Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

45/2004

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 981/2003 um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. - Brottfallin

045/2004

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 981/2003 um hlutdeild sjúkratryggðra
í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu.

1. gr.

Við 1. málsl. 5. mgr. 13. gr. bætast orðin "eða verð sem tilgreint er í fylgiskjali II með þessari reglugerð".


2. gr.

Við 15. gr. bætist ný málsgrein er orðast svo:
Greiðsla sjúkratryggðs einstaklings sem greitt hefur fyrir sérfræðilæknishjálp utan sjúkrahúsa á tímabilinu 1. til 13. janúar 2004, að báðum dögum meðtöldum, veitir rétt til afsláttarskírteinis samkvæmt þessari grein.


3. gr.

Við reglugerðina bætist nýtt fylgiskjal, sem verður fylgiskjal II, er orðast svo:
Á tímabilinu 1. til 13. janúar 2004, að báðum dögum meðtöldum, skal ákveðið heildarverð til viðmiðunar við útreikning á greiðsluhluta sjúklings fyrir sérfræðilæknishjálp á göngudeild sjúkrahúsa, sbr. 1. og 5. mgr. 13. gr. reglugerðar þessarar, vera samkvæmt samningi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra við sérfræðilækna skv. 39. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar sem var í gildi í desember 2003.


4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 36. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar, með síðari breytingum, 20. gr. og 35. gr. a. laga nr. 97/1990 um heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingum, gildir frá og með 1. janúar 2004.


Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 22. janúar 2004.

Jón Kristjánsson.
Ragnheiður Haraldsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica