I. KAFLI
Gildissvið.
1. gr.
Reglugerð þessi gildir um fjarhitun i Seltjarnarneshreppi.
Stjórn Hitaveitu.
2. gr.
Hitaveita Seltjarnarneshrepps, hér eftir nefnd Hitaveitan, er eign Seltjarnarneshrepps og fer hreppsnefnd með stjó rn Hitaveitunnar. Einnig getur hreppsnefnd skipað sérstaka stjórn yfir Hitaveituna.
Einkaleyfi Hitaveitu.
3. gr.
Hitaveitan hefur einkaleyfi á dreifingu og sölu á heitu vatni innan lögsagnarumdæmis Seltjarnarneshrepps.
Hitaveitan getur þó heimilað einstaklingum og félögum að annast fjarhitun á tilteknum svæðum undir yfirstjórn Hitaveitunnar.
Utanhússlagnir.
4. gr.
Hitaveitan lætur leggja allar utanhússlagnir: Aðalæðar, dreifiæðar og heimæðar inn í hús samanber þó 2. málsgrein 3. gr.
5. gr.
Þeim, sem húseign á við götu, eða veg, þar sem dreifiæð hitaveitu liggur, er skylt að láta tengja hitunarkerfi hússins við hitaveituæðina. Ef eru sérstakir erfiðleikar á tengingu húss eða tenging þykir af einhverjum ástæðum ekki ráðleg, getur Hitaveitan ákveðið, að húsið skuli ekki tengt við hitaveitukerfið.
6. gr.
Hitaveitan hefur eignarétt og viðhaldsskyldu á dreifiæðum sínum, svo og heimæðum og lögnum innanhúss, að miðstöðvarkerfi húss. hetta á þó ekki við um lagnir ofan kjallara eða ofan 1. hæðar, ef hús er kjallaralaust. Innanhúss leggur Hitaveitan til stofnloka, síur og stýrihemla.
7. gr.
Sá varmi, sem Hitaveitan lætur í té, er ætlaður til upphitunar húsa og almennra heimilisnota.
Nú kemur fram ósk um að nota varma til annarra þarfa en greinir í 1. málsgrein og þarf þá til þess heimild Hitaveitunnar.
8. gr.
Réttur húseiganda til afnota af Hitaveituvatni skuldbindur ekki Hitaveituna til þess að tryggja, að þrýstingur á dreifiæðum hennar sé ávallt nægilegur.
Ábyrgð Hitaveitu.
9. gr.
Hitaveitan ber ekki fjárhagslega ábyrgð á tjóni, er leiða kann af rekstrartruflunum, er verða á henni vegna frosta, rafmagnsbilunar eða annarra óviðráðanlegra atvika. Sama gildir, ef rennsli í æð er stöðvað um stundarsakir vegna viðgerðar og annars slíks.
10. gr.
Hitaveitunni er heimilt að nota aftur vatn, sem runnið hefur gegnum hitunarkerfi húss.
Ef Hitaveitan óskar ekki eftir að nota slíkt afrennslisvatn getur hún leyft notkun þess til upphitunar á t. d. geymslu, bilskúr eða gróðurhúsi.
Hitaveitan getur þó jafnan afturkallað slík leyfi, ef hún þarf á vatninu að halda.
Tenging við Hitaveitu.
11. gr.
Áður en tengt er við hitaveitu skal liggja fyrir uppdráttur samþykktur af bygginganefnd. Hitaveitan skal vera til aðstoðar byggingarnefnd í málum, sem snerta hitalagnir. Ef uppdrættir eru ekki til af gömlum hitunarkerfum, sem. breyta á, getur Hitaveitan krafist þess, að þeir séu gerðir, eftir því sem nauðsynlegt er, og ber húseigandi allan kostnað af því.
Við gerð uppdrátta skal miða við reglur byggingarsamþykktar.
Eftirlit.
12. gr.
Starfsmenn Hitaveitunnar skulu jafnan hafa frjálsan aðgang að pípulögnum, bæði innan húss og utan. Húseiganda er skylt að láta þeim í té þær upplýsingar, er máli geta skipt um hitun hússins.
Dælur á heimæðum.
13. gr.
Óheimilt er að tengja vatnsdælur við heimæðar, nema skriflegt leyfi Hitaveitunnar sé fyrir hendi og þannig sé frá dælu gengið, að ekki valdi óþægindum.
Viðurlög við brotum.
14. gr.
Brot á reglugerð þessari varða sektum" nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum. Með mál út af slíkum brotum skal farið að hætti opinberra mála. Nú vanrækir maður að vinna verk, sem Hitaveitan hefur fyrirskipað samkvæmt reglugerð þessari eða verk er ekki unnið á viðeigandi hátt, og er þá Hitaveitunni heimilt að láta vinna það, sem þörf krefur, á kostnað hlutaðeigandi aðila.
Skal þá greiða kostnaðinn til bráðabirgða úr sveitarsjóði en innheimta síðan hjá hlutaðeigandi aðila með lögtaki, ef þörf krefur.
Reglugerð þessi, sem samin er og samþykkt af hreppsnefnd Seltjarnarneshrepps staðfestist hér með samkvæmt orkulögum nr. 58 29. apríl 1967 til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.
Félagsmálaráðuneytið, 7. september 1971
F. h. r.
Hjálmar Vilhjálmsson.
Hallgrímur Dalberg.