Heilbrigðisráðuneyti

1034/2021

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 938/2021 um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID-19. - Brottfallin

1. gr.

Við reglugerðina bætist ákvæði til bráðabirgða svohljóðandi:

Ákvæði til bráðabirgða.

Þrátt fyrir ákvæði 3. gr. er einstaklingi í einangrun heimilt að yfirgefa dvalarstað sinn á einkabíl í því skyni að greiða atkvæði utan kjörfundar, á sérstökum kjörstað, í kosningum til Alþingis sem fram fara þann 25. september 2021. Viðkomandi skal vera einn í bíl. Að atkvæðagreiðslu lokinni skal haldið aftur í einangrun án viðkomu annars staðar.

Um atkvæðagreiðsluna sjálfa fer að öðru leyti eftir lögum nr. 24/2000, um kosningar til Alþingis, og reglugerð um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar vegna sóttkvíar eða einangrunar vegna COVID-19 farsóttarinnar.

 

2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er á grundvelli 12., 13., 14. og 18. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997, með síðari breytingum, tekur þegar gildi.

 

Heilbrigðisráðuneytinu, 13. september 2021.

 

Svandís Svavarsdóttir.

Ásta Valdimarsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica