1379/2022
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 940/1999, um löggiltar iðngreinar. - Brottfallin
Stofnreglugerð:
Felld brott með:
1. gr.
Í 1. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar falla brott eftirfarandi iðngreinar:
- Feldskurður.
- Glerslípun og speglagerð.
- Hattasaumur.
- Hljóðfærasmíði.
- Klæðskurður karla [sameinast klæðskurði].
- Leturgröftur.
- Myndskurður.
- Skósmíði [sameinast skósmíðaiðn].
- Skóviðgerð [sameinast skósmíðaiðn].
- Málmsteypa.
- Mótasmíði.
- Skipa- og bátasmíði [sameinast húsasmíði].
- Stálskipasmíði [sameinast stálsmíði].
- Stálvirkjasmíði [sameinast stálsmíði].
- Almenn ljósmyndun [sameinast ljósmyndun].
- Persónuljósmyndun [sameinast ljósmyndun].
2. gr.
Í staðinn fyrir "klæðskurður kvenna" í 1. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar kemur: klæðskurður.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. reglugerðarinnar:
- Í staðinn fyrir "iðnaðarráðherra" í 1. mgr. kemur: ráðherra þeim sem fer með málefni iðnaðar.
- Í staðinn fyrir "menntamálaráðherra" í 2. mgr. kemur: ráðherra þann er fer með menntamál.
- 3. mgr. breytist og verður svohljóðandi: Fallist ráðherra á að löggilda greinina breytir hann þessari reglugerð til samræmis. Ráðherra getur sett sérstakar reglur um veitingu starfsréttinda í hinni nýju iðngrein.
- Við bætist 5. mgr. 2. gr. svohljóðandi: Við endurútgáfu sveinsbréfa og meistarabréfa í löggiltri iðngrein sem breytt hefur verið um heiti á eða sem sameinuð hefur verið annarri löggiltri iðngrein skal notast við heiti iðngreinarinnar samkvæmt gildandi reglugerð.
4. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er skv. 1. mgr. 8. gr. laga um handiðnað, nr. 42/1978, með síðari breytingum, öðlast gildi við birtingu.
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu, 22. nóvember 2022.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.