REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 224/1995 um leigubifreiðar
með síðari breytingum.
1. gr.
2. tölul. 1. mgr. 4. gr. orðist svo:
Hafa ekki verið dæmdir til refsivistar eða framið alvarleg eða ítrekuð brot á lögum og reglugerðum sem um starfsgreinina gilda; hafi brot verið smávægilegt eða langt er um liðið frá því að brot var framið getur umsækjandi þó öðlast leyfi til leiguaksturs.
2. mgr. 11. gr. orðist svo:
Samgönguráðherra setur reglur um undanþágur samkvæmt 1. mgr. að fengnum tillögum umsjónarnefnda og félags eða félaga bifreiðastjóra. Reglurnar skulu birtar í B-deild Stjórnartíðinda.
2. gr.
1. málsl. 3. mgr. 11. gr. orðist svo:
Félög bifreiðastjóra skulu annast framkvæmd á veitingu undanþága fyrir sína félagsmenn í samráði við umsjónarnefnd.
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í lögum nr. 61/1995 um leigubifreiðar, öðlast þegar gildi.
Samgönguráðuneytinu, 28. október 1999.
Sturla Böðvarsson.
Jóhann Guðmundsson.
-