Ákvæði reglugerðar þessarar gilda um innflutning, sölu og dreifingu smáskammtalyfja (hómopatalyfja), sem ætluð eru mönnum og dýrum og uppfylla eftirtalin skilyrði:
a) | Eru ætluð til inntöku um munn eða til útvortis notkunar á húð. |
b) | Engar læknisfræðilegar ábendingar eru á merkimiða eða í upplýsingum um smáskammtalyfið. |
c) | Smáskammtalyf er nægilega þynnt til að það sé örugglega skaðlaust; einkum má lyfið ekki innihalda meira en 1/10.000 af stofntinktúru og ekki meira en 1/100 af minnsta skammti sem er notaður í hefðbundnum lækningum, ef um er að ræða virk efni eða viðtekin, sem lyf eru lyfseðilsskyld þegar þau innihalda þessi virku efni. |
d) | Smáskammtalyf henti til notkunar án þess að því sé ávísað af lækni og er því selt í lausasölu. |
e) | Að það sé ætlað gæludýrum eða framandi (exotic) dýrum og kjöt þeirra eða aðrar afurðir eru ekki ætlaðar til manneldis. |
Ákvæði reglugerðarinnar eiga einnig við um andrópósófísk lyf sem lýst er í opinberum lyfjaskrám, sbr. 2. gr., og búin eru til samkvæmt hómópatískri aðferð.
Reglugerðin gildir ekki um:
a) | Smáskammtalyf sem teljast vera stöðluð forskriftarlyf eða forskriftarlyf lækna, skv. 4.-5. tl., 1. mgr. 5.gr. lyfjalaga nr. 93/1994, sbr. einnig skilgreiningu í 4. og 5. tl. 1. gr. tilskipunar 65/65/EBE. |
b) | Smáskammtalyf, sem veitt hefur verið sérstök heimild til að nota fyrir tiltekinn sjúkling/dýr og á ábyrgð læknis/dýralæknis, skv. 2. mgr. 7. gr. lyfjalaga nr. 93/1994, sbr. einnig 4. tl. 2. gr. tilskipunar 65/65/EBE. |
c) | Smáskammtalyf, sem eru ónæmisefni fyrir dýr, sbr. reglugerð um markaðsleyfi fyrir sérlyf, merkingar þeirra og fylgiseðla nr. 462/2000. |
d) | Blómadropar, enda fari innflutningur, kynning og sala ekki í bága við ákvæði læknalaga nr. 53/1988, lyfjalaga nr. 93/1994 og reglugerðar nr. 328/1995 um lyfjaauglýsingar. |
Eftirfarandi gögn um lyfjafræðileg gæði smáskammtalyfja og einsleitni í framleiðslulotum þeirra skulu fylgja með umsókn:
a) | Efnaheiti eða annað heiti smáskammtahráefnisins eða -hráefnanna í lyfjaskrá ásamt upplýsingum um mismunandi aðferðir við lyfjagjöf, lyfjaform og þynningarstig. |
b) | Skjal, þar sem lýst er framleiðslu og eftirliti með smáskammtahráefninu eða -hráefnunum og smáskammtaeðli þeirra rökstutt á grundvelli fullnægjandi heimildaskrár. |
c) | Framleiðslu- og eftirlitsskrá fyrir hvert lyfjaform og lýsing á aðferð við þynningu og virknisaukningu. |
d) | Framleiðsluleyfi fyrir viðkomandi smáskammtalyf. |
e) | Afrit af skráningum eða leyfum fyrir sama smáskammtalyf í öðrum aðildarríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu. |
f) | Eitt eða fleiri sýnishorn eða eftirlíkingar af sölukynningu á smáskammtalyfinu sem á að skrá. |
g) | Gögn um geymsluþol smáskammtalyfsins. |
Að auki skulu á merkimiða og eftir því sem við á, eingöngu koma fram á fylgiseðli með smáskammtalyfjum eftirfarandi upplýsingar:
1. | Vísindaheiti hráefnisblöndu eða hráefnisblandna ásamt þynningarstigi og skal nota tákn í Evrópsku lyfjaskránni (Ph.Eur.), sem notuð eru, í samræmi við 2. gr. þessarar reglugerðar. |
2. | Nafn og heimilisfang þess, sem ber ábyrgð á markaðssetningu smáskammtalyfsins og eftir því sem við á, framleiðanda. |
3. | Notkunarmáti og ef þarf, á hvern hátt smáskammtalyfið skal gefið. |
4. | Fyrningardagsetning, nákvæmlega tilgreind (mánuður, ár). |
5. | Lyfjaform. |
6. | Innihald neytendaumbúða. |
7. | Sérstök geymsluskilyrði, ef einhver eru. |
8. | Dýrategund, ef um smáskammtalyf fyrir dýr er að ræða. |
9. | Sérstök varnaðarorð, ef þörf er á þeim fyrir viðkomandi smáskammtalyf. |
10. | Númer framleiðslulotu. |
11. | Skráningarnúmer. |
12. | Textinn "Smáskammtalyf án viðurkenndra læknisfræðilegra ábendinga". |
13. | Aðvörun til notanda um að leita læknis, ef sjúkdómseinkenni hverfa ekki við notkun smáskammmtalyfsins. |
Ákvæði reglugerðar þessarar taka mið af:
• | tilskipunum ráðherraráðs Evrópusambandsins nr. 65/65/EBE og 75/319/EBE um lyf ætluð mönnum með síðari breytingum, |
• | tilskipun ráðsins nr. 92/73/EBE um að færa út gildissvið tilskipana nr. 65/65/EBE og 75/319/EBE um lyf ætluð mönnum, en þar er bætt við ákvæðum um hómópatalyf, |
• | tilskipun ráðsins nr. 81/851/EBE um lyf ætluð dýrum með síðari breytingum, |
• | tilskipun ráðsins nr. 92/74/EBE um að færa út gildissvið tilskipunar nr. 81/851/EBE um lyf ætluð dýrum, en þar er bætt við ákvæðum um hómópatadýralyf. |