Prentað þann 6. apríl 2025
Brottfallin reglugerð felld brott 24. ágúst 2021
907/2021
Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 747/2021 um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID-19.
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. reglugerðarinnar:
- 1. mgr. verður svohljóðandi: Einstaklingur, hvort sem hann er ferðamaður eða ekki, sem gert er að sæta einangrun og á ekki samastað á Íslandi eða getur af öðrum sökum ekki eða vill ekki einangra sig í húsnæði á eigin vegum, sem uppfyllir skilyrði 7. og 10. gr. og leiðbeiningar sóttvarnalæknis, sbr. fylgiskjal 2, skal dvelja í einangrun í sóttvarnahúsi og lúta þeim reglum sem um það gilda í þeim tilgangi að aðskilja sig frá öðrum til að koma í veg fyrir hugsanlega útbreiðslu COVID-19.
- Við greinina bætist ný málsgrein sem verður 3. mgr. svohljóðandi: Sóttvarnalæknir getur í undantekningartilvikum ákveðið að einstaklingur sem sætir sóttkví skv. 3. gr. skuli dveljast í sóttvarnahúsi, svo sem ef viðkomandi hefur engin tök á því að einangra sig í húsnæði á eigin vegum eða verða sér út um annan samastað í þeim tilgangi, sbr. fylgiskjöl 1 og 3, eða sýnt þykir að hann muni ekki hlíta reglum um sóttkví.
2. gr.
Reglugerð þessi sem sett er á grundvelli 12., 13., 14. og 18. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997, með síðari breytingum, tekur gildi 7. ágúst 2021.
Heilbrigðisráðuneytinu, 4. ágúst 2021.
F. h. r.
Ásta Valdimarsdóttir.
Ásthildur Knútsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.