Iðnaðarráðuneyti

420/2011

Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 640/2009. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB), sem vísað er til á eftir lið 30 í IV. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 1/2011, frá 11. febrúar 2011, um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) og IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn, skal öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af IV. kafla II. viðauka og IV. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins:

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 640/2009 frá 22. júlí 2009 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2005/32/EB að því er varðar kröfur varðandi visthönnun á rafmagnshreyflum.

2. gr.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 640/2009 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10/2011, 24. febrúar 2011, bls. 257.

Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 1/2011 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, nr. 19/2011, 7. apríl 2011, bls. 1.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 13. gr. laga nr. 42/2009, um visthönnun vöru sem notar orku, öðlast þegar gildi.

Iðnaðarráðuneytinu, 26. apríl 2011.

F. h. r.

Kristján Skarphéðinsson.

Þórður Reynisson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica