1. gr.
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1935/2004, frá 27. október 2004, sem vísað er til í XII. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 97/2005, frá 10. júlí 2005 skal öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af reglugerð þessari, II. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans.
2. gr.
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1935/2004 er birt sem fylgiskjal við reglugerð þessa.
3. gr.
Matvælastofnun og heilbrigðisnefndir sveitarfélaga undir yfirumsjón Matvælastofnunar fara með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt nema annað sé ákvarðað samkvæmt lögum eða sérreglum.
4. gr.
Með brot gegn reglugerð þessari skal farið samkvæmt lögum um matvæli, nr. 93/1995.
5. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 14. gr. og 18. gr. laga um matvæli, nr. 93/1995.
Reglugerðin öðlast þegar gildi. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 537/1993 um efni og hluti sem er ætlað að snerta matvæli.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 25. apríl 2008.
F. h. r.
Sigurgeir Þorgeirsson.
Baldur P. Erlingsson.
Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)