1. gr.
Eftirfarandi reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB), sem vísað er til í tölul. 11j í IV. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 218/2012, frá 7. desember 2012, um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn, skal öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af IV. kafla II. viðauka og IV. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins:
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 1060/2010 frá 28. september 2010 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2030/10/ESB að því er varðar orkumerkingar kælitækja til heimilisnota.
2. gr.
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1060/2010 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 16/2013, 14. mars 2013, bls. 108.
Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 218/2012 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, nr. 18/2013, 21. mars 2013, bls. 21.
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 8. gr. laga nr. 72/1994, um merkingar og upplýsingaskyldu varðandi orkunotkun heimilistækja o.fl., öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 69/1996, með síðari breytingum.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 15. apríl 2013.
F. h. r
Kristján Skarphéðinsson.
Ólafur Egill Jónsson.