla, stýra og umbreyta orku við efnavinnslu og geta valdið sprengingu með eigin íkveikjuvöldum.
Verndarkerfi: Útbúnaður sem er ætlað að stöðva þegar í stað sprengingu sem er að hefjast og/eða takmarka það svæði sem logar eða þrýstingur frá sprengingu verka á. Verndarkerfi geta verið hluti of öðrum búnaði eða verið sett á markað sem sjálfstæð kerfi.
Íhlutur: Hver sá hlutur sem er nauðsynlegur til að búnaðurinn og verndarkerfið verki örugglega en hefur ekki sjálfstætt hlutverk.
Sprengifimt loft: Blöndun lofts í andrúmslofti við eldfim efni í formi gastegunda, gufu, misturs eða ryks þar sem eldurinn breiðist út í alla blönduna sem óbrunnin er eftir að kviknað hefur í.
Sprengihættustaður: Andrúmsloft sem gæti orðið sprengfimt vegna aðstæðna eða rekstrarskilyrða.
Flokkar og undirflokkar búnaðar: Búnaðarflokkur I gildir um búnað sem er ætlaður til notkunar neðanjarðar í námum og um þá hluta of búnaði þeirra ofanjarðar þar sem hætta getur skapast vegna eldfims gass og/eða eldfims ryks.
Búnaðarflokkur II gildir um búnað sem er ætlaður til notkunar á öðrum stöðum þar sem hætta er á sprengifimu lofti.
Undirflokkum búnaðar með skilgreiningum á kröfum um verndarstig er lýst í I. viðauka við reglugerð þessa.
Hægt er að hanna búnað og verndarkerfi fyrir tiltekinn sprengistað. Í því tilviki verða þau að vera sérstaklega merkt.
Fyrirhuguð not: Notkun búnaðar, verndarkerfa og tækja sem um getur í 2. mgr. 1. gr. í samræmi við búnaðarflokk og -undirflokk og við allar upplýsingar sem framleiðandi veitir og eru nauðsynlegar til að búnaðurinn, verndarkerfin og tækin starfi örugglega.
3.gr.
Því aðeins er heimilt að markaðssetja og taka í notkun búnað, verndarkerfi og tæki sem um getur í 2. mgr. 1. gr. og þessi reglugerð gildir um að heilsu og öryggi manna og, eftir því sem við á, húsdýra eða öryggi eigna, staff ekki hætta of þeim þegar þau eru sett upp á réttan hátt og haldið við sem skyldi og notuð í ráðgerðum tilgangi.
Ákvæði þessarar reglugerðar skulu ekki hafa áhrif á rétt yfirvalda til að setja fram, innan marka ákvæða Rómarsáttmálans, allar kröfur sem þau telja nauðsynlegar til að menn og einkum þeir sem vinna á sprengihættustöðum, séu varðir þegar þeir nota umræddan búnað, verndarkerfi og tæki sem um getur í 2. mgr. 1. gr., að því tilskildu að það hafi ekki í för með sér að slíkum búnaði, verndarkerfum og tækjum verði breytt á nokkurn hátt sem ekki er tilgreindur í reglugerð þessari.
Sýningar á kaupstefnum, vörusýningum, kynningum o.s.frv. á búnaði, verndarkerfum eða tækjum sem um getur í 2. mgr. 1. gr. og eru ekkí í samræmi við ákvæði reglugerðar þessarar eru leyfðar, svo fremi það sé tekið skýrt fram á áberandi skilti að búnaðurinn, verndarkerfin og tækin sem um getur í 2. mgr. 1. gr. séu ekki í samræmi víð reglugerðir og séu ekki til sölu fyrr en framleiðandinn eða viðurkenndur fulltrúi hans með staðfestu á Evrópska efnahagssvæðinu hefur fært þau til samræmis við ákvæðin. Skylt er að gera nauðsynlegar öryggisráðstafanir til að tryggja öryggi fólks meðan á sýningu stendur.
4. gr.
Búnaður, verndarkerfi og tæki sem um getur í 2. mgr. 1. gr. og þessi reglugerð gildir um skulu fullnægja grunnkröfum um heilsuvernd og öryggi sem um þau gilda og eru tilgreindar í II. viðauka, að teknu tilliti til fyrirhugaðra nota.
5. gr.
Óheimilt er að banna, takmarka eða hindra markaðssetningu eða notkun búnaðar, verndarkerfa eða tækja sem um getur í 2. mgr. 1. gr. og fullnægja ákvæðum þessarar reglugerðar.
Íhluti í búnað eða verndarkerfi sem þessi reglugerð gildir um, má setja á markað hér á landi ef þeim fylgir samræmisvottorð sem um getur í 3. mgr. 9. gr.
6. gr.
Eftirtalið fullnægir öllum ákvæðum reglugerðar þessarar, að meðtöldum þeim samræmisaðferðum sem mælt er fyrir um í II. kafla:
1. búnaður, verndarkerfi og tæki sem um getur í 2. mgr. 1. gr. sem EB-samræmisyfirlýsing skv. X. viðauka fylgir og CE-merking skv. 10. gr, hefur verið sett á;
2, íhlutir sem um getur í 2. mgr. 5. gr. sem samræmisvottorð skv. 3. mgr. 9. gr. fylgir.
Þegar samhæfða staðla skortir, má í samráði við Rafmagnseftirlit ríkisins fylgja þeim landsstöðlum og tækniforskriftum sem í gildi eru og teljast mikilvægar eða viðeigandi til að rétt sé staðið að framkvæmd grunnkrafnanna í II. viðauka um heilsuvernd og öryggi.
Þegar landsstaðall, sem birtur hefur verið í EES-deild Stjórnartíðinda ESB og er til framkvæmdar samhæfðum staðli, tekur til einnar eða fleiri of grunnkröfum um öryggi og heilsuvernd má ganga út frá því að búnaður, verndarkerfi og tæki skv. 2. mgr. 1. gr., eða íhlutirnir skv. 2. mgr. 5. gr., sem eru smíðuð í samræmi við þennan staðal, fullnægi viðeigandi grunnkröfum um öryggi og heilsuvernd.
7. gr.
Telji stjórnvöld að samhæfðu staðlarnir, sem um getur í 2. mgr. 6. gr. reglugerðar þessarar, fullnægi ekki að öllu leyti viðkomandi grunnkröfum um öryggi og heilsuvernd, sem um getur í 4. gr., getur reynst nauðsynlegt að gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að eiginleg framkvæmd reglugerðar þessarar verði einsleit á Evrópska efnahagssvæðinu. 8. gr.
Verði þess vart að búnaður, verndarkerfi og tæki skv. 2. mgr. 1. gr., sem eru með CEsamræmismerkingu og notuð eins og ætlast er til, geti stofnað öryggi einstaklinga, og eftir því sem við á, húsdýra eða eigna í hættu skal gera altar nauðsynlegar ráðstafanir til að innkalla slíkan búnað eða verndarkerfi. Jafnframt er bannað að setja þau á markað, taka í notkun eða dreifa þeim á einhvern hátt.
Ef búnaður eða verndarkerfi sem fullnægir ekki settum ákvæðum er með CE-samræmismerkingu skal þegar í stað hefja viðeigandi aðgerðir gegn þeim sem setti merkinguna á og tilkynna það eftirlitsstofnun EFTA.
II. KAFLI
Aðferðir við samræmismat.
9. gr.
Aðferðir við samræmismat búnaðar, að meðtöldum tækjum sem um getur í 2. mgr. 1. gr. ef með þarf, skulu vera sem hér segir:
1. Búnaðarflokkur l og Il, búnaðarundirflokkur M 1 og 1.
Framleiðandi eða viðurkenndur fulltrúi hans með staðfestu á Evrópska efnahagssvæðinu, sem notar CE-merkingu, ber að fylgja EB-gerðarprófunaraðferðinni, sem um getur í III. viðauka, í tengslum við:
a. aðferð til gæðatryggingar framleiðslu sem um getur í IV. viðauka; eða b. aðferð til að sannprófa vöru sem um getur í V. viðauka.
2. Búnaðarflokkur I og II, búnaðarundirflokkur M 2 og 2.
i) Með tilliti til brunahreyfla og rafbúnaðar úr þessum flokkum og undirflokkum skal framleiðandi eða viðurkenndur fulltrúi hans með staðfestu á Evrópska efnahagssvæðinu, sem notar CE-merkingu, fylgja EB-gerðarprófunaraðferðinni sem um getur í III. viðauka í tengslum við:
a. aðferð til gerðarsamræmis sem um getur í VI. viðauka; eða
b. aðferð til gæðatryggingar vöru sem um getur í VII. viðauka.
ii) Með tilliti til annars búnaðar í þessum flokkum og undirflokkum verður framleiðandi eða viðurkenndur fulltrúi bans með staðfestu á Evrópska efnahagssvæðinu, sem notar CE-merkingu, að fylgja aðferð til innra eftirlits með framleiðslu sem um getur í VIII. viðauka og senda tækniskjölin (skv. 3. tölulið, VIII. viðauka) áfram til tilkynnts aðila sem skal staðfesta móttöku þeirra eins fljótt og unnt er og hafa þau í vörslu sinni.
3. Búnaðarflokkur !1, búnaðarundirflokkur 3.
Framleiðandi eða viðurkenndur fulltrúi bans með staðfestu á Evrópska efnahagssvæðinu, sem notar CE-merkingu, verður að fylgja aðferð til innra eftirlits með framleiðslu (skv. VIII. viðauka).
4. Búnaðarflokkur I og II.
Til viðbótar við aðferðirnar sem um getur í 1., 2., og 3. tölulið getur framleiðandi eða viðurkenndur fulltrúi hans með staðfestu á Evrópska efnahagssvæðinu, sem notar CEmerkinguna, einnig fylgt aðferð til að sannprófa sýnishorn (skv. IX. viðauka).
Ákvæði 1. eða 4. töluliðar skulu gilda um samræmismat á sjálfstæðum verndarkerfum. Framangreindar aðferðir skulu gilda um íhluti skv. 2. mgr. 5. gr. nema hvað varðar
notkun CE-merkingar. Framleiðandi eða viðurkenndur fulltrúi bans með staðfestu á Evrópska efnahagssvæðinu skal gefa út vottorð með yfirlýsingu um að íhlutirnir séu í samræmi við þau ákvæði reglugerðar þessarar sem gilda um þá og tilgreina einkenni þeirra og hvernig eigi að fella þá inn í búnað eða verndarkerfi svo að unnt sé að fullnægja grunnkröfum sem gilda um fullbúinn búnað eða verndarkerfi.
Auk þess getur framleiðandi eða viðurkenndur fulltrúi hans með staðfestu á Evrópska efnahagssvæðinu, sem notar CE-merkingu, fylgt aðferð til innra eftirlits með framleiðslu (skv. VIII. viðauka) með hliðsjón of öryggisatriðum (skv. tölul. 1.2.7 í II. viðauka).
Ef búnaður, verndarkerfi og einstök tæki, sem um getur í 2. mgr. 1. gr., eru ætluð til notkunar í öryggisskyni, getur Rafmagnseftirlit ríkisins heimilað, að fenginni tilhlýðilega rökstuddri beiðni, að þau séu sett á markað hér á landi og tekin í notkun þrátt fyrir að framangreindum ákvæðum hafi ekki verið beitt.
Skjöl og bréfaviðskipti viðvíkjandi samræmismati skulu vera á íslensku eða á tungumáli sem Rafmagnseftirlitið samþykkir.
Ef búnaður og verndarkerfi falla samtímis undir önnur lög og reglugerðir, sem fjalla um aðra þætti og hafa einnig að geyma ákvæði um notkun CE-merkingarinnar sem um getur í 11. gr., skal í þeirri merkingu koma fram að gengið sé út frá því að búnaðurinn og verndarkerfin séu í samræmi við ákvæði viðkomandi laga og reglugerða.
Gefi hins vegar ein eða fleiri þessara laga eða reglugerða framleiðanda kost á að velja, á aðlögunartímabili, það fyrirkomulag sem harm óskar að bent verði táknar CE-merkið aðeins samræmi við ákvæði þeirra laga og reglugerða sem varan fullnægir. Þegar svo háttar til verður að veita upplýsingar um einstök atriði þessara laga og reglugerða eða tilskipana, eins og þær hafa birst í EES-deild Stjórnartíðinda ESB, í skjölum, auglýsingum eða leiðbeiningum sem krafist er í þessum lögum, reglugerðum eða tilskipunum og fylgja búnaði og verndarkerfum.
10. gr.
Rafmagnseftirlit ríkisins fer með mál varðandi reglugerð þessa. Fyrirmælum Rafmagnseftirlitsins getur hlutaðeigandi skotið til úrskurðar iðnaðarráðherra innan þriggja mánaða frá því að honum var kunnugt um fyrirmælin eða mátti vera um þau kunnugt. Skylt er þó að hlíta fyrirmælum Rafmagnseftirlitsins til bráðabirgða þar til úrskurður ráðherra liggur fyrir.
III. KAFLI
CE-samræmismerking.
11. gr.
CE-samræmismerkingin felur í sér bókstafina "CE". Fyrirmynd að merkinu sem á að nota er sýnd í X. viðauka. A eftir CE-merkingunni skal koma kenninúmer tilnefnda aðilans ef sá aðili tekur þátt í eftirliti á framleiðslustigi.
CE-merkingin skal sett þannig að hún sjáist greinilega, sé læsileg og óafmáanleg of búnaðinum og verndarkerfunum auk þess sem hún skal fullnægja ákvæðum tölul. 1.0.5 í II. viðauka.
Óheimilt er að setja merkingar á búnað og verndarkerfi sem geta lent þriðja aðila á
villigötur hvað varðar inntak og eðli CE-merkingarinnar. Setja má aðrar merkingar á búnaðinn og verndarkerfin, að því tilskildu að þær skyggi ekki á CE-merkinguna eða hún verði síður læsileg.
12. gr.
Hafi CE-merking verið ranglega sett á er framleiðanda eða viðurkenndum fulltrúa hans með staðfestu á Evrópska efnahagssvæðinu skylt að sjá til þess að varan fullnægi samræmiskröfum ákvæða varðandi CE-merkingu og að binda enda á brotið samkvæmt skilyrðum sem Rafmagnseftirlitið setur.
Haldi varan áfram að brjóta gegn samræmisákvæðunum verða gerðar allar viðeigandi ráðstafanir til að takmarka eða banna markaðssetningu umræddrar vöru eða séð til þess að hún verði tekin úr umferð í samræmi við málsmeðferðina í 8. gr.
IV KAFLI
Lokaákvæði.
13. gr.
Allar ákvarðanir sem eru teknar samkvæmt þessari reglugerð og takmarka eða banna markaðssetningu og/eða notkun eða fela í sér kröfu um að búnaður, verndarkerfi eða tæki sem um getur í 2. mgr. 1. gr. séu tekin úr umferð verða tilkynntar þeim aðila sem hlut á að máli og verða honum um leið kynnt þau lagaúrræði sem harm getur hagnýtt sér samkvæmt gildandi lögum og sá frestur sem harm hefur til þess.
14. gr.
Allir þeir sem hafa með framkvæmd þessarar reglugerðar að gera eru bundnir þagnarskyldu hvaða varðar upplýsingar sem þeim hlotnast við störf sín. Þetta hefur þó ekki áhrif á skyldur yfirvalda að veita gagnkvæmar upplýsingar og viðvaranir.
15. gr.
Reglugerð um rafföng til notkunar á sprengihættustöðum með eða án tiltekinnar varnartilhögunar nr. 144/1994, frá 28. febrúar 1994, svo og reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 144/1994 um rafföng til notkunar á sprengihættustöðum með eða án tiltekinnar varnartilhögunar nr. 270/1995, frá 24. apríl 1995 falla úr gildi frá og með 1. júlí 2003.
EB-vottorð um samræmi við samhæfða staðla sem eru gefnir út í samræmi við ákvæði reglugerðanna sem um getur í 1. mgr. skulu gilda áfram allt til 30. júní 2003 nema þau falli úr gildi fyrir þann dag. Gildissvið þeirra verður áfram takmarkað við samhæfðu staðlana sem eru tilgreindir í framangreindum reglugerðum.
16 . gr.
Ákvæði reglugerðar þessarar skulu öðlast fullt gildi frá og með 1. mars 1996. Þó skal heimilt að setja á markað búnað og verndarkerfi sem eru í samræmi við framangreindar gildandi reglugerðir, nr. 144/ 1994 og 270/ 1995, ef þau eru tekin í notkun fyrir 30. júní 2003.
17. gr.
Reglugerð þessi er sett skv. 13. gr. laga nr. 60/ 1979 um Rafmagnseftirlit ríkisins og með hliðsjón of X. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum hefur verið breytt með tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 94/9/EB, um samræmingu laga aðildarríkjanna varðandi búnað og verndarkerfi sem ætluð eru til notkunar á sprengihættusvæðum.
Iðnaðarráðuneytinu, 25. janúar 1996.
F h. r.
Þorkell Helgason.
Sveinn Þorgrímsson.
I. VIÐAUKI.
FORSENDUR FYRIR SKIPTINGU BÚNAÐARFLOKKA Í UNDIRFLOKKA.
1. BÚNAÐARFLOKKUR I
a) Undirflokkur M 1 tekur til búnaðar sem er hannaður og ef með þarf útbúinn með sérstakri viðbótarvernd þannig að harm virki í samræmi við þá breytilegu rekstrarþætti sem framleiðandi staðfestir og tryggi vernd á mjög háu stigi.
Búnaður í þessum undirflokki er til notkunar neðanjarðar í námum og í mannvirkjum náma sem eru ofanjarðar þar sem eldfimt gas og/eða eldfimt ryk getur myndast.
Þær kröfur eru gerðar til búnaðar í þessum undirflokki, að harm virki í sprengifimu lofti, jafnvel þegar sjaldgæfar truflanir verða í búnaðinum, auk þess sem harm skal útbúinn þannig vörnum, að:
- bregðist ein tegund öryggisverndar vein minnst ein önnur óháð sambærilega vernd; eða
- fullnægjandi vernd sé tryggð, verði tvenns konar bilanir sem eru óháðar hvor annarri.
Búnaður í þessum undirflokki verður að fullnægja viðbótarkröfum sem um getur í tölulið 2.0.1 í II. viðauka.
b) Undirflokkur M 2 tekur til búnaðar sem er hannaður þannig að harm virki í samræmi við þá breytilegu rekstrarþætti sem framleiðandi staðfestir og tryggi vernd á háu stigi.
Búnaður í þessum undirflokki er ætlaður til notkunar neðanjarðar í námum og í mannvirkjum náma sem eru ofanjarðar þar sem hætta er á að eldfimt gas og/eða eldfimt ryk geti myndast.
Við sprengihættu verður að vera unnt að rjúfa straum að þessum búnaði. Verndaraðferðir, sem varða búnað í þessum undirflokki skulu tryggja fullnægjandi vernd í venjulegum rekstri og einnig við meira krefjandi rekstrarskilyrði, einkum við grófa umgengni eða breytilegar umhverfisaðstæður.
Búnaður í þessum undirflokki verður að fullnægja viðbótarkröfum sem um getur í tölulið 2.0.2 í II. viðauka.
2. BÚNAÐARFLOKKUR II
a) Undirflokkur 1 tekur til búnaðar sem er hannaður þannig að harm virki í samræmi við þá breytilegu rekstrarþætti sem framleiðandi staðfestir og tryggi vernd á mjög háu stigi.
Búnaður í þessum undirflokki er til notkunar á svæðum þar sem iðulega, um langan tíma eða að jafnaði er sprengifimt loft, sem stafar of blöndun lofts og gastegunda, gufu eða mistri eða blöndun lofts og ryks.
Búnaður í þessum undirflokki verður að tryggja fullnægjandi vernd, jafnvel þegar sjaldgæfar truflanir verða í búnaðinum, og skal harm útbúinn þannig vernd, að:
- bregðist ein tegund öryggisverndar vein minnst ein önnur óháð sambærilega vernd; eða
- fullnægjandi vernd sé tryggð verði tvenns konar bilanir sem eru óháðar hvor annarri.
Búnaður í þessum undirflokki verður að fullnægja viðbótarkröfum sem um getur í tölulið 2.1 í II. viðauka.
b) Undirflokkur 2 tekur til búnaðar sem er hannaður þannig að harm virki í samræmi við þá breytilegu rekstrarþætti sem framleiðandi staðfestir og tryggi vernd á háu stigi.
Búnaður í þessum undirflokki er til notkunar á svæðum þar sem líklegt er að sprengifimt loft sem stafar of gastegundum, gufu eða mistri eða blöndun lofts og ryks geti myndast.
Verndaraðferðir, sem varða búnað í þessum undirflokki, skulu tryggja fullnægjandi vernd, jafnvel þó að oft komi til truflana eða bilana í tækjum, sem að jafnaði verður að gera ráð fyrir.
Búnaður í þessum undirflokki verður að fullnægja viðbótarkröfum sem um getur í tölulið 2.2 í II. viðauka.
c) Undirflokkur 3 tekur til búnaðar sem er hannaður þannig að harm virki í samræmi við þá breytilegu rekstrarþætti sem framleiðandi staðfestir og tryggi venjulega vernd.
Búnaður í þessum undirflokki er ætlaður til notkunar á svæðum þar sem ólíklegt er að geti myndast sprengifimt loft sem stafar of gastegundum, gufu eða mistri eða blöndun lofts og ryks, eða, ef svo ber undir, þá gerist það sjaldan og aðeins í stuttan tíma í senn.
Búnaður í þessum undirflokki verður að tryggja fullnægjandi vernd við venjuleg rekstrarskilyrði.
Búnaður í þessum undirflokki verður að fullnægja viðbótarkröfum sem um getur í tölulið 2.3 í II. viðauka.
II. VIÐAUKI.
GRUNNKRÖFUR UM ÖRYGGI OG HEILSUVERND Í TENGSLUM VIÐ
HÖNNUN OG SMÍÐI BÚNAÐAR OG VERNDARKERFA SEM ERU ÆTLUÐ TIL NOTKUNAR Á SPRENGIHÆTTUSTÖÐUM.
INNGANGUR
A. Að svo miklu leyti sem unnt er ber að taka tillit til tæknilegrar þekkingar, sem getur fleygt ört fram, og nýta hana þegar í stað.
B. Vegna sprengihættu skulu grunnkröfur til tækja, sem um getur í 2. mgr. 1. gr., því aðeins gilda að þær séu nauðsynlegar til að tækin geti virkað vel og örugglega.
1. SAMEIGINLEGAR KRÖFUR TIL BÚNAÐAR OG VERNDARKERFA
1.0. Almennar kröfur
1.0.1. Frumatriði er varða samþætt öryggi við sprengingu
Búnaður og verndarkerfi sem eru notuð á sprengihættustöðum verða að vera hönnuð með samþætt öryggi í huga ef sprenging verður. Með tilliti til þessa ber framleiðanda að gera eftirfarandi ráðstafanir:
- framar öllu, að koma í veg fyrir að búnaðurinn sjálfur eða verndarkerfin geti myndað eða gefið frá sér sprengifimt loft, ef nokkur kostur er;
- til þess að ekki kvikni í sprengifimu lofti, að teknu tilliti til eðlis allra íkveikjuvalda, hvort sem þeir eru rafmagnslegs eðlis eða ekki;
- til að sprenging, verði hún engu að síður, sem gæti beint eða óbeint stofnað fólki og, eftir atvikum, húsdýrum eða eignum í hættu, kafni þegar í stað og/eða takmarka útbreiðslu Toga eða þrýstings frá sprengingunni þannig að viðunandi öryggi sé tryggt.
1.0.2. Búnaður og verndarkerfi verða að vera hönnuð og smíðuð eftir tilhlýðilega greiningu á hugsanlegum rekstrartruflunum, með það í huga að útiloka hættuástand, að svo miklu leyti sem unnt er.
Taka ber tillit til misnotkunar sem ætla má að geti átt sér stað.
1.0.3. Sérstök eftirlits- og viðhaldsskilyrði
Búnaður og verndarkerfi, sem sérstök eftirlits- og viðhaldsskilyrði gilda um, skulu hönnuð og smíðuð með slík skilyrði í huga.
1.0.4. Umhverfisskilyrði Búnaður og verndarkerfi verða að vera hönnuð og smíðuð með tilliti til raunverulegra og fyrirsjáanlegra umhverfisaðstæðna.
1.0.5. Merkingar Eftirfarandi lágmarksupplýsingar skulu koma fram á öllum búnaði og verndarkerfum og verða þær að vera læsilegar og óafmáanlegar:
- nafn og heimilisfang framleiðanda; - CE-merking (sjá A-lið í X. viðauka); - auðkenni raðar eða gerðar;
- raðnúmer, ef það er fyrir hendi; - smíðaár;
- sérstök merking um sprengivörn (sjá merki) ásamt tákni fyrir búnaðarflokk og -undirflokk;
- fyrir búnaðarflokk II, stafurinn "G" (sem táknar sprengifimt loft er stafar of gastegundum, gufu eða mistri);
- og/eða stafurinn "D" (sem táknar sprengifimt loft er stafar of ryki).
Ef með þarf verður búnaður og verndarkerfi einnig að vera merkt með öllum upplýsingum sem nauðsynlegar eru til að tryggja örugga notkun þeirra.
1.0.6. Notkunarleiðbeiningar
a) Öllum búnaði og verndarkerfum verða að fylgja notkunarleiðbeiningar, sem í eru eftirfarandi lágmarksupplýsingar:
- sömu upplýsingar og fram koma á búnaðinum eða verndarkerfinu, að raðnúmerinu undanskildu (sjá 1ið 1.0.5), ásamt viðeigandi viðbótarupplýsingum er koma að gagni vegna viðhalds (t.d. heimilisfang innflytjanda, viðgerðarþjónusta o.s.frv.);
- leiðbeiningar um örugga:
- aðferð við að taka í notkun; - notkun;
- samsetningu og hvernig búnaðurinn er tekinn sundur; - viðhald (viðgerðir og neyðarþjónusta);
- uppsetningu; - stillingar;
- ef með þarf, vísbending um hættusvæði fyrir framan þrýstingslosunarbúnað;
- ef með þarf, kennsluleiðbeiningar;
- nauðsynlegar leiðbeiningar til að taka megi óyggjandi ákvörðun um hvort unnt sé að nota búnað í tilteknum undirflokki eða verndarkerfi án áhættu á þeim stað og við þau rekstrarskilyrði sem vænta má;
- kennistærðir rafmagns og þrýstings, hámarksyfirborðshiti og önnur markgildi;
-- ef með þarf, sérstök notkunarskilyrði, að meðtöldum upplýsingum um hugsanlega misnotkun sem reynslan hefur sýnt að geti átt sér stað;
- ef með þarf, einkenni verkfæra eða áhalda sem hæfa búnaðinum eða verndarkerfinu.
b) Leiðbeiningarnar skulu samdar á tungumáli þjóðar á Evrópska efnahagssvæðinu of framleiðanda eða viðurkenndum fulltrúa hans með staðfestu á svæðinu. Ollum búnaði og verndarkerfum sem tekin eru í notkun hér á landi skal
fylgja þýðing á leiðbeiningunum á íslensku auk leiðbeininganna á frummálinu. Þýðinguna skal annaðhvort framleiðandi eða viðurkenndur fulltrúi bans með staðfestu á Evrópska efnahagssvæðinu annast eða sá sem setur búnaðinn eða verndarkerfið á markað hér á landi.
Þrátt fyrir þessa kröfu, er heimilt að viðhaldsleiðbeiningar sem eru ætlaðar sérfræðingum sem starfa á vegum framleiðanda eða viðurkennds fulltrúa bans með staðfestu á Evrópska efnahagssvæðinu séu á einu tungumáli svæðisins sem viðkomandi starfsmenn skilja.
c) Leiðbeiningunum skulu fylgja teikningar og skýringarmyndir sem hafa skal til hliðsjónar þegar búnaðurinn eða verndarkerfið er tekið í notkun, haldið við, skoðað, fylgst er með því að það starfi rétt og, eftir því sem við á, fram fara viðgerðir á búnaðinum eða verndarkerfinu, ásamt öllum gagnlegum upplýsingum, einkum er varða öryggi.
d) Í bæklingum sem lýsa búnaði eða verndarkerfum mega ekki vera upplýsingar er stangast á við leiðbeiningarnar, hvað öryggissjónarmið varðar.
1.1. Val á efni
1.1.1. Efni sem eru notuð við smíði búnaðar og verndarkerfa mega ekki geta valdið sprengingu, auk þess sem tekið skal tillit til fyrirsjáanlegs notkunarálags.
1.1.2. Innan marka þeirra notkunarskilyrða er framleiðandi setur má ekki koma fram gagnverkun milli efniviðar sem notaður er og þeirra efnisþátta á sprengihættustöðum sem gætu dregið úr vernd gegn sprengingum.
1.1.3. Efni skal velja þannig að fyrirsjáanlegar breytingar á eiginleikum þeirra og hvernig þau samhæfast öðrum efnum dragi ekki úr þeirri vernd sem er vent. Einkum skal tekið tilhlýðilegt tillit til tæringar og slitþols efnisins, rafmagnsleiðni, höggþols, endingar og afleiðinga breytilegs hitastigs.
1.2. Hönnun og smíði
1.2.1. Búnaður og verndarkerfi verða að vera hönnuð og smíðuð með tilhlýðilegu tilliti til tæknilegrar þekkingar á sprengivörnum svo að unnt sé að nota þau of öryggi allan áætlaðan endingartíma þeirra.
1.2.2. Íhlutir sem settir verða í eða notaðir sem varahlutir í búnað og verndarkerfi verða að vera þannig hannaðir og smíðaðir að unnt sé að nota þá of öryggi í samræmi við fyrirhuguð not þeirra sem sprengivörn, þegar gengið er frá þeim samkvæmt fyrirmælum framleiðanda.
1.2.3. Umluktar samsettar einingar og lekavarnir
Í búnaði sem getur losað eldfimar gastegundir eða ryk verður undir öllum kringumstæðum að nota umluktar samsettar einingar.
Ef op eða óþétt samskeyti eru á búnaði verður að vera þannig gengið frá þeim að gastegundir eða ryk sem myndast leiði ekki til þess að sprengifimt loft myndist utan við búnaðinn.
Að svo miklu leyti sem unnt er verða staðir sem eru notaðar til áfyllingar eða tæmingar að vera hannaðir og útbúnir þannig að leki eldfimra efna við áfyllingu og tæmingu sé takmarkaður.
1.2.4. Ryksöfnun
Búnað og verndarkerfi sem á að nota á svæðum þar sem ryksöfnun er, verður að hanna þannig að ekki kvikni í ryki sem sest á yfirborð þeirra.
Almennt ber að draga úr rykmyndun eins og kostur er. Auðvelt þarf að vera að hreinsa búnað og verndarkerfi.
Yfirborðshiti hinna ýmsu hluta búnaðarins á að vera vel undir glóhitamörkum ryklagsins.
Taka ber tillit til þykktar ryklagsins og, ef með þarf, gera ráðstafanir til að takmarka hitann til að koma í veg fyrir aukna hitamyndun.
1.2.5. Viðbótarverndarbúnaður
Búnaður og verndarkerfi sem geta orðið fyrir ákveðnum tegundum of utanaðkomandi álagi skulu útbúin með viðbótarverndarbúnaði ef með þarf. Búnaðurinn verður að standast það álag sem harm verður fyrir án þess að sprengivörnin minnki.
1.2.6. Áhættulaus opnun
Ef búnaður og verndarkerfi eru í lokuðu rými eða hylki sem er hluti of sprengivörninni sjálfri má einungis vera unnt að opna slíkt rými eða hylki með sérstöku verkfæri eða með viðeigandi varnarráðstöfun.
1.2.7. Vernd gegn annars konar áhættu
Búnaður og verndarkerfi verða að vera hönnuð og framleidd þannig að:
a) ekki sé hætta á líkamsmeiðingum eða öðrum skaða er getur hlotist of beinni eða óbeinni snertingu;
b) aðgengilegir hlutar hvorki hitni á yfirborðinu né áhættusöm geislun myndist;
c) komist sé hjá annarri hættu en of völdum rafmagns sem reynslan hefur sýnt að geti orðið;
d) fyrirsjáanlegar aðstæður þar sem álag verður of mikið leiði ekki til hættuástands.
Þegar fjallað er í öðrum reglugerðum um áhættu í tengslum við búnað og verndarkerfi sem um getur hér á undan skal ekki beita reglugerð þessari á slíkan búnað og verndarkerfi og slíka áhættu frá þeim tíma er fyrrnefndar sérreglugerðir koma til framkvæmda.
1.2.8. Yfirálag á búnað
Þegar á hönnunarstigi skal koma í veg fyrir að búnaðurinn verði fyrir of miklu álagi með innbyggðum mæli-, stilli- og stýritækjum, eins og yfirstraumsrofum, yfirhitatakmörkunum, mismunaþrýstingsrofum, streymismælum, tímaliðum, yfirhraðaskynjurum og/eða svipuðum gæslubúnaði.
1.2.9. Eldvarin hylki
Ef hlutum sem geta kveikt í sprengifimu lofti er komið fyrir í hylki skal gera ráðstafanir til að tryggja að hylkið standist þrýsting sem myndast í sprengingu sprengifimrar blöndu hið innra í hylkinu og hindra að sprengingin berist í sprengifima loftið umhverfis hylkið.
1.3. Hugsanlegir íkveikjuvaldar
1.3.1. Áhætta vegna ólíkra íkveikjuvalda
Hugsanlegir íkveikjuvaldar eins og neistar, logar, rafmagnsljósbogar, hár yfirborðshiti, hljóðorka, sjónræn geislun, rafsegulbylgjur og aðrir íkveikjuvaldar mega ekki vera fyrir hendi.
1.3.2. Áhætta vegna stöðurafmagns
Komið skal í veg fyrir stöðurafmagn sem getur leitt til hættulegrar úrhleðslu með viðeigandi ráðstöfunum.
1.3.3. Áhætta of völdum flökku- og lekastrauma
Komið skal í veg fyrir flökku- og lekastrauma í rafleiðandi hlutum búnaðar sem gætu til dæmis leitt til hættulegrar tæringar, að yfirborð ofhitnaði eða myndunar neista sem gætu valdið íkveikju.
1.3.4. Áhætta of völdum ofhitnunar
Að svo miklu leyti sem unnt er skal á hönnunarstigi komið í veg fyrir ofhitnun sem stafar til dæmis of núningi eða höggi á milli efna og hluta sem komast í snertingu hver við annan við snúning eða vegna aðskotahluta.
1.3.5. Áhætta of völdum þrýstingsjöfnunar
Búnaður og verndarkerfi skulu hönnuð þannig eða vera útbúin innbyggðum mæli-, stýri- og stillibúnaði sem sjá til þess að þrýstingsjöfnun fari þannig fram að ekki myndist höggbylgjur eða samþjöppun sem getur valdið íkveikju.
1.4. Áhætta vegna ytri áhrifa
1.4.1. Búnaður og verndarkerfi skulu hönnuð og smíðuð þannig að þau gegni fyrirhuguðu hlutverki sínu of fyllsta öryggi, með hliðsjón of þeim notkunarskilyrðum sem framleiðandi setur, jafnvel við breytilegar umhverfisaðstæður sem Beta stafað of utanaðkomandi rafspennu, raka, hristingi, mengun og öðrum ytri þáttum.
1.4.2. Hlutar búnaðar skulu hæfa fyrirhugaðri kraftrænni spennu og hitaspennu og geta staðist ágang niðurrifsefna sem eru fyrir hendi eða fyrirsjáanleg.
1.5. Kröfur til búnaðar sem stuðlar að öryggi
1.5.1. Verndarbúnaður verður að starfa óháður öllum mæli- eða stýribúnaði sem er nauðsynlegur til reksturs.
Að svo miklu leyti sem kostur er skal vera unnt að greina bilun í öryggisbúnaði nógu fljótt með viðeigandi tæknibúnaði, til að tryggt sé að einungis mjög litlar líkur séu á að hættuástand geti skapast.
Að jafnaði skal meginregla um rafrásir vera sú, að þær búi yfir varaöryggi. Ef rjúfa þarf of öryggisástæðum, skal það almennt Bert beint með viðkomandi stýribúnaði en ekki með hugbúnaðarskipun.
1.5.2. Komi fram bilun í öryggistæki skal þess gætt að búnaði og verndarkerfi sé haldið starfandi, sé þess nokkur kostur.
1.5.3. Neyðarstöðvunarrofar öryggistækja verða, eftir því sem unnt er, að vera með loka sem kemur í veg fyrir endurræsingu. Ný ræsiskipun má einungis verða til þess að tækið fari í gang eftir að endurræsingarlokar hafa verið endurstilltir með meðvituðum hætti.
1.5.4. Stýri- og skjábúnaður
Ef stýri- og skjábúnaður er notaður skal harm hannaður í samræmi við vinnuvistfræðilegar meginreglur til að unnt sé að tryggja öryggi á hæsta stigi með tilliti til sprengihættu.
1.5.5. Kröfur til tækja sem eru notuð við mælingar í tengslum við sprengivarnir
Að svo miklu leyti sem þau varða búnað sem er notaður í sprengifimu lofti skulu tæki notuð til mælinga hönnuð og smíðuð þannig að þau geti fullnægt fyrirsjáanlegum notkunarkröfum og sérstökum notkunarskilyrðum.
1.5.6. Ef með þarf verður að vera unnt að hafa eftirlit með álestrarnákvæmni og virkni tækja sem eru notuð til mælinga.
1.5.7. Við hönnun tækja sem eru notuð til mælinga verður að gera ráð fyrir öryggisþætti sem tryggir að viðvörunarmörk séu nógu langt undir sprengi- og/eða kveikimörkum loftsins sem á að skrá, einkum að teknu tilliti til notkunarskilyrða búnaðarins og hugsanlegra frávika í mælikerfinu.
1.5.8. Áhætta vegna galla í hugbúnaði
Við hönnun forritaðs búnaðar, verndarkerfa og öryggistækja skal sérstaklega gefa gaum að áhættu sem getur stafað of galla í hugbúnaði.
1.6. Öryggiskröfur sem eru gerðar til kerfisins
1.6.1. Það verður að vera unnt að stöðva handvirkt búnað og verndarkerfi, ef þau eru ferli inn í sjálfvirk ferli sem víkja frá ráðgerðu rekstrarástandi, að því tilskildu að það stofni ekki öryggi í hættu.
1.6.2. Þegar neyðarstöðvunarbúnaður er settur í gang skal leiða uppsafnaða orku í burt eins fljótt og örugglega og unnt er eða einangra hana svo að hún valdi ekki hættu.
Þetta gildir ekki um orku sem er geymd í rafefnalegu formi. 1.6.3. Hætta vegna straumrofs
Þegar búnaður og verndarkerfi geta valdið því að ný hætta skapist við straumrof, skal vera unnt að halda þeim gangandi svo að öruggt sé, óháð öðrum hlutum búnaðarins.
1.6.4. Hætta vegna tenginga
Búnaður og verndarkerfi verða að vera búin viðeigandi strengja- og leiðsluinntökum.
Þegar nota á búnað og verndarkerfi í tengslum við annan búnað og verndarkerfi verða skilin að vera örugg.
1.6.5. Notkun viðvörunarbúnaðar sem hluta annars búnaðar
Þegar búnaður og verndarkerfi eru útbúin með greiningar- eða viðvörunarbúnaði, sem á að skynja myndun sprengifims andrúmslofts, skulu nauðsynlegar leiðbeiningar fylgja með svo að harm verði settur á rétta staði.
2. VIÐBÓTARKRÖFUR TIL BÚNAÐAR
2.0. Kröfur til búnaðar í undirflokki M í búnaðarflokki I
2.0.1. Kröfur til búnaðar í undirflokki M I í búnaðarflokki I
2.0.1.1. Þessi búnaður verður að vera þannig hannaður og smíðaður að íkveikjuvaldar hans verði ekki virkir. Þetta á einnig við um röskun sem getur orðið á búnaðinum í undantekningartilvikum.
Búnaðurinn skal búinn vernd á þann hátt að:
- bregðist ein tegund verndar veiti minnst ein önnur óháð sambærilega vernd; eða
- fullnægjandi vernd sé tryggð verði vart tvenns konar bilana sem eru óháðar hvor annarri.
Ef með þarf verður þessi búnaður að vera búinn sérstakri viðbótarvernd. Hún verður að geta gegnt hlutverki sínu í sprengifimu lofti.
2.0.1.2. Ef með þarf verður þessi búnaður að vera þannig smíðaður að ryk geti ekki komist inn í harm.
2.0.1.3. Yfirborðshiti hinna ýmsu hluta búnaðarins skal, til að ekki sé hætta á að kvikni í ryki sem þyrlast upp, vera vel undir kveikimörkum ryk/loftblandna sem líklegt er að myndist.
2.0.1.4. Búnaðurinn skal þannig hannaður að einungis sé unnt að opna þá hluta hans sem geta verið íkveikjuvaldar þegar harm er ekki í gangi eða búnaðurinn sem slíkur getur ekki skapað hættu (sjálftryggur). Þegar ekki er unnt að stöðva búnaðinn verður framleiðandi að festa viðvörunarmerki á þá hluta búnaðarins sem eru opnanlegir.
Ef með þarf skulu fylgja búnaðinum viðeigandi viðbótarmillilæsingar.
2.0.2. Kröfur til búnaðar í undirflokki M 2 í búnaðarflokki I
2.0.2.1. Þessi búnaður skal vera búinn vernd sem tryggir að íkveikjuvaldar hans verði ekki virkir í venjulegum rekstri og heldur ekki við erfið notkunarskilyrði, svo sem þegar áraun á búnaðinn er mikil og umhverfisaðstæður breytilegar.
Unnt verður að vera að rjúfa afl til þessa búnaðar ef sprengihætta er á ferðum.
2.0.2.2. Búnaðurinn skal þannig hannaður að einungis sé unnt að opna hluta hans sem geta verið íkveikjuvaldar þegar harm er ekki í gangi eða með viðeigandi millilæsingarkerfi. Þegar ekki er unnt að stöðva búnaðinn verður framleiðandi að setja viðvörunarmerki á þá hluta búnaðarins sem eru opnanlegir.
2.0.2.3. Fullnægja verður sömu kröfum og gilda um undirflokk M 1 varðandi sprengihættu, sem stafar of ryki.
2.1. Kröfur til búnaðar í undirflokki 1 í búnaðarflokki II
2.1.1. Sprengihætta sem stafar of gastegundum, gufu eða þoku
2.1.1.1. Búnað á að hanna og smíða þannig að íkveikjuvaldar hans verði ekki virkir. Þetta á einnig við um röskun sem getur orðið á búnaðinum í undantekningartilvikum. Búnaðurinn á að vera verndaður á þann hátt að:
- bregðist ein tegund verndar veiti minnst ein önnur óháð sambærilega vernd; eða
- fullnægjandi vernd sé tryggð verði vart tvenns konar bilana sem eru óháðar hvor annarri.
2.1.1.2. Gera þarf ráðstafanir vegna búnaðar með yfirborði sem getur hitnað þannig að tryggt sé að ekki sé farið yfir tilgreindan hámarkshita, jafnvel við óhagstæðustu skilyrði.
Einnig skal tekið tillit til hitaaukningar sem stafar of hitauppsöfnun og efnahvarfa.
2.1.1.3. Búnaðurinn skal þannig hannaður að einungis sé unnt að opna þá hluta hans sem geta verið íkveikjuvaldar þegar harm er ekki í gangi eða búnaðurinn sem slíkur getur ekki skapað hættu (sjálftryggur). Þegar ekki er unnt að stöðva búnaðinn verður framleiðandi að setja viðvörunarmerki á þá hluta búnaðarins sem eru opnanlegir.
Ef með þarf skulu viðeigandi viðbótarmillilæsingar fylgja búnaðinum.
2.1.2. Sprengihætta sem stafar of loftrykblöndun
2.1.2.1. Búnaðurinn skal vera þannig hannaður og smíðaður að ekki geti kviknað í ryk/loftblöndum. Þetta á einnig við um röskun sem getur orðið á búnaðinum í undantekningartilvikum. Búnaðurinn skal útbúinn öryggisvörnum þannig að:
- bregðist ein tegund verndar veiti minnst ein önnur óháð sambærilega vernd; eða
- fullnægjandi vernd sé tryggð verði vart tvenns konar bilana sem eru óháðar hvor annarri.
2.1.2.2. Ef með þarf verður þessi búnaður að vera þannig smíðaður að ryk geti aðeins komist inn í harm og út úr honum á sérstaklega merktum stöðum. Þessi krafa á einnig við um strengjainntök og tengihluta.
2.1.2.3. Yfirborðshiti hinna ýmsu hluta búnaðarins skal, til að ekki sé hætta á að kvikni í ryki sem þyrlast upp, vera vel undir kveikimörkum ryk/loftblandna sem líklegt er að myndist.
2.1.2.4. Krafan í tölulið 2.1.1.3 gildir á sama hátt þegar hlutar búnaðarins eru opnaðir.
2.2. Kröfur til búnaðar í undirflokki 2 í búnaðarflokki II
2.2.1. Sprengihætta sem stafar of gastegundum, gufu eða þoku
2.2.1.1. Búnaðurinn skal vera þannig hannaður og smíðaður að ekki sé hætta á að íkveikjuvaldar myndist, jafnvel við síendurtekna röskun í rekstri eða gangtruflanir í búnaðinum sem að jafnaði verður að gera ráð fyrir.
2.2.1.2. Hlutar búnaðarins skulu vera þannig hannaðir og smíðaðir að ekki sé farið yfir tilgreindan yfirborðshita, jafnvel þegar um undantekningartilvik er að ræða sem framleiðandi hefur séð fyrir.
2.2.1.3. Búnaðurinn skal þannig hannaður að einungis sé unnt að opna þá hluta hans sem geta verið íkveikjuvaldar þegar harm er ekki í gangi eða með viðeigandi millilæsingarkerfi. Þegar ekki er unnt að stöðva búnaðinn verður framleiðandi að setja viðvörunarmerki á þá hluta búnaðarins sem eru opnanlegir.
2.2.2. Sprengihætta sem stafar of loftrykblöndum
2.2.2.1. Búnaðurinn skal vera þannig hannaður og smíðaður að komið sé í veg fyrir að geti kviknað í loft/rykblöndu, jafnvel við síendurtekna röskun í rekstri eða gangtruflanir í búnaðinum sem að jafnaði má gera ráð fyrir.
2.2.2.2. Krafan í tölulið 2.1.2.3 gildir á sama hátt um yfirborðshita.
2.2.2.3. Krafan í tölulið 2.1.2.2 gildir á sama hátt um rykvarnir.
2.2.2.4. Krafan í tölulið 2.2.1.3 gildir á sama hátt um áhættulausa opnun á hlutum búnaðar.
2.3. Kröfur sem gilds um búnað í undirflokki 3 í búnaðarflokki II
2.3.1. Sprengihætta sem stafar of gastegundum, gufu eða þoku
2.3.1.1. Búnaðurinn skal vera þannig hannaður og smíðaður að ekki sé hætta á að íkveikjuvaldar myndist við venjuleg notkunarskilyrði.
2.3.1.2. Yfirborðshiti má ekki fara yfir tilgreindan hámarksyfirborðshita við fyrirhugaðar notkunaraðstæður. Einungis er leyfilegt að hitinn verði hærri í undantekningartilvikum ef framleiðandi gerir sérstakar viðbótarverndarráðstafanir.
2.3.2. Sprengihætta sem stafar of loftrykblöndum
2.3.2.1. Búnaðurinn skal vera þannig hannaður og smíðaður að íkveikjuvaldar, sem ætla má að séu til staðar í venjulegum rekstri, geti ekki kveikt í loft/rykblöndum.
2.3.2.2. Krafan í tölulið 2.1.2.3 gildir á sama hátt um yfirborðshita.
2.3.2.3. Við smíði búnaðar, að meðtöldum strengjainntökum og tengihlutum, verður að taka tilliti til stærðar rykagna þannig að ekki myndist sprengifimar ryk/loftblöndur og ekki verði hættuleg ryksöfnun í búnaðinum.
3. VIÐBÓTARKRÖFUR TIL VERNDARKERFA
3.0. Almennar kröfur
3.0.1. Umfang verndarkerfa skal ákvarða þannig að dregið sé svo úr áhrifum sprengingar að viðunandi sé frá öryggissjónarmiði.
3.0.2. Verndarkerfi skulu hönnuð þannig og þeim verður að vera unnt að koma fyrir á þann hátt að ekki sé hætta á að sprenging breiðist út með hættulegri keðjuverkun eða yfirslætti og að byrjunarsprenging verði ekki að stórsprengingu.
3.0.3. Við straumrof verða verndarkerfi að geta haldið hæfni sinni svo lengi að ekki skapist hættuástand.
3.0.4. Verndarkerfi mega ekki bregðast vegna utanaðkomandi truflana.
3.1. Skipulagning og hönnun
3.1.1. Efniseiginleikar
Hámarksþrýstingur og -hitastig sem miða skal við á hönnunarstigi, með tilliti til efniseiginleika, eru áætlaður þrýstingur sem myndast við sprengingu við afbrigðileg rekstrarskilyrði og áætluð hitaáhrif logans.
3.1.2. Verndarkerfi sem eru hönnuð til að standast eða taka við ("gleypa") sprengingu verða að geta staðist.höggbylgjuna sem myndast við sprenginguna án þess að starfshæfni þess skerðist.
3.1.3. Aukabúnaður verndarkerfa verður að geta staðist áætlaðan hámarkssprengiþrýsting án þess að starfshæfni hans skerðist.
3.1.4. Við hönnun og skipulagningu verndarkerfa skal tekið tillit til hugsanlegrar svörunar við þrýstingi í jaðartækjum og viðtengdum röralögnum.
3.1.5. Þrýstingslosunarbúnaður
Ef líkur eru á að álag á verndarkerfi verði meira en styrkleiki þeirra þolir skal við hönnun gera ráð fyrir viðeigandi þrýstingslosunarbúnaði sem stofnar ekki fólki í námunda við kerfið í hættu.
3.1.6. Kerfi til að draga úr sprengimætti
Kerfi til að draga úr sprengimætti verða að vera þannig skipulögð og hönnuð að þau bregðist við eins fljótt og nokkur kostur er eftir að sprenging hefur hafist og dragi úr henni eins og best verður á kosið með tilhlýðilegu tilliti til hámarksþrýstingsaukningar og hámarkssprengiþrýstings.
3.1.7. Sprengiaftengingarkerfi
Aftengingarkerfi sem er ætlað með viðeigandi tækjum að aftengja vissan búnað eins snöggt og unnt er, fari sprenging of stað, verða að vera hönnuð og smíðuð þannig að kveiking geti ekki breiðst út innan þeirra og að þau standist þá kraftáraun sem þau geta orðið fyrir í rekstri.
3.1.8. Verndarkerfi verða að vera þannig úr garði gerð að þau falli inn í rás sem gefur viðvörun á viðeigandi stigi svo að vinnsluferlar stöðvist, ef með þarf, og þeir hlutar búnaðarins, sem ekki starfa lengur örugglega, aftengist.
III. VIÐAUKI.
AÐFERÐAREININGIN EB-GERÐARPRÓFUN.
1. Í þessari einingu samræmismatsins er lýst þeim hluta aðferðarinnar þar sem tilnefndur aðili gengur úr skugga um og vottar að ákveðið eintak sé dæmigert fyrir viðkomandi vöru og fullnægi viðeigandi ákvæðum reglugerðar þessarar.
2. Framleiðandi eða viðurkenndur fulltrúi hans með staðfestu á Evrópska efnahagssvæðinu skal leggja inn umsókn um EB-gerðarprófun hjá tilnefndum aðila að vali framleiðandans. I umsókninni skal eftirfarandi koma fram:
- nafn og heimilisfang framleiðandans og einnig nafn og heimilisfang viðurkennds fulltrúa hans, ef harm leggur inn umsóknina;
- skrifleg yfirlýsing um að sama umsókn hafi ekki verið lögð inn hjá öðrum tilnefndum aðila;
- tækniskjöl eins og lýst er í 3. tölulið.
Umsækjandinn skal hafa tiltækt sýnishorn fyrir tilnefnda aðilann sem er dæmigert fyrir viðkomandi vöru, hér eftir nefnt "gerð". Tilnefndi aðilinn getur farið fram á að fá fleiri sýnishorn sé þess þörf til að gera fyrirhugaðar prófanir.
3. Tækniskjölin skulu gera kleift að meta samræmi vöru við kröfur reglugerðarinnar. Þau skulu, að svo miklu leyti sem þörf er á fyrir slíkt mat, lýsa hönnun, framleiðslu og notkun vörunnar þar sem fram koma:
- almenn gerðarlýsing vörunnar;
- lýsing á hönnun og framleiðsluteikningar og skýringarmyndir of íhlutum, samsettum einingum, rásum o.fl.;
- lýsingar og útskýringar sem nauðsynlegar eru til að skilja umræddar teikningar og skýringarmyndir og rekstrarleiðbeiningar með vörunni;
- skrár yfir staðla sem um getur í 5. gr. og bent er að fullu eða að hluta, og lýsingar á þeim lausnum sem hafa verið valdar með það í huga að fullnægja grunnkröfum reglugerðarinnar þar sem stöðlunum sem um getur í S. gr. hefur ekki verið beitt;
- niðurstöður hönnunarútreikninga og athugana sem gerðar hafa verið o.s.frv.; - prófunarskýrslur.
4. Tilnefndi aðilinn skal:
- rannsaka tækniskjölin, sannprófa að gerðin hafi verið framleidd í samræmi við þau og staðfesta hvaða hlutar hafa verið hannaðir samkvæmt viðeigandi ákvæðum staðlanna sem um getur í 5. gr., svo og hvaða íhlutir hafa verið hannaðir án þess að beita viðeigandi ákvæðum þessara staðla;
- gera eða láta gera viðeigandi athuganir og nauðsynlegar prófanir til að karma hvort þær lausnir, sem framleiðandinn hefur valið, fullnægja grunnkröfum reglugerðarinnar þegar stöðlunum sem um getur í 5. gr. hefur ekki verið bent;
- gera eða láta gera viðeigandi athuganir og nauðsynlegar prófanir til að karma hvort viðeigandi stöðlum hefur í raun verið bent þegar framleiðandinn hefur kosið að beita þeim;
- semja við umsækjandann um það hvar athuganir og nauðsynlegar prófanir skuli fara fram.
5. Fullnægi gerðin viðkomandi ákvæðum þessarar reglugerðar skal tilnefndi aðilinn gefa út vottorð um EB-gerðarprófun til handa umsækjandanum. Í vottorðinu skal vera nafn og heimilisfang framleiðandans, niðurstöður athugunarinnar og nauðsynlegar upplýsingar til að bera kennsl á þá gerð sem hlotið hefur samþykki.
Skrá yfir þau tækniskjöl sem við eiga skal vera viðauki við vottorðið og afrit geymt hjá tilnefnda aðilanum.
Ef framleiðanda eða viðurkenndum fulltrúa hans með staðfestu á Evrópska efnahagssvæðinu er synjað um gerðarvottorð skal tilnefndi aðilinn gera ítarlega grein fyrir ástæðum synjunarinnar.
Fyrirmælum Rafmagnseftirlits ríkisins getur hlutaðeigandi skotið til úrskurðar iðnaðarráðherra innan þriggja mánaða frá því að aðila var kunnugt um fyrirmælin eða mátti vera um þau kunnugt. Aðila er þó skylt að hlíta fyrirmælum Rafmagnseftirlitsins til bráðabirgða þar til úrskurður ráðherra liggur fyrir.
6. Umsækjandinn skal upplýsa tilnefnda aðilann, sem geymir tækniskjölin er varða EB-gerðarprófunavottorðið, um allar breytingar á hinum samþykkta búnaði eða verndarkerfi sem þarfnast viðbótarsamþykkis þar sem slíkar breytingar geta haft áhrif á samræmi við grunnkröfur eða skilyrði um notkun viðkomandi vöru. Þetta aukasamþykki er veitt sem viðbót við upphaflega EB-gerðarprófunarvottorðið.
7. Sérhver tilnefndur aðili skal senda öðrum tilnefndum aðilum viðeigandi upplýsingar um EB-gerðarprófunarvottorð, sem gefin hafa verið út eða afturkölluð, og viðbætur við þau.
8. Aðrir tilnefndir aðilar geta fengið afrit of EB-gerðarprófunarvottorðum og/eða viðbótum við þau. Viðaukarnir við vottorðin skulu vera tiltækir öðrum tilnefndum aðilum.
9. Framleiðandinn eða viðurkenndur fulltrúi hans með staðfestu á Evrópska efnahagssvæðinu skal, auk tækniskjala, geyma afrit of EB-gerðarprófunarvottorðum og viðbótum við þau í minnst tíu ár eftir að viðkomandi búnaður eða verndarkerfi voru síðast framleidd.
Hafi hvorki framleiðandinn né viðurkenndur fulltrúi hans staðfestu á Evrópska efnahagssvæðinu hvílir sú skylda á þeim aðila, sem setur vöruna á markað á Evrópska efnahagssvæðinu, að hafa tækniskjöl tiltæk.
IV VIÐAUKI.
AÐFERÐAREININGIN GÆÐATRYGGING FRAMLEIÐSLU.
1. Í þessari einingu er því lýst hvernig framleiðandi, sem rækir þær skyldur sem er lýst í 2. tölulið, ábyrgist og lýsir yfir að viðkomandi vara sé í samræmi við þá gerð hennar sem er lýst í EB-gerðarprófunarvottorðinu og fullnægi þeim kröfum reglugerðar þessarar sem um hana gilda. Framleiðandinn, eða viðurkenndur fulltrúi bans með staðfestu á Evrópska efnahagssvæðinu, skal setja CE-merkið á sérhvern hluta búnaðarins og gefa skriflega samræmisyfirlýsingu. CE-merkinu skal fylgja kenninúmer tilnefnda aðilans sem ber ábyrgð á ESB-eftirlitinu sem lýst er í 4. tölulið hér á eftir.
2. Framleiðandanum ber að nota samþykkt gæðakerfi fyrir framleiðslu, lokaeftirlit og prófun eins og lýst er í 3. tölulið og vera háður eftirliti eins og lýst er í 4. tölulið.
3. Gæðakerfi
3.1. Framleiðandanum ber að leggja inn umsókn um mat á gæðakerfi sínu vegna viðkomandi búnaðar hjá tilnefndum aðila að eigin vali. Í umsókninni skulu vera: - allar upplýsingar sem máli skipta um fyrirhugaðan vöruflokk;
- gögn um gæðakerfið;
- tækniskjöl um hina samþykktu gerð og afrit of EB-gerðarprófunarvottorðinu. 3.2. Gæðakerfið á að tryggja að búnaðurinn sé í samræmi við þá gerð sem er lýst í EB-gerðarprófunarvottorðinu og viðeigandi kröfur þessarar reglugerðar.
Alla þá þætti, kröfur og ákvæði sem framleiðandinn hefur tekið tillit til skal skjalfesta á kerfisbundinn og skipulegan hátt sem skriflegar reglur, aðferðir og leiðbeiningar. Þessi gögn um gæðakerfið eiga að tryggja að gæðaáætlanir,
-skipulag, -handbækur og -skrár séu alltaf túlkaðar á sama hátt. Í gögnunum skal einkum vera fullnægjandi lýsing á:
- gæðamarkmiðum og skipulagi, ábyrgð og valdi stjórnenda með tilliti til gæða búnaðarins;
- aðferðum við framleiðslu, gæðastýringu og gæðatryggingu og þeim ferlum og kerfisbundnu aðgerðum sem nota skal;
- þeim athugunum og prófunum sem gerðar verða fyrir, í og að framleiðslu lokinni, og hversu oft þær verða gerðar;
- gæðaskrám, svo sem skoðunarskýrslum og prófunargögnum, kvörðunargögnum, skýrslum um menntun og hæfi starfsliðsins o.s.frv.;
- hvernig fylgst er með því að tilskildum vörugæðum hafi verið fullnægt og að gæðakerfið sé skilvirkt.
3.3. Tilnefndi aðilinn skal meta gæðakerfið til þess að ákvarða hvort það fullnægi kröfunum sem um getur í tölulið 3.2. Gert skal ráð fyrir samræmi við kröfurnar ef í gæðakerfinu er bent þeim samhæfða staðli sem við á. Í úttektarhópnum skal að minnsta kosti vera einn maður sem hefur reynslu of mati á þeirri framleiðslutækni sem um er að ræða. Matið skal fela í sér heimsókn á athafnasvæði framleiðanda.
Ákvörðunin skal tilkynnt framleiðandanum. Í tilkynningunni skulu vera niðurstöður athugunarinnar og rökstudd ákvörðun um matið.
3.4. Framleiðandinn skal skuldbinda sig til að rækja þær skyldur sem gæðakerfið, í þeirri mynd sem það hefur verið samþykkt, leggur honum á herðar og að viðhalda því svo að það sé fullnægjandi og skilvirkt.
Framleiðandinn eða viðurkenndur fulltrúi hans skal upplýsa tilnefnda aðilann sem hefur samþykkt gæðakerfið um allar fyrirhugaðar breytingar á því. Tilnefndi aðilinn skal meta þær breytingar sem eru lagðar til og ákveða hvort breytt gæðakerfi muni enn fullnægja kröfunum sem um getur í tölulið 3.2 eða hvort nýtt mat þurfi að fara fram.
Hann skal tilkynna framleiðandanum ákvörðun sína. Í tilkynningunni skulu vera niðurstöður athugunarinnar og rökstudd ákvörðun um matið.
4. Eftirlit á ábyrgð tilnefnda aðilans
4.1. Tilgangur eftirlitsins er að tryggja að framleiðandinn ræki þær skyldur sem hið samþykkta gæðakerfi leggur honum á herðar.
4.2. Framleiðandinn skal veita tilnefnda aðilanum aðgang í eftirlitsskyni að þeim stöðum, þar sem fram fer framleiðsla, eftirlit og prófun, og einnig geymslustöðum og fá honum í hendur allar nauðsynlegar upplýsingar, einkum:
- gögn um gæðakerfið;
- gæðaskrár, svo sem skoðunarskýrslur og prófunargögn, kvörðunargögn, skýrslur um menntun og hæfi starfsliðsins o.s.frv.
4.3. Tilnefndi aðilinn skal með jöfnu millibili líta eftir því að framleiðandinn viðhaldi gæðakerfinu og noti það og gefa framleiðandanum úttektarskýrslu.
4.4. Að auki getur tilnefndi aðilinn komið óvænt í heimsókn til framleiðandans. Honum er þá heimilt að gera eða láta gera prófanir, ef með þarf, til að ganga úr skugga um að gæðakerfið vinni rétt. Tilnefndi aðilinn skal gefa framleiðandanum skýrslu um heimsóknina og prófunarskýrslu hafi prófun farið fram.
5. Framleiðandinn skal í minnst tíu ár eftir að síðasta vörueintak hefur verið framleitt hafa tiltækt fyrir innlend yfirvöld:
- skjölin sem um getur í öðrum undirlið töluliðar 3.1;
- gögn um þær breytingar sem um getur í 2. mgr. töluliðar 3.4;
- ákvarðanir og skýrslur frá tilnefnda aðilanum sem um getur í lokamálsgrein töluliðar 3.4, sem og í töluliðum 4.3 og 4.4.
6. Sérhver tilnefndur aðili skal veita öðrum tilnefndum aðilum þær upplýsingar sem máli skipta varðandi samþykki fyrir gæðakerfum, sem hafa verið vent eða afturkölluð.
V VIÐAUKI.
AÐFERÐAREININGIN SANNPRÓFUN VÖRU.
1. Í þessari einingu er því lýst hvernig framleiðandi eða viðurkenndur fulltrúi hans með staðfestu á Evrópska efnahagssvæðinu prófar og vottar að búnaður sem fellur undir ákvæði 3. töluliðar sé í samræmi við gerðina sem er lýst í EB-gerðarprófunarvottorðinu og fullnægi viðeigandi kröfum reglugerðar þessarar.
2. Framleiðandinn skal gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að framleiðsluferlið tryggi að búnaðurinn sé í samræmi við gerðina sem er lýst í EB-gerðarprófunarvottorðinu og við kröfur reglugerðarinnar sem gilda um harm. Framleiðandinn, eða viðurkenndur fulltrúi hans með staðfestu á Evrópska efnahagssvæðinu, skal setja CE-merkið á allan búnað og gefa samræmisyfirlýsingu.
3. Tilnefndi aðilinn skal gera viðeigandi athuganir og prófanir til þess að athuga samræmi búnaðarins, verndarkerfisins eða tækisins sem um getur í 2. mgr. 1. gr. við viðeigandi kröfur reglugerðarinnar með því að athuga og prófa sérhvert eintak búnaðarins eins og tilgreint er í 4. tölulið.
Framleiðandinn eða viðurkenndur fulltrúi hans skal geyma afrit of samræmisyfirlýsingunni í minnst tíu ár eftir að búnaðurinn var síðast framleiddur.
4. Sannprófun með athugun og prófun á sérhverju eintaki búnaðar.
4.1. Allur búnaður skal sérstaklega athugaður og gerðar skulu viðeigandi prófanir eins og mælt er fyrir um í viðeigandi staðli/stöðlum sem um getur í 5. gr. eða jafngildar prófanir til að sannreyna samræmi hans við þá gerð sem lýst er í EB-gerðarprófunarvottorðinu og viðeigandi kröfur reglugerðar þessarar.
4.2. Tilnefndi aðilinn skal setja eða láta setja kenninúmer sitt á allan samþykktan búnað og gefa skriflegt samræmisvottorð með hliðsjón of þeim prófunum sem hafa verið gerðar.
4.3. Framleiðandinn eða viðurkenndur fulltrúi hans skal sjá til þess, að harm geti útvegað samræmisvottorð tilnefnda aðilans, ef óskað er eftir því.
VI. VIÐAUKI.
AÐFERÐAREININGIN GERÐARSAMRÆMI.
1. Í þessari einingu er því lýst, hvernig framleiðandi eða viðurkenndur fulltrúi hans með staðfestu á Evrópska efnahagssvæðinu ábyrgist og lýsir yfir, að viðkomandi búnaður sé í samræmi við þá gerð sem lýst er í EB-gerðarprófunarvottorðinu og fullnægi þeim kröfum reglugerðar þessarar sem gilda um harm. Framleiðandinn, eða viðurkenndur fulltrúi hans með staðfestu á Evrópska efnahagssvæðinu, skal setja CE-merkið á sérhvert eintak búnaðarins og gefa skriflega samræmisyfirlýsingu.
2. Framleiðandinn skal gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að framleiðsluferlið tryggi að framleiddur búnaður eða verndarkerfi sé í samræmi við þá gerð sem er lýst í EB-gerðarprófunarvottorðinu og viðeigandi kröfur reglugerðar þessarar.
3. Framleiðandinn eða viðurkenndur fulltrúi hans skal geyma afrit of samræmisyfirlýsingunni í minnst tíu ár eftir að búnaðurinn var síðast framleiddur. Hafi hvorki framleiðandinn né viðurkenndur fulltrúi hans staðfestu á Evrópska efnahagssvæðinu hvílir sú skylda á þeim aðila sem setur búnaðinn eða verndarkerfið á markað á Evrópska efnahagssvæðinu að hafa tækniskjöl tiltæk.
Á vegum framleiðanda skulu fara fram prófanir á tæknilegum þáttum er varða sprengivarnir á sérhverju eintaki búnaðarins sem framleitt er. Prófanirnar skulu gerðar á ábyrgð tilnefnds aðila sem framleiðandi velur.
Tilnefndi aðilinn ber ábyrgð á því að framleiðandinn setji kenninúmer hans á búnaðinn á framleiðsluferlinu.
VII. VIÐAUKI.
AÐFERÐAREININGIN GÆÐATRYGGING VÖRU.
1. Í þessari einingu er gerð grein fyrir því hvernig framleiðandi, sem rækir þær skyldur sem kveðið er á um í 2. tölulið, ábyrgist og lýsir yfir að búnaðurinn sé í samræmi við þá gerð sem lýst er í EB-gerðarprófunarvottorðinu. Framleiðandinn, eða viðurkenndur fulltrúi hans með staðfestu á Evrópska efnahagssvæðinu, skal setja CE-merkið á allan búnað og gefa skriflega samræmisyfirlýsingu. CE-merkinu skal fylgja kenninúmer tilnefnda aðilans sem ber ábyrgð á eftirliti eins og um getur í 4. tölulið.
2. Framleiðandinn skal nota viðurkennt gæðakerfi við lokaeftirlit og prófun búnaðar eins og kveðið er á um í 3. tölulið hér á eftir og skal vera háður eftirlitinu sem um getur í 4. tölulið hér á eftir.
3. Gæðakerfi
3.1. Framleiðandinn skal leggja inn umsókn um mat á gæðakerfi sínu vegna viðkomandi búnaðar og verndarkerfa hjá tilnefndum aðila að eigin vali. Í umsókninni skulu vera:
- allar upplýsingar sem máli skipta um fyrirhugaðan vöruflokk; - gögn um gæðakerfið;
- tækniskjöl um samþykktu gerðina og afrit of EB-gerðarprófunarvottorðinu. 3.2. Samkvæmt gæðakerfinu skal athuga sérhvert eintak búnaðarins og gera prófanir sem fjallað er um í viðeigandi staðli/stöðlum sem um getur í 5. gr. eða gera jafngildar prófanir til að tryggja að harm samrýmist viðeigandi kröfum reglugerðarinnar. Alla þá þætti, kröfur og ákvæði sem framleiðandinn hefur tekið tillit til skal skjalfesta á kerfisbundinn og skipulegan hátt sem skriflegar reglur, aðferðir og leiðbeiningar. Þessi gögn um gæðakerfið eiga að tryggja að gæðaáætlanir, -skipulag, -handbækur og -skrár séu alltaf túlkaðar á sama hátt. I gögnunum skal einkum vera fullnægjandi lýsing á:
- gæðamarkmiðum og skipulagi, ábyrgð og valdi stjórnenda með tilliti til vörugæða;
- þeim athugunum og prófunum sem verða gerðar að framleiðslu lokinni; - hvernig fylgst er með því að gæðakerfið sé skilvirkt;
- gæðaskrám, svo sem skoðunarskýrslum og prófunargögnum, kvörðunargögnum, skýrslum um menntun og hæfi starfsliðsins o.s.frv.
3.3. Tilnefndi aðilinn skal meta gæðakerfið til þess að ákvarða hvort það fullnægi kröfunum sem um getur í tölulið 3.2. Hann skal gera ráð fyrir samræmi við kröfurnar ef viðeigandi samhæfðum staðli er bent í gæðakerfinu.
Í úttektarhópnum skal að minnsta kosti vera einn maður sem hefur reynslu of mati á þeirri framleiðslutækni sem um er að ræða. Matið skal fela í sér heimsókn á athafnasvæði framleiðanda.
Ákvörðunin skal tilkynnt framleiðandanum. Í tilkynningunni skulu vera niðurstöður athugunarinnar og rökstudd ákvörðun um matið.
3.4. Framleiðandinn skal skuldbinda sig til að rækja þær skyldur sem gæðakerfið leggur honum á herðar, í þeirri mynd sem það hefur verið samþykkt, og að viðhalda því svo að það sé fullnægjandi og skilvirkt.
Framleiðandinn eða viðurkenndur fulltrúi hans skal upplýsa tilnefnda aðilann sem hefur samþykkt gæðakerfið um allar fyrirhugaðar breytingar á því.
Tilnefndi aðilinn skal meta þær breytingar sem eru lagðar til og ákveða hvort breytt gæðakerfi muni enn fullnægja kröfunum sem um getur í tölulið 3.2 eða hvort nýtt mat þurfi að fara fram.
Hann skal tilkynna framleiðandanum ákvörðun sína. Í tilkynningunni skulu vera niðurstöður athugunarinnar og rökstudd ákvörðun um matið.
4. Eftirlit á ábyrgð tilnefnda aðilans
4.1. Tilgangur eftirlitsins er að tryggja að framleiðandinn ræki þær skyldur sem samþykkt gæðakerfi leggur honum á herðar.
4.2. Framleiðandinn skal veita tilnefnda aðilanum aðgang í eftirlitsskyni að þeim stöðum, þar sem er framleiðsla, eftirlit og prófun, og einnig geymslustöðum og fá honum í hendur allar nauðsynlegar upplýsingar, einkum:
- gögn um gæðakerfið; - tækniskjöl;
- gæðaskrár, svo sem skoðunarskýrslur og prófunargögn, kvörðunargögn, skýrslur um menntun og hæfi starfsliðsins o.s.frv.
4.3. Tilnefndi aðilinn skal með jöfnu millibili líta eftir því, að framleiðandinn viðhaldi gæðakerfinu og noti það og gefa framleiðandanum úttektarskýrslu.
4.4. Að auki getur tilnefndi aðilinn komið óvænt í heimsókn til framleiðandans. Honum er þá heimilt að gera eða láta gera prófanir til að ganga úr skugga um að gæðakerfið vinni rétt. Tilnefndi aðilinn skal gefa framleiðandanum skýrslu um heimsóknina og prófunarskýrslu, hafi prófun farið fram.
5. Framleiðandinn skal í minnst tíu ár eftir að búnaðurinn var síðast framleiddur geyma tiltækt fyrir innlend yfirvöld:
- skjöl sem um getur í þriðja undirlið töluliðar 3.1;
- gögn um þær breytingar sem um getur í 2. mgr. töluliðar 3.4;
- þær ákvarðanir og skýrslur frá tilnefnda aðilanum sem um getur í lokamálsgrein töluliðar 3.4, sem og í töluliðum 4.3 og 4.4.
6. Sérhver tilnefndur aðili skal veita öðrum tilnefndum aðilum þær upplýsingar sem máli skipta varðandi samþykki fyrir gæðakerfum, sem hafa verið vent eða afturkölluð.
VIII. VIÐAUKI.
AÐFERÐAREININGIN INNRA EFTIRLIT MEÐ FRAMLEIÐSLU.
1. Í þessari einingu er gerð grein fyrir því hvernig framleiðandi, eða viðurkenndur fulltrúi bans með staðfestu á Evrópska efnahagssvæðinu, sem rækir þær skyldur sem kveðið er á um í 2. tölulið, ábyrgist og lýsir yfir að búnaðurinn fullnægi þeim kröfum reglugerðarinnar sem um harm gilda. Framleiðandinn, eða viðurkenndur fulltrúi hans með staðfestu á Evrópska efnahagssvæðinu, skal setja CE-merkið á sérhvert eintak búnaðarins og gefa skriflega samræmisyfirlýsingu.
2. Framleiðandinn skal útbúa tækniskjölin sem lýst er í 3. tölulið og harm eða viðurkenndur fulltrúi bans með staðfestu á Evrópska efnahagssvæðinu skal geyma þau tiltæk fyrir viðkomandi innlend yfirvöld í minnst tíu ár eftir að búnaðurinn var síðast framleiddur.
Hafi hvorki framleiðandinn né viðurkenndur fulltrúi bans staðfestu á Evrópska efnahagssvæðinu hvílir sú skylda á þeim aðila sem setur búnaðinn á markað á Evrópska efnahagssvæðinu að hafa tækniskjölin tiltæk.
3. Markmið með tækniskjölunum er að gera mönnum kleift að meta samræmi búnaðarins við viðkomandi kröfur reglugerðarinnar. Þau skulu taka til hönnunar, framleiðslu og vinnslu búnaðarins, að svo miklu leyti sem máli skiptir fyrir matið. Í þeim skulu vera:
- almenn lýsing á búnaðinum;
- lýsing á heildarhönnun ásamt framleiðsluteikningum og skrár og skýringar á fyrirkomulagi íhluta, samsettra eininga, rása o.fl.;
- lýsingar og útskýringar sem eru nauðsynlegar til að skilja umræddar teikningar og myndir og átta sig á því hvernig búnaðurinn vinnur;
- skrá yfir staðla sem er beitt að fullu eða að hluta, og lýsingar á þeim lausnum sem hafa verið valdar með það í huga að fullnægja öryggiskröfum reglugerðarinnar þar sem stöðlunum hefur ekki verið beitt;
- niðurstöður hönnunarútreikninga og athugana sem hafa verið gerðar o.s.frv.; - prófunarskýrslur.
4. Framleiðandinn eða viðurkenndur fulltrúi hans skal geyma afrit of samræmisyfirlýsingunni í minnst tíu ár eftir að búnaðurinn var síðast framleiddur.
5. Framleiðandinn skal gera allar nauðsynlegar ráðstafanir svo að framleiðsluferlið tryggi að framleiddur búnaður sé í samræmi við tæknilegu skjölin sem um getur í 2. tölulið og við kröfur reglugerðarinnar til slíks búnaðar.
IX. VIÐAUKI.
AÐFERÐAREININGIN SANNPRÓFUN EINTAKA.
1. Í þessari einingu er gerð grein fyrir því hvernig framleiðandi ábyrgist og lýsir yfir að búnaðurinn eða verndarkerfið sem hefur fengið vottorð eins og um getur í 2. tölulið fullnægi viðeigandi kröfum reglugerðar þessarar. Framleiðandinn, eða viðurkenndur fulltrúi hans með staðfestu á Evrópska efnahagssvæðinu, skal setja CE-merkið á búnaðinn eða verndarkerfið og gefa samræmisyfirlýsingu.
2. Tilnefndi aðilinn skal athuga búnaðinn eða verndarkerfið og gera viðeigandi prófanir eins og mælt er fyrir um í viðeigandi staðli/stöðlum sem um getur í 5. gr., eða jafngildar prófanir, til að tryggja samræmi við viðeigandi kröfur reglugerðarinnar.
Tilnefndi aðilinn skal setja eða láta setja kenninúmer sitt á allan samþykktan búnað eða verndarkerfi og gefa samræmisvottorð varðandi prófanir sem hafa verið gerðar. 3. Markmið með tækniskjölunum er að gera kleift að meta samræmi við kröfur reglugerðarinnar og skilja hönnun, framleiðslu og notkun búnaðarins. Í skjölunum skulu vera: - almenn lýsing á vörunni;
- lýsing á heildarhönnun ásamt framleiðsluteikningum og skrár og skýringar á fyrirkomulagi íhluta, samsettra eininga, rása o.fl.;
- lýsingar og útskýringar sem eru nauðsynlegar til að skilja umræddar teikningar og myndir og átta sig á því hvernig búnaðurinn eða verndarkerfið vinnur;
- skrá yfir staðla sem um getur í 5. gr. og er bent að fullu eða að hluta, og lýsingu á þeim lausnum sem hafa verið valdar til að fullnægja grunnkröfum reglugerðarinnar þar sem stöðlunum sem um getur í 5. gr. hefur ekki verið beitt;
- niðurstöður hönnunarútreikninga og athugana sem hafa verið gerðar o.s.frv.; - prófunarskýrslur.
X. VIÐAUKI.
A. CE-MERKING.
CE-samræmismerkingin felur í sér bókstafina "CE" með eftirfarandi útliti:
Ef merkingin er minnkuð eða stækkuð skulu hlutföllin í teikningunni hér að framan haldast óbreytt.
Einstakir hlutar CE-merkingarinnar skulu, að svo miklu leyti sem unnt er, hafa sömu lóðréttu mál og mega þau ekki vera undir 5 mm.
Falla má frá kröfu um lágmarksmál ef um minni háttar búnað, verndarkerfi eða tæki samkvæmt 2. mgr. 1. gr, er að ræða.+
B. EB-samræmisyfirlýsing
Í EB-samræmisyfirlýsingunni skal eftirfarandi koma fram:
- nafn eða auðkenni og heimilisfang framleiðanda eða viðurkennds fulltrúa hans með staðfestu á Evrópska efnahagssvæðinu;
- lýsing á búnaðinum, verndarkerfinu eða tækinu sem um getur í 2. mgr. 1. gr.;
- öll viðeigandi ákvæði sem búnaðurinn, verndarkerfið eða tækið sem um getur í 2. mgr. 1. gr. fullnægir;
- eftir atvikum, nafn, kenninúmer og heimilisfang tilnefnda aðilans og númer EB-gerðarprófunarvottorðsins;
- eftir atvikum, tilvísun í samhæfða staðla;
- eftir atvikum, staðlar og tækniforskriftir sem hafa verið notaðar;
- eftir atvikum, tilvísun í þær tilskipanir bandalagsins sem hafa komið við sögu;
- auðkenni undirritunaraðila sem hefur umboð til að gera skuldbindandi samkomulag fyrir hönd framleiðanda eða viðurkennds fulltrúa hans með staðfestu á Evrópska efnahagssvæðinu.
XI. VIÐAUKI.
LÁGMARKSSKILYRÐI SEM AÐILDARRÍKIN ÞURFA AÐ TAKA
TILLIT TIL ÞEGAR AÐILAR ERU TILNEFNDIR.
1. Aðilinn, stjórnandi hans eða starfsmenn sem annast sannprófanir mega hvorki vera hönnuðir, framleiðendur né birgjar og ekki vinna við uppsetningu búnaðar, verndarkerfa eða tækja samkvæmt 2. mgr. 1. gr. sem þeir skoða né vera viðurkenndir fulltrúar neins þessara aðila. Þeir mega hvorki sjálfir né fyrir hönd annarra hafa bein afskipti of hönnun, smíði, markaðssetningu eða viðhaldi búnaðarins, verndarkerfanna eða tækjanna sem um getur í 2. mgr. 1. gr. Þetta útilokar þó ekki möguleikann á gagnkvæmum upplýsingum um tæknileg atriði mini framleiðandans og aðilans.
2. Aðilinn og skoðunarmenn hans sem annast sannprófanir skulu gæta þess að þær séu unnar of tæknilegri færni og faglegri ráðvendni og vera óháðir öllum áhrifum og þrýstingi, einkum of efnahagslegum toga, sem gæti haft áhrif á mat þeirra eða niðurstöður skoðunar, sérstaklega frá einstaklingum eða hópum einstaklinga sem hafa hagsmuna að gæta í sambandi við niðurstöður sannprófana.
3. Aðilinn skal hafa yfir að ráða starfskröftum og búnaði sem er nauðsynlegur til að inna of hendi þá tæknivinnu og stjórnunarstörf sem tengjast sannprófun; einnig skal vera fyrir hendi nauðsynlegur búnaður til að framkvæma sannprófanir sem heyra til undantekninga.
4. Starfsmenn sem annast skoðun skulu hafa: - trausta tækni- og fagmenntun;
- viðunandi þekkingu á kröfum sem gerðar eru til prófana sem þeir framkvæma og nægilega reynslu of slíkum prófunum;
- kunnáttu í að gefa vottorð, greinargerðir og skýrslur sem skýra frá niðurstöðum prófananna.
5. Tryggja verður óhlutdrægni skoðunarmanna. Þóknun hvers og eins má hvorki byggjast á fjölda prófana né á niðurstöðum slíkra prófana.
6. Aðilinn verður að hafa ábyrgðartryggingu, nema skoðunin sé á ábyrgð ríkisins á grundvelli landslaga eða framkvæmd á vegum ríkisins.
7. Starfsmenn aðilans skulu bundnir þagnarskyldu hvað varðar allar upplýsingar sem þeim hlotnast við störf sín (nema gagnvart þar til bærum stjórnvöldum) í samræmi við reglugerð þessa eða þau ákvæði sem kunna að vera í landslögum um framkvæmd hennar.