1. gr.
Ráðherra er heimilt að veita mönnum, sem hlotið hafa leyfi í einhverju ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu til að kalla sig húsameistara (arkitekt) og geta lagt fram vottorð því til sönnunar frá sínu heimaríki, leyfi til að kalla sig húsameistara, þrátt fyrir að þeir hafi ekki lokið prófi í byggingarlist.
2. gr.
Áður en leyfi skv. 1. gr. er veitt skal leitað umsagnar stéttarfélags húsameistara.
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 1. mgr. 4. gr. laga nr. 83 18. maí 1993 um viðurkenningu á menntun og prófskírteinum, öðlast gildi þegar í stað.
Iðnaðarráðuneytið, 2. mars 1994.
F.h.r.
Þorkell Helgason.
Gunnar Viðar.