Við 1. málsl. 5. mgr. 13. gr. bætast orðin "eða verð sem tilgreint er í fylgiskjali II með þessari reglugerð".
Við 15. gr. bætist ný málsgrein er orðast svo:
Greiðsla sjúkratryggðs einstaklings sem greitt hefur fyrir sérfræðilæknishjálp utan sjúkrahúsa á tímabilinu 1. til 13. janúar 2004, að báðum dögum meðtöldum, veitir rétt til afsláttarskírteinis samkvæmt þessari grein.
Við reglugerðina bætist nýtt fylgiskjal, sem verður fylgiskjal II, er orðast svo:
Á tímabilinu 1. til 13. janúar 2004, að báðum dögum meðtöldum, skal ákveðið heildarverð til viðmiðunar við útreikning á greiðsluhluta sjúklings fyrir sérfræðilæknishjálp á göngudeild sjúkrahúsa, sbr. 1. og 5. mgr. 13. gr. reglugerðar þessarar, vera samkvæmt samningi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra við sérfræðilækna skv. 39. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar sem var í gildi í desember 2003.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 36. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar, með síðari breytingum, 20. gr. og 35. gr. a. laga nr. 97/1990 um heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingum, gildir frá og með 1. janúar 2004.