Prentað þann 9. apríl 2025
960/2020
Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 800/2020, um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID-19.
1. gr.
Við 8. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein sem verður 6. mgr. og orðast svo:
Í samráði við ráðherra sem fer með utanríkismál er sóttvarnalækni heimilt, vegna brýnna erindagjörða, að ákveða sérstakt fyrirkomulag um sóttkví, einangrun og sýnatöku fyrir einstaklinga og sendinefndir sem koma til landsins á vegum íslenskra stjórnvalda, starfsmenn sendiskrifstofa og aðra fulltrúa erlendra ríkja, starfsmenn alþjóðastofnana og einstaklinga í boði þeirra sem þurfa að koma til landsins vegna starfsemi þessara stofnana, meðlimi herliðs og starfsmenn sem sinna mannúðaraðstoð og almannavörnum og fjölskyldur allra framangreindra aðila.
2. gr.
Í stað orðanna "er ekki skylt að fara í sýnatöku á landamærum samkvæmt þessari reglugerð" í fyrsta málslið 4. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar kemur: er ekki skylt að sæta sóttkví skv. 1. mgr. 3. gr.
3. gr.
2. mgr. 11. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:
Reglugerð þessi fellur úr gildi þann 1. desember 2020.
4. gr.
Reglugerð þessi sem sett er á grundvelli 12., 13. og 18. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997, með síðari breytingum, og 29. gr. laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar, með síðari breytingum, tekur þegar gildi. Reglugerð þess fellur úr gildi þann 1. desember 2020.
Heilbrigðisráðuneytinu, 5. október 2020.
F. h. r.
Ásta Valdimarsdóttir.
Ásthildur Knútsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.