1. gr.
Við 2. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
Sýslumaðurinn á Suðurlandi tekur ákvarðanir skv. 3. og 4. mgr. 12. gr. laga um handiðnað, nr. 42/1978.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 3. mgr. 13. gr. laga um handiðnað, nr. 42/1978, öðlast gildi 1. janúar 2025.
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu, 11. nóvember 2024.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Ásdís Halla Bragadóttir.