Heilbrigðisráðuneyti

1245/2021

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1177/2021, um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. - Brottfallin

1. gr.

3., 4. og 5. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar verða svohljóðandi:

Andlitsgrímur skal nota þar sem ekki er unnt að tryggja nálægðartakmörkun skv. 1. mgr., svo sem á söfnum, í verslunum, heilbrigðisþjónustu, innanlandsflugi og -ferjum, almenn­ings­samgöngum, leigu­bifreiðum og hópbifreiðum.

Þrátt fyrir 3. mgr. er starfsfólk í einstaklingsbundinni þjónustu sem krefst mikillar nándar, svo sem á hárgreiðslustofum, nuddstofum og sambærilegri starfsemi, undanþegið grímuskyldu, enda beri viðskiptavinir grímu. Þegar þjónusta skv. 1. málsl. þessarar málsgreinar er þess eðlis að viðskipta­vinir geta ekki borið grímu, ber starfsfólki að bera grímu.

Þrátt fyrir 3. mgr. er kennurum og nemendum fæddum 2005 og fyrr heimilt í skólum að taka niður grímu eftir að sest er niður inni í skólastofum.

 

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 12. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997, með síðari breyt­ingum, tekur þegar gildi.

 

Heilbrigðisráðuneytinu, 5. nóvember 2021.

 

F. h. r.

Ásta Valdimarsdóttir.

Ásthildur Knútsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica