Iðnaðarráðuneyti

286/1996

Reglugerð um breytingu á reglugerð varðandi umsóknir um einkaleyfi o.fl., nr. 574/1991, með síðari breytingum og um breytingu á auglýsingu um reglur varðandi einkaleyfisumsóknir, nr. 575/1991, með síðari breytingum. - Brottfallin

I. KAFLI

Breytingar á reglugerð varðandi umsóknir um eiknaleyfi o.fl.,

nr. 574/1991.

1. gr.

          Í stað orðanna "í 45. - 50. gr." í 2. ml. 2. mgr. 1. gr. kemur: í 50. - 55. gr.

2. gr.

            1. mgr. 3. gr. orðast svo:

            Umsóknargögn skulu vera á íslensku, dönsku, norsku, sænsku eða ensku. Ef lýsing, einkaleyfiskröfur og ágrip eru ekki á íslensku skulu ágrip og einkaleyfiskröfur liggja fyrir í íslenskri þýðingu áður en umsókn er gerð aðgengileg, en lýsing skal liggja fyrir í íslenskri þýðingu innan fjögurra mánaða frá því að umsækjanda var tilkynnt um að unnt væri að veita einkaleyfi.

3. gr.

            Orðin "eða þeim degi er umsóknin telst lögð inn," í 1. ml. 1. mgr. 5. gr. falla niður.

4. gr.

            16. tl. 3. mgr. 7. gr. fellur niður. Núverandi 17. tl. verður 16. tl.

5. gr.

            8. gr. orðast svo:

            Einkaleyfastofan útbýr mánaðarlega eða í tengslum við útgáfu rits skv. 49. gr. yfirlit yfir umsóknir, sbr. 7. gr., þar sem fram koma þær upplýsingar sem um getur í 1., 3., 6.-11. og 14. lið 3. mgr. 7. gr. auk nafns uppfinningamanns.

            Slíkt yfirlit skal fást hjá Einkaleyfastofunni gegn ákveðnu gjaldi ef um sérprent er að ræða.

6. gr.

            Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr.:

  1. Orðin "eða frá þeim degi sem umsóknin telst lögð inn (gildisdagur)," í 1. mgr. falla niður.
  2. Við greinina bætist ný málsgrein, svohljóðandi

Forgangsrétt skv. 6. gr. einkaleyfalaganna má byggja á umsókn um vernd sem lögð hefur verið inn í ríki sem er aðili að samningnum um Alþjóðaviðskiptastofnunina (WTO). Einnig má byggja forgangsrétt á umsókn um vernd sem lögð er inn í ríki sem ekki er aðili að samningnum um Alþjóðaviðskiptastofnunina ef íslenskar umsóknir um einkaleyfi njóta sambærilegra réttinda í því ríki og löggjöf þar er í aðalatriðum í samræmi við Parísarsáttmálann.

7. gr.

            7. ml. 1. mgr. 11. gr. verður 2. mgr. 11. gr.

2. mgr. verður 3. mgr.

3. mgr. verður 4. mgr.

8. gr.

            3. mgr. 12. gr. fellur niður.

9. gr.

            Eftirfarandi breytingar verða á 21. gr.:

  1. Orðin "eða á þeim degi sem telst umsóknardagur, sbr. 14. gr. einkaleyfalaga" í 1. mgr. falla niður.
  2. 2. ml. 2. mgr. fellur niður.
  3. Í stað orðanna " að leggja hana fram " í 3. ml. 2. mgr. kemur: að veita einkaleyfi á grundvelli hennar.

10. gr.

            2. mgr. 22. gr. fellur niður.

11. gr.

            Í stað orðanna "hún hefur verið samþykkt til framlagningar" í 1. mgr. 25. gr. kemur: einkaleyfi hefur verið veitt.

12. gr.

            Í stað orðanna "Í samræmi við 44. gr." í 2. ml. 2. mgr. 25. gr. b kemur: Í samræmi við 49. gr.

13. gr.

            2. mgr. 26. gr. orðast svo:

            Nýnæmisrannsókn skal gera á grundvelli einkaleyfa, framlagðra einkaleyfisumsókna eða birta einkaleyfisumsókn frá Íslandi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Noregi, Þýskalandi (áður Vestur-Þýskalandi), hinu fyrra Þýska ríki, Stóra-Bretlandi, Frakklandi, Bandaríkjunum og Evrópueinkaleyfastofnuninni, eða útdrátta úr þeim, birtra alþjóðlegra einkaleyfisumsókna eða útdrátta úr þeim og hérlendra einkaleyfisumsókna sem gerðar hafa verið aðgengilegar almenningi. Rannsóknina skal ennfremur gera á grundvelli annarra tiltækra rita ef það telst nauðsynlegt.

14. gr.

            30. gr. orðast svo:

            Einkaleyfayfirvöld setja nánari reglur um fresti og franlengingu þeirra við meðhöndlun einkaleyfisumsókna. Því aðeins má þó veita frest á veitingu einkaleyfis að ákvörðun um veitinguna hafi verið tekin áður en viðkomandi umsókn er gerð aðgengileg almenningi í samræmi við 2. og 3. mgr. 22. gr. einkaleyfalaganna. Má þá, að beiðni umsækjanda, fresta veitingu einkaleyfisins þar til umsóknin er gerð almenningi aðgengileg í samræmi við áðurnefndar reglur.

15. gr.

            Í stað kaflaheitisins "Framlagning einkaleyfisumsókna." á undan 31. gr. kemur: Veiting einkaleyfa o.fl.

16. gr.

            1. - 2. ml., 1. mgr. 31. gr. orðast svo:

            Lýsingu, ásamt teikningum, eiknaleyfiskröfum og ágripi, skv. 20. gr. einkaleyfalaganna (einkaleyfisskjal) skal útbúa til útgáfu að tilhlutan einkaleyfayfirvalda eins fljótt og auðið er eftir að samþykkt hefur verið að veita einkaleyfi og, ef við á, þegar nothæf gögn liggja fyrir í íslenskri þýðingu, skv. 3. gr. þessarar reglugerðar og 38. og 90. gr. augl. ell. Í einkaleyfisskjali skal tilgreina útgáfudag og eftirfarandi atriði:

17. gr.

            32. gr. orðast svo:

            Í auglýsingu um veitingu skv. 20. gr. einkaleyfalaga skal koma fram heiti uppfinningar ásamt þeim upplýsingum sem getið skal í einkaleyfisskjali skv. 31. gr. að undanskildum heimildargögnum sem dregin hafa verið fram.

18. gr.

            Í stað 33. - 36. gr. kemur nýr kafli (33.-41.gr.) með heitinu: Andmæli.

19. gr.

            33. gr. orðast svo:

Andmæli skulu vera skrifleg og í þeim skal koma fram:

  1. nafn og heimilisfang andmælanda,
  2. skráningarnúmer þess einkaleyfis (einkaleyfisnúmer) sem andmælt er, nafn einkaleyfishafa og heiti uppfinningar,
  3. umfang andmæla og þær forsendur sem andmælin byggjast á og jafnframt skal gera á tæmandi hátt grein fyrir staðreyndum, sönnunargögnum og málsatvikum er málið varða,
  4. nafn og heimilisfang umboðsmanns, sé hann fyrir hendi.

Andmæli og síðari athugasemdir ásamt tilheyrandi fylgigögnum frá andmælanda og einkaleyfishafa skulu lögð inn í tveimur eintökum, nema einkaleyfayfirvöld ákveði annað í einstökum tilfellum. Ef einkaleyfishafi er andmælandi skulu andmælin og síðari athugasemdir þó aðeins lögð inn í einu eintaki.

            Hafi andmælandi umboðsmann skal leggja fram umboð.

20. gr.

            34. gr. orðast svo:

            Uppfylli andmæli ekki skilyrði 3. tl. 1. mgr. 33. gr. innan andmælafrestsins skal vísa andmælunum frá. Hið sama á við ef einkaleyfi, sem er andmælt, er ekki tilgreint í andmælunum eða ef ekki er unnt að sannreyna frá hverjum andmælin eru.

            Ef andmælin eru, að liðnum andmælafresti, að öðru leyti ekki í samræmi við ákvæði 1.-2. tl. og 4. tl. 1. mgr. 33. gr., beina einkaleyfayfirvöld þeim tilmælum til andmælanda að bæta úr þeim ágalla innan eins mánaðar. Verði andmælandi ekki við þeim tilmælum innan þessa frests skal vísa þeim frá.

            Andmæla skal getið í einkaleyfaskrá. Um auglýsingu á framkomnum andmælum fer eftir ákvæðum 40. gr. að liðnum andmælafresti ef andmælum hefur ekki verið vísað frá.

21. gr.

            35. gr. orðast svo:

            Að liðnum andmælafresti er eintak af andmælum og tilheyrandi fylgigögnum sent einkaleyfishafa og honum gefinn kostur á að koma fram með athugasemdir og ef við á leggja fram breytta lýsingu, kröfur og teikningar.

            Svari einkaleyfishafi andmælum ákveða einkaleyfayfirvöld hvort frekari bréfaskipti milli aðila séu nauðsynleg.

22. gr.

            36. gr. orðast svo:

            Ákveði einkaleyfayfirvöld að einkaleyfi skuli lýst ógilt er það tilkynnt til aðila. Það sama á við ef einkaleyfayfirvöld ákveða að einaleyfi skuli standa óbreytt.

23. gr.

            37.gr. orðast svo:

            Telji einkaleyfayfirvöld að einkaleyfi geti staðið í breyttri mynd er aðilum málsins tilkynnt um það. Þá er einkaleyfishafa gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum sínum, innan 2 mánaða, geti hann ekki fallist á breytingar á texta einkaleyfisins eins og ætlunin er að hann verði.

            Fallist einkaleyfishafi á breytingarnar, ákveða einkaleyfayfirvöld að einkaleyfið skuli standa í þeirri mynd. Andmælanda er tilkynnt um þess ákvörðun.

            Fallist einkaleyfishafi ekki á breytingarnar, getur meðferð andmælamálsins haldið áfram ef einkaleyfayfirvöld telja ástæðu til Ef ekki er talin ástæða til að halda meðferðinni áfram, er ákveðið að einkaleyfið skuli standa í hinni breyttu mynd. Málsaðilum er tilkynnt um þess ákvörðun.

            Þegar endanleg ákvörðun hefur verið tekin um að einkaleyfi skuli standa í breyttri mynd, er þeim tilmælum beint til einkaleyfishafans að greiða tilskilið gjald fyrir útgáfu á nýju einkaleyfisskjali og, ef þörf er á, skila inn gögnum sem eru hæf til fjölföldunar. Gögnin skulu vera í fullkomnu samræmi við þau gögn sem einkaleyfayfirvöld hafa samþykkt og skal einkaleyfishafi afhenda yfirlýsingu þess efnis. Greiði einkaleyfishafi tilskilið útgáfugjald er litið svo á undir öllum kringumstæðum að hann fallist á að einkaleyfið skuli standa í breyttri mynd. Ef hann greiðir ekki tilskilið útgáfugjald, er einkaleyfið lýst ógilt.

            Í úrskurði um að einkaleyfi skuli standa í breyttri mynd skal hinn breytti texti einkaleyfisins koma fram.

24. gr.

            38. gr. orðast svo:

            Útgáfa á nýju einkaleyfisskjali, sem hefur að geyma lýsingu, einkaleyfiskröfur og teikningar í breyttri mynd, skv. 23. gr. einkaleyfalaga, skal gerð að tilhlutan eiknaleyfayfirvalda og hefjast eins fljótt og auðið er eftir að útgáfugjaldið hefur verið greitt. Einkaleyfisskjalið skal að öðru leyti hafa að geyma þær upplýsingar sem tilgreindar eru í 31. gr.

25. gr.

            39. gr. orðast svo:

            Auglýsa skal úrskurð í andmælamáli skv. 5. mgr. 23. gr. einkaleyfalaga þegar andmælin eru endanlega til lykta leidd. Jafnframt skal geta um úrskurðinn í einkaleyfaskrá.

26. gr.

            40. gr. orðast svo:

            Í auglýsingu um framkomin andmæli og um úrskurð í málinu skal tilgreina nafn einkaleyfishafa, umsóknardag og umsóknarnúmer, skráningarnúmer einkaleyfis og alþjóðaflokk, heiti uppfinningar og útgáfudag einkaleyfisins. Í auglýsingu um framkomin andmæli skal einnig tilgreina nafna andmælanda.

27. gr.

            41.gr. orðast svo:

            Berist einkaleyfayfirvöldum, á meðan einkaleyfisumsókn er til meðferðar, skrifleg ábending sem þýðingu hefur fyrir mat á umsókninni skal gera umsækjanda aðvart þar um. Þeim sem sent hefur slíka ábendingu skal bent á að unnt sé að andmæla einkaleyfinu ef til veitingar þess kemur. Þetta á þó ekki við ef ábendingin varðar betri rétt til uppfinningarinnar.

28. gr.

            37. gr. verður 42. gr.

            38. gr. verður 43. gr.

29. gr.

            39. gr. verður 44. gr. og eftirfarandi breytingar verða á greininni:

  1. d. liður 5. tl. fellur niður.
  2. e. liður verður d. liður.

30. gr.

            Í auglýsingu um veitingu einkaleyfis skv. 20. gr. einkaleyfalaga skal koma fram nafn einkaleyfishafa, númer umsóknar og einkaleyfis ásamt alþjóðaflokkum, heiti uppfinningar og útgáfudegi.

31. gr.

            41. gr. verður 46. gr.

            42.. gr. verður 47. gr.

32. gr.

            43. gr. verður 48. gr. og við bætist ný mgr., 4. mgr., og orðast svo:

            Beiðnir, skv. 1. og 2. mgr., um innritun í skrá skulu vera skriflegar og þeim skal fylgja tilheyrandi skjal varðandi breytinguna.

33. gr.

            44. gr. verður 49. gr.

            45. gr. verður 50. gr.

            46. gr. verður 51. gr.

            47. gr. verður 52. gr.

            48. gr. verður 53. gr.

            49. gr. verður 54. gr.

            50. gr. verður 55. gr.

            51. gr. verður 56. gr.

34. gr.

            52. gr. verður 57. gr. og orðast svo:

            Ef alþjóðleg umsókn er ekki á dönsku, norsku, sænsku eða ensku skal þýðing á eitthvert þessara tungumála lögð inn við yfirfærslu umsóknarinnar í samræmi við 31. gr. einkaleyfalaga eða við endurskoðun ákvörðunar skv. 1. mgr. 38. gr. laganna. Ennfremur skal afhenda þýðingu á íslensku af ágripi og einkaleyfiskröfum, sbr. ákvæði 1. mgr. 3. gr., ef umsókn er yfirfærð eftir 18 mánuði frá alþjóðlegum umsóknardegi eða forgangsréttardegi. Ákvæði 3. gr. gilda að öðru leyti varðandi þýðingar á umsóknargögnum.

            Einkaleyfayfirvöld geta sett reglur til að takmarka skyldu til að afhenda þýðingu ef aðeins hluti alþjóðlegrar umsóknar er yfirfærður til landsins.

35. gr.

            53. gr. verður 58. gr.

            54. gr. verður 59. gr.

            55. gr. verður 60. gr.

            56. gr. verður 61. gr.

            57. gr. verður 62. gr.

36. gr.

            58. gr. verður 63. gr. og 4. mgr. fellur niður.

37. gr.

            Á eftir 58. gr. kemur ný grein, 64. gr., svohljóðandi:

            Umsókn um einkaleyfi fyrir sérstakri aðferð við tilreiðslu lækningalyfja, sem lögð hefur verið inn eftir 1. janúar 1995, er heimilt að breyta þannig að hún nái einnig til afurðarinnar sem slíkrar, sbr. 2. mgr. 75. gr. einkaleyfalaga. Breytingin má þó ekki ná til einhvers sem ekki á sér stoð í grunngögnum, sbr. 19. gr.

            Beiðni um breytingu skv. 1. mgr. skal lögð inn hjá einkaleyfayfirvöldum fyrir 1. janúar 1997.

 

II. KAFLI

fjallar um breytingar á auglýsingu um reglur varðandi einkaleyfisumsóknir.

Þar sem um reglugerðarsafn er að ræða er henni sleppt.

 

III. KAFLI

Gildistaka.

73. gr.

            Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 17/1991, með síðari breytinum og öðlast gildi 1. júní 1996.

74. gr.

            Reglugerð þessi á við um einkaleyfisumsóknir sem lög nr. 17/1991, með síðari breytingum taka til og eru til meðferðar hjá einkaleyfayfirvöldum við gildistöku hennar, með eftirfarandi undantekningum.

  1. Hafi verið send tilkynning um að fallist sé á framlagningu umsóknar fyrir gildistöku reglugerðar þessarar fer um meðferð þeirrar umsóknar eftir ákvæðum rg. ell. og augl. ell. eins og þau voru fyrir 1. júní 1996.
  2. Ákvæði, er varða tilfærslu gildisdags og frest til að leggja inn hlutaða umsókn, í rg. ell. og augl. ell. eins og þau voru fyrir 1. júní 1996 skulu eiga við umsóknir sem lagðar voru inn fyrir gildistöku reglugerðar þessarar.

75. gr.

            Um umsóknir, er taka til lækningalyfja og lagðar voru inn, eða teljast hafa verið lagðar inn, fyrir 1. janúar 1995, gilda áfram ákvæði í viðauka II. í auglýsingu nr. 575/1991.

Iðnaðarráðuneytinu, 31. maí 1996.

Halldór Ásgrímsson.

Steinunn Bjarman.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica