Heilbrigðisráðuneyti

184/2022

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð um einangrun og sóttvarnaráðstafanir á landamærum Íslands vegna COVID-19, nr. 176/2022. - Brottfallin

1. gr.

Á eftir 2. málslið 3. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar koma tveir nýir málsliðir svohljóðandi:

Honum er jafnframt heimilt að yfirgefa dvalarstað sinn, gangandi eða einn í farartæki í því skyni að greiða atkvæði utan kjörfundar, á sérstökum kjörstað, í íbúakosningum eða almennum kosningum. Að atkvæðagreiðslu lokinni skal haldið aftur í einangrun án viðkomu annars staðar.

 

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er á grundvelli 12., 13., 14. og 18. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997, tekur þegar gildi.

 

Heilbrigðisráðuneytinu, 14. febrúar 2022.

 

Willum Þór Þórsson
heilbrigðisráðherra.

Ásta Valdimarsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica