Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

834/2004

Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um lyfjamál (IV). - Brottfallin

1. gr.
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 494/2003 frá 18. mars 2003

um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 297/95 um gjöld sem greiða ber til Lyfjamálastofnunar Evrópu, sem bætist sem undirliður við lið 15h (reglugerð ráðsins (EB) nr. 297/95) í XIII. kafla II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 108/2003 frá 26. september 2003 skal öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans.

2. gr.
Reglugerðin

og ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 108/2003, sbr. 1. gr., sem birt hefur verið í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, nr. 64, 18. desember 2003, bls. 14, eru birt sem fylgiskjal með reglugerð þessari.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 47. gr. lyfjalaga nr. 93/1994, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

 

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 5. október 2004.

Jón Kristjánsson.
Davíð Á. Gunnarsson.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica