1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. reglugerðarinnar:
2. gr.
Við 8. gr. bætast tvær nýjar málsgreinar sem verða 4. og 5. mgr. svohjóðandi: Einstaklingur sem getur staðfest með gildu vottorði að hann hafi sýkst af SARS-CoV-2 veirunni þarf hvorki að sæta sóttkví né fara í sýnatöku á landamærum samkvæmt þessari reglugerð. Sama gildir um einstakling sem getur sýnt fram á gilt vottorð um neikvætt PCR-próf. Um þann tíma sem liðinn er frá því að PCR-próf var tekið fer eftir leiðbeiningum sóttvarnalæknis. Um efni og form vottorða fer að öðru leyti eftir leiðbeiningum sóttvarnalæknis, m.a. um gildi vottorða og tungumál. Vottorð sem uppfylla ekki leiðbeiningar sóttvarnalæknis eru ekki gild vottorð samkvæmt þessu ákvæði. Sóttvarnalækni er heimilt að framkvæma mótefnamælingu eða sýnatöku til staðfestingar á vottorði ef vafi leikur á um trúverðugleika vottorðs. Á meðan beðið er eftir niðurstöðu slíkrar greiningar skal einstaklingur sæta sóttkví.
Einstaklingi sem kemur til Íslands og hefur ekki dvalið á áhættusvæði á síðastliðnum 14 dögum er ekki skylt að fara í sóttkví skv. 1. mgr. 3. gr. og þarf hann ekki að fara í sýnatöku í samræmi við 4. gr. Áhættusvæði eru nánar skilgreind af sóttvarnalækni, sbr. 1. mgr. 3. gr.
3. gr.
Reglugerð þessi sem sett er á grundvelli 12., 13. 14. og 18. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997, með síðari breytingum, tekur gildi 13. júlí 2020.
Heilbrigðisráðuneytinu, 10. júlí 2020.
F. h. r.
Ásta Valdimarsdóttir.
Rögnvaldur G. Gunnarsson.