866/2022
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1174/2012 um alþjóðlegt reiki á almennum farsímanetum innan Evrópska efnahagssvæðisins, með síðari breytingum. - Brottfallin
Stofnreglugerð:
Felld brott með:
1. gr.
4. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Með reglugerð þessari öðlast gildi eftirfarandi reglugerðir sem vísað er til í XI. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af XI. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins:
- Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 531/2012 frá 13. júní 2012 um reiki á almennum farsímanetum innan Bandalagsins, sem birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 67, dagsett 29. nóvember 2012, á bls. 487, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 173/2012 frá 28. september 2012.
- 7. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2120 frá 25. nóvember 2015 um ráðstafanir varðandi opinn netaðgang og um breytingu á tilskipun 2002/22/EB um alþjónustu og réttindi notenda að því er varðar rafræn fjarskiptanet og -þjónustu og reglugerð (ESB) nr. 531/2012 um reiki á almennum farsímanetum innan Sambandsins, sem birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 27, dagsett 12. maí 2016, á bls. 1459, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 92/2016 frá 29. apríl 2016.
- Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/920 frá 17. maí 2017 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 531/2012 að því er varðar heildsölumarkaði fyrir reiki, sem birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 40, dagsett 29. júní 2017, bls. 296, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 105/2017 frá 13. júní 2017.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/2286 frá 15. desember 2016 um ítarlegar reglur um beitingu viðmiðunarreglna um eðlilega notkun og um aðferðafræði til að meta sjálfbærni afnáms aukagjalds á reiki í smásölu og um umsóknina sem veitandi reikiþjónustu þarf að leggja fram vegna þess mats, sem birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 40, dagsett 29. júní 2017, bls. 106, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 105/2017 frá 13. júní 2017.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2228 frá 14. desember 2021 um vegið meðaltal hæsta verðs fyrir lúkningu símtala í farsíma í Sambandinu og um niðurfellingu á framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2082, sem birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 38, dagsett 16. júní 2022, bls. 48, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 152/2022 frá 29. apríl 2022.
2. gr.
Lagastoð og gildistaka.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 2. mgr. 35. gr. laga um fjarskipti nr. 81/2003 með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi. Samhliða fellur úr gildi reglugerð nr. 601/2021, um breytingu á reglugerð nr. 1174/2012, um alþjóðlegt reiki á almennum farsímanetum innan Evrópska efnahagssvæðisins, með síðari breytingum.
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu, 1. júlí 2022.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Reglugerð sem fellur brott: