1. gr.
a. töluliður 2. gr. orðast svo: efni sem ætluð eru til neyslu sem slík í óbreyttu formi eða enduruppleyst t.d. eftir frostþurrkun.
2. gr.
Við 4. gr. bætist eftirfarandi málsgrein: Óheimilt er að bæta efnunum sem talin eru upp í viðauka 1 í matvæli eða í bragðefni. Þau kunna að fyrirfinnast í matvælum, af náttúrulegum orsökum eða vegna notkunar bragðefna úr náttúrulegum hráefnum.
3. gr.
Á eftir 5. gr. komi ný grein, er verður 6. gr. svohljóðandi, og breytist greinatala annarra greina samkvæmt því:
Íblöndun koffíns er eingöngu heimil í þau matvæli sem fram koma í viðauka 2 og skal heildarmagn koffíns í vörunni eftir íblöndun ekki fara umfram það gildi sem þar kemur fram.
4. gr.
Í staði orðsins "Viðauki" í viðauka við reglugerðina komi: Viðauki 1.
5. gr.
Í stað orðsins "viðauka" í 4. gr. reglugerðarinnar komi: viðauka 1.
6. gr.
Við reglugerðina bætist eftirfarandi viðauki 2:
VIÐAUKI 2
Hámarksmagn koffíns í matvælum.
Efni |
Drykkjarvörur |
Önnur matvæli |
Koffín |
150 mg/l að hámarki |
0 |
7. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 18. gr. laga um matvæli nr. 93/1995 sbr. og lög um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, með síðari breytingum.
Reglugerðin öðlast gildi við birtingu. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 413/2005 um breytingu á reglugerð nr. 587/1993 um bragðefni í matvælum.
Umhverfisráðuneytinu, 21. desember 2007.
F. h. r.
Magnús Jóhannesson.
Sigríður Auður Arnardóttir.