Iðnaðarráðuneyti

674/1994

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 264, 31. desember 1971 um raforkuvirki, með áorðnum breytingum. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

1.7.5. gr.

hljóði svo:

1.7.5. Markaðssetning og samræmi við staðla og ákvæði um öryggi.

Heimilt er að setja rafföng á markað ef sýnt er fram á samræmi þeirra við öryggisákvæði staðla skv. grein 1.7.4.

Áður en rafföng eru markaðssett skal festa á þau CE-samræmismerkið sem sýnt er í viðauka 7. CE-merkið er til staðfestingar á því að farið sé að öllum ákvæðum reglugerðar þessarar, þar með töldum reglum um aðferðir við samræmismat sem mælt er fyrir um í viðauka 8.

Framleiðandi eða fulltrúi hans, með staðfestu innan EES, ber ábyrgð á réttri notkun CE-merkisins og að merkið sé sett á rafföngin, eða ef það er ekki hægt, á áfastan merkimiða, umbúðir, leiðbeiningar um notkun eða ábyrgðarskírteini þannig að það sé auðsjáanlegt, auðlæsilegt og óafmáanlegt.

Ef CE-merkið hefur verið sett á rafföng á röngum forsendum er framleiðenda eða fulltrúa hans skylt að leiðrétta það og sjá til þess að rafföngin samræmist ákvæðum um CE-merkingar, að öðrum kosti verður varan tekin af markaði.

Óleyfilegt er að setja á rafföng merki sem líklegt er að villi um fyrir þriðja aðila hvað varðar þýðingu og form CE- merkisins. Setja má hverskonar aðrar merkingar á rafföngin eða merkjaplötu að því tilskyldu að þær hindri ekki að CE- merkið sjáist vel og sé vel læsilegt.

Ef rafföng lúta líka ákvæðum reglugerða sem taka til annarra þátta og kveða á um að setja skuli CE-merki á viðkomandi vöru skal ganga út frá því að varan sé einnig í samræmi við ákvæði þeirra reglugerða.

Sé framleiðanda heimilt að velja hvaða fyrirkomulagi hann beitir við samræmismat skal CE-merkið eingöngu sýna samræmi við það fyrirkomulag sem beitt er og skal tilvísun til þess fylgja rafföngunum. Tilvísanir skulu vera eins og þær eru birtar í EES deild Stjórnartíðinda EB. Ábyrgðaraðili ber ábyrgð á að raffang sem hann flytur inn eða selur sé CE- merkt.

Heimilt er að krefjast vottorða til stuðnings merkingu raffanga. Merki og öll vottorð skulu vera staðfest af aðila sem tilnefndur hefur verið af aðildarríkjum hins Evrópska efnahagssvæðis.

Heimilt er að setja rafföng á markað án þess að þau uppfylli ákvæði greinar 1.7.4, ef slíkir staðlar eru ekki til. Í þeim tilfellum skal framleiðandi eða fulltrúi hans leggja fram prófunarskýrslu um samræmi raffanga við tilskilin öryggisákvæði frá prófunarstofu sem tilnefnd hefur verið af aðildarríki hins Evrópska efnahagssvæðis.

2. gr.

Eftirfarandi texti bætist við:

Ákvæði til bráðabirgða.

Ákvæði reglugerðar þessarar um CE-merki taka gildi 1. janúar 1995. Þó skal fram til 1. janúar 1997 heimilt að markaðssetja og taka í notkun rafföng sem uppfylla skilyrði reglugerðar nr. 543/1993 um markaðssetningu raffanga sem gilda hér á landi til 1. janúar 1995.

 

Viðauki 7.

CE-samræmismerking og EB-samræmisyfirlýsing.

l. CE-Samræmismerking.

CE-samræmismerkið skal samanstanda af upphafsstöfunum "CE" með eftirfarandi útliti:

Ef CE-merkið er minnkað eða stækkað skulu hlutföllin í teikningunni vera óbreytt. Hinir ýmsu hlutar CE- merkisins skulu að svo miklu leyti sem unnt er hafa sömu lóðréttu mál og mega þau ekki vera lægri en 5 mm.

2. EB-samræmisyfirlýsing.

Í EB-samræmisyfirlýsingunni skulu eftirfarandi þættir koma fram:

- nafn og póstfang framleiðanda eða fulltrúa hans með staðfestu á EES-svæðinu,

- lýsingu á rafföngunum,

- tilvísun í samhæfða staðla,

- ef við á, tilvísun í þau tækniákvæði sem samræmisyfirlýsingin byggir á,

- auðkenni undirritunaraðila sem hefur heimild til að skuldbinda framleiðanda eða fulltrúa hans með staðfestu innan EES-svæðisins,

- tveir síðustu stafirnir í ártalinu fyrir árið sem CE-merkið var sett á.

 

Viðauki 8.

Innra framleiðslueftirlit.

1. Innra framleiðslueftirlit er sú málsmeðferð sem framleiðandi eða fulltrúi hans, með staðfestu innan EES, skal beita til að tryggja og lýsa yfir að rafföng séu í samræmi við kröfur þessarar reglugerðar. Framleiðandi eða fulltrúi hans skal festa CE-merki á hvert raffang og gefa út skriflega samræmisyfirlýsingu.

2. Framleiðandi skal útbúa tæknigögn þau sem lýst er í 3. tölul. og skal hann hafa þau aðgengileg fyrir eftirlitsstjórnvöld í a.m.k. 10 ár frá því varan var síðast framleidd.

3. Tæknigögnin skulu gera kleift að meta samræmi raffanganna við kröfur reglugerðarinnar. Þau skulu, eftir því sem við á vegna slíks mats, ná til hönnunar, framleiðslu og virkni raffanganna. Í þeim skal eftirfarandi koma fram:

- almenn lýsing á rafföngunum,

- heildarhönnun, framleiðsluteikningar og skrá yfir íhluti, undireiningar, rafrásir o.s.frv.,

- skrá yfir staðla sem notaðir eru í heild sinni eða að hluta til, og lýsingar á þeim lausnum sem gripið er til í því skyni að fullnægja öryggiskröfum þessarar reglugerðar ef stöðlum er ekki beitt,

- niðurstöður hönnunarútreikninga sem gerðir eru, rannsóknir sem farið hafa fram o.s.frv.,

- prófunarskýrslur.

4. framleiðandi eða fulltrúi hans, með staðfestu innan EES, skal varðveita afrit af samræmisyfirlýsingunni með tæknigögnum.

5. Framleiðandi skal tryggja að framleiðsluferlið skili framleiðsluvörum sem eru í samræmi við tæknigögnin og önnur ákvæði þessarar reglugerðar.

3. gr.

Reglugerð þessi, um breytingu á reglugerð um raforkuvirki nr. 264, 31. desember 1971, með áorðnum breytingum er sett með stoð í lögum um Rafmagnseftirlit ríkisins nr. 60, 31. maí 1979. Reglugerðin er sett til að fullnægja ákvæðum tilskipunar ráðherraráðs ESB, 93/68/EBE, frá 22. júlí 1993 um breytingu á tilskipun 73/23/EBE, frá 19. febrúar 1973, um rafföng sem notuð eru innan ákveðinna spennumarka, sem er hluti II. viðauka samningsins um hið Evrópska efnahagssvæði, EES.

Reglugerð þessi öðlast gildi 1. janúar 1995.

Iðnaðarráðuneytið, 23. desember 1994.

F. h. r.

Þorkell Helgason.

Sveinn Þorgrímsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica