Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

462/2004

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 752/2002 um styrki og uppbætur Tryggingastofnunar ríkisins til hreyfihamlaðra einstaklinga vegna bifreiðakaupa. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr.:

a. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður sem orðast svo: Um hjálpartæki í bifreið gildir reglugerð nr. 460/2003 um styrki Tryggingastofnunar ríkisins vegna hjálpartækja, með síðari breytingum, eftir því sem við á til viðbótar því sem kveðið er á um í reglugerð þessari.
b. 1. málsl. 2. undirmálsgreinar 3. mgr. 3. gr. orðast svo: Fullur styrkur er veittur á fimm ára fresti.


2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr.:

a. Í 2. tölul. 4. mgr. koma í stað orðanna "fá uppbót" orðin "kaupa bifreið".
b. 2. málsl. 5. mgr. orðast svo: Uppbót er heimilt að veita á fimm ára fresti vegna sama einstaklings.
c. Í 1. málsl. 7. mgr. kemur í stað orðsins "fjórum" orðið "fimm".


3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr.:

a. 4. tölul. 2. mgr. orðast svo: Hinn hreyfihamlaði notar tvær hækjur og/eða er bundinn hjólastól að staðaldri.
b. 2. málsl. 5. mgr. orðast svo: Styrk skv. 2. mgr. er heimilt að veita á fimm ára fresti en styrk skv. 3. málsl. 4. mgr. á sex ára fresti vegna sama einstaklings.
c. Í 1. málsl. 7. mgr. kemur í stað orðsins "fjórum" orðið "fimm" og í 2. málsl. 7. mgr. kemur í stað orðsins "fimm" orðið "sex".


4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 2. mgr. 33. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar, með síðari breytingum, og 2. mgr. 15. gr. laga nr. 118/1993 um félagslega aðstoð, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. júní 2004. Ákvæði b-liðar 1. gr., a- og b-liðar 2. gr. og b-liðar 3. gr. reglugerðarinnar taka jafnframt til þeirra einstaklinga sem hafa fengið styrki eða uppbætur greiddar af Tryggingastofnun ríkisins í tíð eldri reglna fyrir gildistöku reglugerðar þessarar.


Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 26. maí 2004.

Jón Kristjánsson.
Ragnheiður Haraldsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica